Blogg

Gylfi, Ásta og Arnar Steinn nýir viðskiptastjórar

Það gleður okkur að kynna þrjá nýja viðskiptastjóra, þau Arnar Stein Helgason, Ástu Pétursdóttur og Gylfa Stein Guðmundsson. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.

Það gleður okkur að kynna þrjá nýja viðskiptastjóra, þau Arnar Stein Helgason, Ástu Pétursdóttur og Gylfa Stein Guðmundsson.

Arnar Steinn kemur til Motus frá Arion banka, þar sem hann starfaði á fyrirtækjasviði, en áður starfaði hann hjá Valitor. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og Meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla.

Áður en Ásta kom til Motus starfaði hún sem sölu-, þjónustu- og markaðsstjóri hjá Feel Iceland, en þar áður starfaði hún sem vörumerkjastjóri hjá Bioeffect og framkvæmdastjóri ÍMARK. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Gylfi var viðskiptastjóri hjá Valitor áður en hann kom til Motus. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og samskipti við viðskiptavini, meðal annars með því að vinna með þeim að því að finna bestu leiðirnar til að ná þeirra markmiðum í kröfustýringu. Öflugir viðskiptastjórar leika lykilhlutverk í þeirri vinnu og við bjóðum þau Arnar, Ástu og Gylfa hjartanlega velkomin í teymið.