Blogg

Ég er með prókúru. Get ég veitt öðrum aðila aðgang að upplýsingum félagsins?

Já þeir sem eru skráðir með prókúru samkvæmt fyrirtækjaskrá geta veitt öðrum umboð. Dæmi um slíkt er ef fjármálastjóri sem er skráður prókúruhafi vill veita starfsmanni í bókhaldi aðgang að vefnum. Farðu inn á viðmót Signet Auðkenndu þig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum. Ef þú valdir rafræn skilríki: Skilaboð birtast á skjánum og skal […]

Já þeir sem eru skráðir með prókúru samkvæmt fyrirtækjaskrá geta veitt öðrum umboð. Dæmi um slíkt er ef fjármálastjóri sem er skráður prókúruhafi vill veita starfsmanni í bókhaldi aðgang að vefnum.

  1. Farðu inn á viðmót Signet
  2. Auðkenndu þig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum.
  3. Ef þú valdir rafræn skilríki: Skilaboð birtast á skjánum og skal velja Áfram að lestri loknum. Sláðu inn númerið sem birtist á símanum þínum í reitinn fyrir auðkennisnúmer á Signet vefnum.
  4. Eftir innskráningu birtist form sem fylla þarf út til að veita aðila aðgang að síðunum.
  5.  

    • Félag. Í fellivalmyndinni birtist listi yfir þau félög sem prókúruhafi hefur aðgang að. Veldu það félag sem á að veita aðgang að.
    • Umboðshafi. Settu inn kennitölu þess einstaklings sem veita á aðgang.
    • Fyrir hönd. Kerfið fyllir sjálkrafa út í þennan reit.
    • Gildir til. Tilgreinið hversu lengi aðgangurinn má vera virkur.

     

  6. Þegar umboðið hefur verið vistað birtist staðfesting þess efnis. Hægt er að veita fleirum aðgang með því að velja „Veita annað umboð“.
  7.  

    Að þessu loknu getur viðkomandi aðili skráð sig inn á Mínar síður fyrir hönd félagsins.