Fáðu tilboð í þjónustu
Kröfuhafar

Ráðgjöf

Leynast tækifæri í innheimtuferlinu þínu?

Markmið Motus er að aðstoða sína viðskiptavini við að ná hámarks árangri við innheimtu vanskilakrafna á hagkvæman hátt með hagsmuni bæði kröfuhafa og greiðanda að leiðarljósi.

Motus er leiðandi innheimtufyrirtæki og veitir framúrskarandi innheimtuþjónustu. Ráðgjafar Motus sérhæfa sig í greiningu á innheimtuferlum og fjárstreymi og veita ráðgjöf til viðskiptavina með það í huga að bæta innheimtuna. Markmiðið er að ná fram hagræðingu og bættri yfirsýn á innheimtuna. Reynsla í meðhöndlun vanskilakrafna ásamt víðtækri þekkingu á grunnþörfum og mismunandi viðskiptaumhverfi fyrirtækja gerir viðskiptavinum Motus kleift að njóta faglegrar aðstoðar við greiningu og endurskipulagningu í innheimtunni.

Í sölu vöru og þjónustu er innheimta aðeins einn þáttur í löngu ferli þar sem allt verður að smella saman til að ferillinn skili tilætluðum árangri og greiðslur skili sér í hús.  Við endurskoðun innheimtuferla er því nauðsynlegt að skoða alla þætti frá því að sala á sér stað, s.s. skráningu sölu, samþykkt á úttekt viðskiptavinar, upplýsingar um söluna, hugbúnað og annað sem getur haft áhrif á það hvort krafan greiðist þegar viðskiptavinurinn fær reikninginn í hendurnar. Ef mistök eiga sér stað í upphafi t.d. hjá þeim sem skráði söluna getur það valdið seinkun á greiðslu sem hefði getað verið auðvelt að koma í veg fyrir strax í upphafi.

Motus hefur aðstoðað fjölda viðskiptavini við að koma auga á leiðir til bæta ferla í kringum reikningaútgáfu og innheimtu.Þú getur haft samband við ráðgjafa Motus án allra skuldbindinga. Leitað ráða við að greina og meta innheimtuna og þær aðferðir sem þitt fyrirtæki beitir og skoðað hvaða leiðir eru færar til endurbóta.

Bókaðu fund með ráðgjafa

Af hverju útvistun innheimtu?

Samhliða ítarlegri greiningu er nauðsynlegt að setja niður hvert markmiðið er með breytingum á innheimtunni.  Eftir það er hægt að taka endanlega ákvörðun um hvaða leiðir henta best.

Betra innheimtuhlutfall og lægri heildarfjárhæð í útistandandi viðskiptakröfum eru að sjálfsögðu markmið sem flestir keppa að. Það eru þó fjölmörg önnur atriði sem skipta máli þegar innheimtan er endurskipulögð. Markmið fyrirtækis geta t.d. einnig snúist um það að draga úr föstum kostnaði sem snýr að innheimtunni og tengja innheimtukostnað meira við fjölda eða umfang krafna sem getur verið breytilegt frá einum tíma til annars. Betri yfirsýn og meira svigrúm til stjórnunarstarfa geta sömuleiðis verið markmið sem hægt er að ná fram með breyttum áherslum í innheimtunni.

Aðalmálið er að spyrja sig réttu spurninganna strax í upphafi og móta sér hugmyndir um hvaða árangri fyrirtækið vill stefna að.

Innleiðing innheimtuferla

Mikilvægasta atriðið í innleiðingu á nýju ferli í innheimtunni er að tryggja að allir þættir ferlisins gangi eins og til er ætlast. Því er nauðsynlegt að skipuleggja innleiðinguna eins ítarlega og kostur er þannig að allir þeir sem að málinu koma séu samstíga og viti hvert þeirra hlutverk er í framkvæmdinni.

Ábyrgðin á innleiðingunni er ekki einungis hjá kröfuhafa. Rráðgjafar og viðskiptastjórar Motus setja upp aðgerðaráætlun í samstarfi við kröfuhafa og fylgja því eftir að innleiðingin á nýja ferlinu í innheimtunni gangi eftir.

Stöðug eftirfylgni til að tryggja gæði í innheimtunni

Eftir að nýju ferli í innheimtunni hefur verið komið af stað er nauðsynlegt að fylgjast vel með því að það skili tilætluðum áhrifum. Með aðgangi að viðskiptavef Motus getur kröfuhafi ávallt séð stöðu einstakra innheimtumála auk þess sem vefurinn veitir honum góða yfirsýn yfir kröfur í innheimtu, aldursgreiningu krafna í innheimtu, innheimtuhlutfall og fjölmargt annað. 

Haldnir eru reglubundnir fundir með viðskiptavinum þar sem farið er yfir stöðuna og þróun í innheimtunni. Til þess að tryggja árangur í innheimtunni er rýnt í ferla og skoðað hvort ástæða þyki til þess að breyta einhverju. Motus leitast alltaf við að skila kröfuhafa besta og skilvirkasta innheimtuferlinu sem er í boði á hverjum tíma, með það í huga að hámarka árangur í innheimtu, lágmarka afskriftir og auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækjanna.

Heilsteypt innheimtuferli

Motus leggur mikið upp úr því við sína viðskiptavini að skoða innheimtumál ekki sem einstaka aðgerð heldur sem heildarferli sem hefst með útgáfu reikninga. Með markvissu innheimtuferli er hægt lágmarka vanskil og hámarka arðsemi reikningsviðskipta.

Motus hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á innleiðslu heilsteypts innheimtuferlis hjá viðskiptavinum sínum þar sem hver aðgerð innheimtunnar í reikningagerð, fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu er skilgreind. Með því er hvert skref ferlis innheimunnar vel skipulagt og ávallt er skýrt hvert er næsta skref innheimtunnar, hver beri ábyrgð á því og hvenær er gripið til þess.

Hugmyndin að baki heilsteyptu innheimtuferli er að kröfuhafar þurfi einungis að koma málum sínum inn í ferlið, en í felstum tilfellum eru kröfur sendar rafrænt til Motus úr viðskiptabanka kröfuhafa. Kröfuhafi fær þá tilkynningu um nýskráð mál frá Motus og getur skoðað stöðu og átt samskipti við Motus í gegnum viðskiptavef Motus. Eftir það hefur Motus frumkvæði í málinu eftir fyrirfram ákveðnum vinnureglum í samráði við kröfuhafa.

Kröfuhafi er ávallt upplýstur um stöðu mála og næstu skref, áður en gripið er til alvarlegri innheimtuaðgerða, en með því móti verður innheimtan markviss og aðgengileg án þess að kröfuhafi missi tengsl sín við innheimtumálin. Inni á viðskiptavef Motus getur kröfuhafi nálgast allar upplýsingar um stöðu mála sama á hvaða stigi innheimtunnar þau eru; fruminnheimtu, milliinnheimtu, löginnheimtu eða kröfuvakt. Kröfuhafi hefur því mjög góða yfirsýn yfir stöðu innheimtunnar.

Heilsteypt innheimtuferli tryggir þér:

  • Bætt fjárstreymi með lágmarks tilkostnaði
  • Vel skilgreint verklag á innheimtu fyrirtækisins
  • Góð yfirsýn yfir innheimtuna og greiðan aðgang að innheimtumálum í gegnum viðskiptavef Motus
  • Tímasparnað þannig að þú getir einbeitt þér að öðrum og arðbærari málum
  • Góðan takt í innheimtunni. Innheimtan hefst tímanlega, en hver dagur skiptir máli þegar kemur að innheimtu.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun
Greiðendaþjónusta
440 7700
Greiðendavefur
Smelltu hér