Fáðu tilboð í þjónustu
Þjónusta

Greiðendur

Fékkstu bréf frá okkur?

Hefur þú fengið bréf frá okkur vegna ógreidds reiknings? Þá hefur kröfuhafi látið af hendi vöru eða þjónustu en ekki fengið greitt fyrir hana á réttum tíma. Hann hefur því leitað til okkar eftir aðstoð við að innheimta kröfuna.

Við vitum að margir gleyma hreinlega að borga og geta ástæður þess verið margar. Auðveldast er að leysa málin á fyrstu stigum og vilja kröfuhafar vita sem fyrst ef greiðandi er í greiðsluvandræðum og sýna þeir því þá jafnan skilning.

Í greiðendaþjónustu okkar starfar hópur fólks sem hefur mikla reynslu af ráðgjöf við viðskiptavini. Við erum tilbúin til að veita alla þá aðstoð og ráðgjöf sem okkur er fært í hverju tilviki fyrir sig. Við gerum okkar besta til að sinna okkar starfi á sanngjarnan hátt og leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti og góða þjónustu. Greiðendur hafa m.a. aðgang að sérstökum greiðendavef þar sem þeir hafa yfirsýn yfir öll sín mál hjá Motus.

En hvað sem þú gerir - ekki gera ekki neitt

Greiðendavefur Motus

Við hvetjum til notkunar rafrænna lausna því oft er hægt að afgreiða málin alfarið á greiðendavef Motus.

Greiðendavefur Motus veitir þér allar upplýsingar um innheimtumál og stöðu þeirra. Á vefnum getur þú m.a. greitt skuldina, skoðað yfirlit, fengið frest á innheimtumál, samið um greiðsludreifingu og sent Motus skilaboð. Þetta á bæði við um innheimtumál frá Motus og Lögheimtunni. Til að tengjast greiðendavefnum þarftu að nota annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá Íslands.

Greiðendavefur

Ganga frá greiðslu

Greiða greiðslukröfu í heimabanka

Oftast er greiðslukrafa enn til staðar í heimabanka og uppfærist rétt staða á hana. Þú getur því greitt greiðslukröfuna í heimabankanum. Jafnframt eru upplýsingar á innheimtubréfinu (OCR rönd) sem hægt er að nota til að greiða í heimabanka eða bankaútibúi.

Greiða í gegnum greiðendavef

Á greiðendavef Motus er hægt að greiða kröfur með korti.

Ganga frá greiðslu

Samkomulag

 

Þú getur í flestum tilfellum afgreitt málið sjálfur eða samið um það á greiðendavef Motus á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Yfirleitt er hægt að gera greiðslusamkomulag til 6 mánaða, en það er þó breytilegt eftir kröfuhöfum. Gerð er krafa um skriflegt samkomulag og er þá mögulegt að undirrita samkomulagið með rafrænum hætti. Fyrir hverri afborgun er stofnuð greiðslukrafa í heimabanka. 

Gera greiðslusamkomulag

Eftir að milliinnheimtu hjá Motus lýkur fara kröfur í löginnheimtu hjá Lögheimtunni. Á því stigi er oftast hægt að ganga frá samkomulagi um greiðsludreifingu með því að hafa samband við greiðendaþjónustu. Við hvetjum greiðendur til þess að hafa samband við greiðendaþjónustuna til að finna farsæla lausn, sama á hvaða stigi málið er. 

Get greitt, en ekki strax

Í flestum tilfellum hefur Motus heimild til þess að veita stutta greiðslufresti, en það getur t.d. farið eftir því hvar málið er statt í innheimtuferlinu og hvers eðlis krafan er. 

Hafðu samband við okkur í gegnum greiðendavefinn og við finnum út úr þessu saman.

Óska eftir greiðslufresti

Krafan er greidd

Ef þú greiddir greiðslukröfu í heimabanka á greiðslan að skila sér til kröfuhafa á sólarhring eða einum bankadegi.

Teljir þú þig hafa greitt kröfuna með millifærslu beint til kröfuhafa, biðjum við þig að senda okkur upplýsingar um greiðsluna í gegnum samskipti málsins á greiðendavefnum svo við getum fengið staðfestingu á greiðslunni hjá kröfuhafa.

Tilkynna um greiðslu

Hafi greiðslan borist til kröfuhafa eftir að mál var komið í innheimtu, án þess að gert hafi verið ráð fyrir innheimtukostnaði og dráttarvöxtum ráðstafast greiðslan fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva.

Greiðsluerfiðleikar

Ef þú ert í alvarlegum greiðsluvanda mælum við með að þú leitir til fjármálaráðgjafa, t.d. hjá umboðsmanni skuldara, til að fá ráðgjöf um möguleg úrræði. Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf. Ráðgjöfin felst m.a. í gerð greiðsluerfiðleikamats til að öðlast heildarsýn yfir fjármálin og að leita leiða til lausnar á fjárhagsvanda. Umboðsmaður gætir hagsmuna greiðenda og hefur milligöngu um samninga við kröfuhafa.

Á greiðendavef Motus færðu allar upplýsingar um innheimtumál og stöðu þeirra.

Skrifstofur okkar eru á 10 stöðum um land allt og við gerum okkar besta til að aðstoða alla sem til okkar leita.

Sími þjónustuversins er 440 7700. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 09:00 til 16:00.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun
Greiðendaþjónusta
440 7700
Greiðendavefur
Smelltu hér