Innskráning á mínar síður verður því eingöngu möguleg með rafrænum skilríkjum eftirleiðis. Aðgangur að mínum síðum fyrir hönd fyrirtækis verður opinn fyrir prókúruhafa og framkvæmdastjórn skv. gildandi skráningu í fyrirtækjaskrá Skattsins. Þá skráir einstaklingur sig inn með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum og skiptir yfir á fyrirtæki. Ef innskráning fyrir hönd fyrirtækis virkar ekki bendum við á að uppfæra gæti þurft gildandi skráningu fyrirtækisins í fyrirtækjaskrá hjá Skattinum.