Það gleður okkur að kynna þrjá nýja viðskiptastjóra, þau Arnar Stein Helgason, Ástu Pétursdóttur og Gylfa Stein Guðmundsson.
Arnar Steinn kemur til Motus frá Arion banka, þar sem hann starfaði á fyrirtækjasviði, en áður starfaði hann hjá Valitor. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og Meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla.
Áður en Ásta kom til Motus starfaði hún sem sölu-, þjónustu- og markaðsstjóri hjá Feel Iceland, en þar áður starfaði hún sem vörumerkjastjóri hjá Bioeffect og framkvæmdastjóri ÍMARK. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Gylfi var viðskiptastjóri hjá Valitor áður en hann kom til Motus. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og samskipti við viðskiptavini, meðal annars með því að vinna með þeim að því að finna bestu leiðirnar til að ná þeirra markmiðum í kröfustýringu. Öflugir viðskiptastjórar leika lykilhlutverk í þeirri vinnu og við bjóðum þau Arnar, Ástu og Gylfa hjartanlega velkomin í teymið.