Fékkstu bréf frá okkur?

Ef þú ert með spurningar um stöðu mála í innheimtu þá bendum við á mínar síður fyrir greiðendur þar sem þú getur nálgast upplýsingar um þín mál í innheimtu og séð hvaða úrræði eru í boði.

  • Allir einstaklingar 18 ára og eldri með íslenska kennitölu geta skráð sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum.
  • Fyrirtæki hafa einnig aðgang að mínum síðum. Sjá nánari upplýsingar.
  • Farðu inn á mínar síður og skráðu netfangið þitt og síma. Þannig getum við átt í öruggum samskiptum við þig hvort sem er í gegnum netspjall, þú sendir okkur fyrirspurn eða í síma.

Stutt myndbönd um mínar síður

Get ég séð hvaða mál ég er með í innheimtu? ▶️

Inn á mínum síðum hefur þú yfirlit yfir öll mál sem þú ert með í innheimtu hjá Motus eða Lögheimtunni. Ef þú velur tiltekið mál getur þú fengið nánari upplýsingar um stöðu þess og framvindu. Sjá meðfylgjandi myndband.



Hvernig get ég greitt mál eða borgað inn á það? ▶️

Hægt er að ganga frá greiðslu máls að fullu eða hluta í sjálfsafgreiðslu inni á mínum síðum. Ef greiðsluseðill er enn virkur í heimabanka getur þú einnig greitt málið þar.

1. Skráðu þig með rafrænum skilríkjum inn á mínar síður
2. Á forsíðunni sérðu lista yfir útistandandi mál. Hakaðu við málið sem á að greiða og veldu greiða hnappinn
3. Á greiðslusíðunni velur þú hvort á að greiða málið að fullu eða hluta
3. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti.




Svona sérðu númerið á greiðslukortinu þínu í bankaappi.
Ef þú ert ekki með greiðslukortið þitt við hendina þá ættirðu að geta séð númer þess inni í bankaappinu þínu. Veldu greiðslukortið þitt og þá ætti að birtast sambærileg mynd og hér er meðfylgjandi. Ýttu á augað og þá ætti kortanúmerið að birtast.

Skjámynd af greiðslukorti

Get ég samið um greiðslu á kröfum í innheimtu? ▶️

Á mínum síðum getur þú gengið frá samkomulagi um að skipta greiðslum niður á nokkra mánuði. Misjafnt er eftir kröfuhöfum hvað má dreifa greiðslum á marga mánuði og hvort slíkt er leyft.

Hægt er að semja um greiðslu fyrir mörg mál í einu ef þau tilheyra sama kröfuhafa. Í mörgum tilvikum er hægt að ganga frá samkomulagi með sjálfvirkri ákvörðun sem tekur gildi strax. Í öðrum tilvikum, eins og til dæmis ef um lögheimtumál er að ræða, þá þurfum við að yfirfara umsóknina og ætti þá svar að berast alla jafna innan tveggja virkra daga á uppgefið netfang.

Veldu tiltekið mál sem þú vilt semja um og veldu hnappinn samkomulag og þá ætti síðan hér fyrir neðan að birtast. Ofarlega á samkomulagssíðunni er valmöguleikinn velja fleiri mál. Ef þú velur hann sérðu hvaða önnur mál þú gætir einnig haft með í þessu tiltekna samkomulagi.