Aftur í fræðsla

Greiðendur

Hægt er að fletta upp kennitölu greiðanda með því að nota leitina sem er staðsett efst á vefnum eða með því að fara í gegnum einstaka mál.

 

  • (1) Yfirlit mála. Öll mál sem tengjast viðkomandi eru listuð og er hægt að velja milli þess að skoða aðeins mál sem eru í innheimtu eða er lokið. Einnig er hægt að sjá öll samskipti og innborganir.
  • (3) Tímalína, sýnir þróun innheimtumála og innborganir á mál.
  • (2) Frestun. Hægt er að setja frest á innheimtu mála fyrir tiltekin aðila. Fresturinn nær þá einnig til nýrra mála sem kunna að koma inn frá banka eða önnur mál í frum- eða milliinnheimtu. Fresturinn tekur þó ekki til Lögfræðiinnheimtu (L2).
  • (4) Sýna reikninga. Með því að velja „Sýna reikninga" hnappinn er hægt að sjá reikninga undir hverju og einu innheimtumáli

Spurt og svarað

Hvað gerist ef greiðandi finnst ekki?

Fjöldi greiðenda flytur og skiptir um heimilisfang á hverju ári eða vill hreinlega ekki láta hafa upp á sér og gefur því ekki upp aðsetur. Innheimtubréf er vanalega sent á lögheimili greiðanda eða annað þekkt aðsetur. Ef bréf er endursent gerir Motus tilraun til að finna nýtt heimilisfang í Þjóðskrá, á já.is og eftir þeim leiðum sem eru færar. Ef nýtt heimilisfang finnst er innheimtubréfið prentað að nýju og sent á greiðandann. Ef nýtt heimilisfang finnst ekki er greiðandinn merktur "Týndur - heimilisfang finnst ekki" og þá mun hann framvegis birtast á þessum lista. Þú getur nálgast lista yfir greiðendur sem ekki finnast undir Í innheimtu > Týndir greiðendur

Hvað gerist með kröfur látinna greiðenda?

Ef greiðandi er látinn, þá mælum við með að flytja kröfuna í lögfræðiinnheimtu, sem mun fylgjast með framgangi skipta á dánarbúi og freista þess að ná greiðslu. Innheimtu er þá hætt og kröfunni skilað í bankann 10 dögum eftir að tilkynning berst, nema ef óskað sé eftir því að hún sé flutt til lögfræðiinnheimtu. Við andlát tekur dánarbú hins látna við réttindum og skyldum greiðandans. Eignum dánarbúsins, ef þeim er til að dreifa, er svo ýmist skipt af skiptastjóra, sem er skipaður af dómara (opinber skipti), eða af erfingjum (einkaskipti), enda hafi erfingjar ábyrgst skuldir búsins. Oft líða nokkrir mánuðir áður en ljóst er hvernig skiptum verður háttað, en Lögheimtan fylgist með framgangi mála og gætir hagsmuna kröfuhafa. Ef engar eignir finnast er skiptum lokið á þeim forsendum. Reynist skuldir umfram eignir er farið með skipti á dánarbúinu eftir reglum gjaldþrotaskiptalaga. Ef þrípunkturinn aftast við hvert mál er valinn má sjá þær aðgerðir sem eru í boði, eins og til dæmis afturkalla mál og flytja í lögfræðiinnheimtu. Þú getur nálgast lista yfir greiðendur sem ekki finnast undir Í innheimtu > Látnir greiðendur

Getur greiðandi sjálfur látið taka sig af vanskilaskrá?

Greiðandi getur ekki látið taka sig af vanskilaskrá Creditinfo nema hann greiði kröfuna sem um ræðir.

Hvað gerist ef greiðandi mætir ekki í fjárnám?

Ef vitað er um eign í eigu greiðanda er gert í henni fjárnám. Ef ekki er vitað um eign er sýslumanni heimilt að ljúka fjárnámi án árangurs enda hafi gerðarþoli sannanlega verið boðaður til sýslumanns.

Hvað gerist ef greiðandi stendur ekki við réttarsátt?

Ef greiðandi stendur ekki við réttarsátt er hún skráð á vanskilaskrá Creditinfo. Réttarsáttin er svo send í aðför til sýslumanns og fer í gegnum það ferli eins og árituð stefna eða dómur.

Getur greiðandi haft áhrif á framgang máls þegar komið er í löginnheimtu?

Greiðandi getur á hvaða stigi löginnheimtu sem er greitt kröfu og þannig haft áhrif á framgang hennar. Greiðandi getur líka mætt við þingfestingu máls og óskað eftir fresti og er hann almennt veittur í þeim tilfellum. Sýslumaður gerir fjarnám ef greiðandi á eign/eignir. Ef greiðandi á ekki eign þá er gert árangurslaust fjarnám. Í dag er heimilt að ljúka árangurslausu fjarnámi ef ekki er mætt af hálfu gerðarþola og gerðarbeiðandi veit ekki um eignir.

Hvað líður langur tími eftir að greiðanda er stefnt af stefnuvotti þar til hann skal mæta fyrir dóm?

Ef stefndi á skráð lögheimili, fasta búsetu eða dvalarstað í þeirri þinghá sem mál verður þingfest er stefnufrestur þrír dagar, þ.e. stefna þarf að hafa borist greiðanda (stefnda) í hendur þremur dögum fyrir áætlaðan þingfestingardag af stefnuvotti eða póstmanni. Ef stefndi á skráð lögheimili, fasta búsetu eða dvalarstað á Íslandi en utan þinghár þar sem mál verður þingfest er stefnufrestur ein vika. Ef stefndi á heimili eða dvalarstað erlendis eða heimilisfang hans er óþekkt er stefnufresturinn einn mánuður.

Getur greiðandi fengið frest á dómtöku máls?

Greiðandi getur mætt við þingfestingu máls og óskað eftir fresti og er hann almennt veittur í þeim tilfellum.

Meira um viðskiptavefinn