Viðskiptavefur almennt

Viðskiptavinir Motus og Lögheimtunnar hafa aðgang að upplýsingum um innheimtumál þeirra á þjónustuvefnum. Aðgangur að viðskiptavefnum er stofnaður fyrir alla þá aðila hjá fyrirtækinu þínu sem þess þurfa og er ekki ætlast til þess að notendur deili þeim. Ef þú ert ekki með aðgang að vefnum en telur þig þurfa þess þarftu að hafa samband við umsjónaraðila hjá þínu fyrirtæki.

Innskráning með rafrænum skilríkjum

  • (1) Inn á motus.is skaltu velja Innskráning og því næst Viðskiptavefur úr fellivalmyndinni.
  • (2) Skráðu þig inn með aðgangs- og lykilorðinu sem þú ættir að hafa fengið sent
  • (3) Ef þú vilt framvegis notfæra þér rafræna innskráningu þá skaltu velja Stillingar og skrá inn kennitöluna þína. Þá getur þú framvegis notað rafræn skilríki til að innskrá þig.
  • (4) Í boði er að nota rafræn skilríki í stað notendanafns við innskráningu. Til þess að virkja þann möguleika skaltu velja notenda táknið efst í hægra horni vefsins og því næst

Forsíðan og helstu aðgerðir á vefnum

 

Skjámynd af þjónustuvef

  • (1) Greiðendur – Hægt er að slá inn kennitölu eða nafn greiðenda, eða málanúmer til að sjá yfirlit yfir innheimtumál viðkomandi og samskipti
  • (4) Aðgerðir – Á öllum síðum má nálgast aðgerðir til að prenta út eða taka út gegn í Excel skrá. Ef Afmörkun síðu er valin birtast ýmsir möguleikar til að takmarka sýn til dæmis við ákveðið tímabil eða stöðu mála.
  • (2) Kröfuhafi – Ef þú ert notandi sem átt mörg kröfuhafanúmer getur verið þægilegt að afmarka vefinn við eitt eða fleiri kröfuhafanúmer.
  • (5) Samantekt– Efst má sjá fjölda mála sem hafa verið mótttekin þann í dag, mál í innheimtu og kröfur sem hafa farið í faglegt mat. Hægt er að smella á hvern flokk til að fá lista yfir málin.
  • (3) Notandi – Hér má nálgast stillingar sem eiga við aðganginn þinn, eins og að skrá netfangið þitt uppá að fá tilkynningar. Ef þú ert með aðgang að fleiri en einu fyrirtæki sem er í innheimtuþjónustu hjá Motus, þá getur þú undir tengdum notendum valið út frá hvaða aðgangi þú vilt auðkenna þig.
  • (6) Yfirlit – Sýnir lista yfir mál flokkað eftir því hvar þau eru stödd í innheimtuferlinu, það er frum- milli, eða löginnheimtu. Hægt er að sprengja út hvern flokk til að fá nánari sundirliðun og skoða hvert mál fyrir sig.