Stafræn innheimta er betri þjónusta

Það er mikilvægt að geta minnt greiðendur á ógreiddar skuldbindingar þar sem þeir eru líklegastir til að geta brugðist við áður en of mikill kostnaður fellur til.

Látu okkur vita ef þú vilt nota stafræna innheimtu fyrir félagið þitt.

Stafræn innheimta hjá Motus felst í því að við sendum áminningar og innheimtubréf til greiðanda í tölvupósti eða sem sms-skilaboð eftir því hvað á við hverju sinni. Sömuleiðis sendum við rafræn skjöl í heimabanka ef viðkomandi er ekki með skráð heimilisfang eða ef bréfpóstur eða tölvupóstur hefur verið endursendur. Þannig getur félagið þitt valið alfarið pappírslausa innheimtu eða að hluta.

Notið gögn Motus

Á Mínum síðum geta greiðendur valið að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti og þannig fengið áminningar um ógreiddar kröfur þangað sem þeir eru líklegastir til að bregðast við. Nú þegar hafa um 13.000 greiðendur valið að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti og þarf félagið þitt því aðeins að láta okkur vita ef þið viljið vera pappírslaus og þá sjáum við um rest.
 

Notið ykkar eigin netföng

Þið getið veitt Motus aðgang að ykkar netföngum með öruggum hætti á þjónustuvefnum okkar eða tengst með vefþjónustu og þannig miðlað þeim til okkar. Ykkar netföngin verða ekki notuð fyrir aðra viðskiptavini Motus.

Kostir stafrænnar innheimtu

Skilvirk þjónusta


Tölvupóstur kemst til skila um leið og því líklegri til að skila árangri.

Greiðendur velja stafrænar leiðir


Greiðendur fá áminningar þar sem þeir eru líklegastir til að bregðast við.

Umhverfisvænni leið


Það er hagur okkar allra að draga úr pappírsnotkun.

Hafa samband

Segðu okkur erindi þitt og við höfum samband um hæl.