Fáðu tilboð í þjónustu
Um okkur

Stefna Motus

Stefna

Heilbrigt efnahagslíf

Það er Motus metnaðarmál að „stuðla að heilbrigðu efnahagslífi“, þ.e. samfélagsleg ábyrgð þess snýst um að aðstoða fyrirtæki og neytendur við að eiga heilbrigð og örugg viðskipti. Takmark Motus er að framkvæma réttar aðgerðir á réttum tíma.

Motus auðveldar og hjálpar til við að skapa heilbrigt efnahagslíf með því að útvega fyrirtækjum þjónustu sem gerir viðskipti auðveld, örugg og sanngjörn. Hlutverk Motus í samfélaginu er að stuðla að því að greiðslur flæði á eðlilegan hátt.

Motus leitar lausna

Motus hvetur viðskiptavini sína til að stunda ábyrg viðskipti og nýta öll tiltæk ráð til að lágmarka hættuna á því að viðskiptavinir kaupi meira en þeir hafa getu til að greiða fyrir. Engu að síður koma alltaf upp einhver tilfelli þar sem verslað hefur verið umfram greiðslugetu, en þá aðstoðar Motus viðskipavini sína við að leysa málin.

Hlutverk Motus er ekki að vera til vandræða, heldur ganga samskipti þess við fólk út á að leita lausna. Starfsmenn Motus meðhöndla greiðendur af þeirri virðingu og kurteisi sem þeir verðskulda.

Motus lækkar vöruverð

Takmark Motus er að lágmarka þann kostnað sem vanskil og tapaðar viðskiptakröfur valda samfélaginu, en þann kostnað ber almenningur í formi hærra verðlags á vöru og þjónustu. Skilvirk innheimta stuðlar þannig að lægra verði á vöru og þjónustu til almennings.

Motus ver störf

Fáir vita að um 25% allra gjaldþrota í Evrópu má rekja til þess að fyrirtæki fá greitt of seint eða fá alls ekki greitt. Þetta leiðir til minni viðskipta, fækkunar starfa og hærra vöruverðs fyrir alla neytendur.

Við erum leiðandi aðili á Íslandi á sviði kröfustjórnunar (credit management services) og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á hágæða þjónustu byggða á áralangri reynslu okkar af ráðgjöf og innheimtu vanskilakrafna.

Merking Motus

MOTUS merkir á latínu „hreyfing“ eða „að hreyfa við/að hafa áhrif á“. Hlutverk MOTUS er að bæta fjárstreymi fyrirtækja allt frá sölu til þess að greiðsla hefur átt sér stað, þ.e. að skapa þessa hreyfingu. Merkingin fellur einnig vel að slagorðum félagsins sem jafnframt tákna hreyfingu, þ.e. „Við komum hreyfingu á peningana“ og „EKKI GERA EKKI NEITT“.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn Motus er að veita þjónustu á sviði kröfustjórnunar sem grundvölluð er á tæknilausnum og vinnubrögðum sem eru í takt við það sem best gerist í heiminum á hverjum tíma. Motus verður þannig ávallt að hafa á að skipa afburða starfsfólki og/eða nánum samstarfsaðilum með menntun og reynslu á sviði viðskipta, lögfræði og upplýsingatækni. Fólk með afburða færni og rétt hugarfar er forsenda allra framfara og framfarir eru forsenda langtíma arðsemi viðskiptavinum, starfsfólki, eigendum og samfélaginu öllu til góða.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun
Greiðendaþjónusta
440 7700
Greiðendavefur
Smelltu hér