Öflug eftirfylgni með kröfuvakt

Síðasti liðurinn í innheimtuaðgerðum Motus er kröfuvakt en hún tekur við þegar aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu. Þjónustan getur verið að fullu sjálfvirk og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist. Vöktunin sjálf kostar því ekkert fyrir viðskiptavini Motus.

Stafrænar aðgerðir


Við beitum stafrænum innheimtuaðgerðum til að nálgast greiðendur á markvissan hátt og þannig hvetja þá til að ganga frá sínum málum.

Sjálfvirkni


Ef litlar líkur eru á að lögheimtan svari kostnaði og/eða ef krafan er mjög lág flyst málið sjálfvirkt í kröfuvakt. Hægt er að setja viðmiðunarfjárhæð sem stýrir sjálfvirkninni.

Engin áhætta


Kröfur í kröfuvakt uppfylla yfirleitt skilyrði til afskrifta í bókhaldi. Ekki er greitt fyrir vöktunina, aðeins þóknun ef krafa innheimtist.

             

Við bjóðum heildstæða þjónustu, allt frá stofnun krafna til innheimtu. Reynsla og þekking sérfræðinga okkar sem og öflugar stafrænar lausnir eru hornsteininn í starfsemi okkar.

Mánaðargjald fyrir innheimtuþjónustu er 2.990 kr.