Blogg

Motus hlýtur vottun samkvæmt ISO 27001 staðlinum um stjórnkerfi upplýsingaöryggis

Mikilvægi upplýsingaöryggis hefur stóraukist á undanförnum árum. Starfsfólk og stjórnendur Motus hafa alltaf kappkostað að standast nútímakröfur í allri okkar starfsemi en það gerum við m.a. með öflugu stjórnkerfi sem tryggir örugga og skilvirka starfshætti.  Motus hefur nú hlotið ISO 27001 vottun og þar með alþjóðlega viðurkenningu á öryggi upplýsinga okkar. Við erum leiðandi og […]

Mikilvægi upplýsingaöryggis hefur stóraukist á undanförnum árum. Starfsfólk og stjórnendur Motus hafa alltaf kappkostað að standast nútímakröfur í allri okkar starfsemi en það gerum við m.a. með öflugu stjórnkerfi sem tryggir örugga og skilvirka starfshætti. 

Motus hefur nú hlotið ISO 27001 vottun og þar með alþjóðlega viðurkenningu á öryggi upplýsinga okkar. Við erum leiðandi og kraftmikill samstarfsaðili í kröfuþjónustu og nú setjum við ný viðmið í öryggismálum sem eina fyrirtækið á okkar sviði með vottunina. 

Við erum stolt af áherslum okkar á vernd upplýsinga og traustar samskiptaleiðir gagnvart öllum hagaðilum, hvort sem það eru samstarfsaðilar okkar eða greiðendur. Alþjóðleg vottun er því mikilvægur áfangi fyrir Motus og afrakstur þrotlausrar vinnu okkar frábæra starfsfólks. 

Breska staðlastofnunin – BSI

BSI á Íslandi