Hægt er að ganga frá greiðslu máls að fullu eða hluta í sjálfsafgreiðslu inni á
mínum síðum. Ef greiðsluseðill er enn virkur í heimabanka getur þú einnig greitt málið þar.
1. Skráðu þig með rafrænum skilríkjum inn á mínar síður
2. Á forsíðunni sérðu lista yfir útistandandi mál. Hakaðu við málið sem á að greiða og veldu greiða hnappinn
3. Á greiðslusíðunni velur þú hvort á að greiða málið að fullu eða hluta
3. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti.
Svona sérðu númerið á greiðslukortinu þínu í bankaappi.
Ef þú ert ekki með greiðslukortið þitt við hendina þá ættirðu að geta séð númer þess inni í bankaappinu þínu. Veldu greiðslukortið þitt og þá ætti að birtast sambærileg mynd og hér er meðfylgjandi. Ýttu á augað og þá ætti kortanúmerið að birtast.
