Ef þú greiddir greiðslukröfu í heimabanka á greiðslan að skila sér til kröfuhafa á sólarhring eða einum bankadegi.
Teljir þú þig hafa greitt kröfuna með millifærslu beint til kröfuhafa, biðjum við þig að senda okkur upplýsingar um greiðsluna í gegnum samskipti málsins á greiðendavefnum svo við getum fengið staðfestingu á greiðslunni hjá kröfuhafa.
Hafi greiðslan borist til kröfuhafa eftir að mál var komið í innheimtu, án þess að gert hafi verið ráð fyrir innheimtukostnaði og dráttarvöxtum ráðstafast greiðslan fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva.
Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.
Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.