Fjárnám
Er aðgerð sem sýslumaður framkvæmir að beiðni kröfuhafa og felur í sér að taka veð í eignum skuldara, ef þeim er að dreifa, til tryggingar greiðslu krafna á hendur honum.
Fjárnám í eign
Ef greiðandi á eignir sem nægja til að tryggja greiðslu kröfunnar er tekið fjárnám í þeim eignum
Í hvaða eignum er hægt að gera fjárnám?
Hægt er að gera fjárnám í fasteignum, ökutækjum, tækjum og lager og öðrum verðmætum sem talin eru standa undir skuldinni. Vissar eignir eru undanþegnar fjárnámi og eru þær skilgreindar í lögum sem til dæmis lausafjármunir sem nauðsynlegir eru til að halda látlaust heimili, nauðsynleg hjálpartæki vegna örorku, námsgögn vegna skólagöngu eða aðrir munir sem nýttir eru til atvinnu.