Fræðsla Archives – Motus https://motus.is/category/fraedsla/ Við komum fjármagni á hreyfingu Thu, 07 Aug 2025 10:52:28 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.9 https://motus.is/wp-content/uploads/2022/07/cropped-favicon-green-1-32x32.gif Fræðsla Archives – Motus https://motus.is/category/fraedsla/ 32 32 Hvernig reiknast kostnaður á innheimtumál í frum- og milliinnheimtu? https://motus.is/hvernig-reiknast-kostnadur-a-innheimtumal/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=hvernig-reiknast-kostnadur-a-innheimtumal https://motus.is/hvernig-reiknast-kostnadur-a-innheimtumal/#respond Tue, 05 Nov 2024 10:00:47 +0000 https://motus.is/?p=6607 Viðskipti milli tveggja aðila byggja á trausti – sérstaklega ef t.d. vara eða þjónusta er seld út í reikning eða með greiðslufresti. Þá þarf seljandi að treysta því að kaupandi standi í skilum og gefur út kröfu með gjalddaga (dagsetningin sem greiða á kröfuna). Í lang flestum tilfellum ganga þessi viðskipti snuðrulaust fyrir sig og krafan er greidd á gjalddaga. Ef hins vegar krafan er ekki greidd á gjalddaga er talað um að hún sé komin í vanskil. Krafa í vanskilum ber dráttarvexti sem reiknast af höfuðstól kröfunnar frá gjalddaga og bætast við hana.

The post Hvernig reiknast kostnaður á innheimtumál í frum- og milliinnheimtu? appeared first on Motus.

]]>
Þegar krafa fellur í vanskil eru allar líkur á að kröfuhafinn reyni að innheimta kröfuna í þeim tilgangi að fá hana greidda. Hefðbundin innheimtustig eru tvö; frum- og milliinnheimta á fyrri stigum og löginnheimta á síðari stigum.

Þessi tvö stig eru talsvert ólík í eðli sínu. Þó markmiðið sé það sama – að vanskilakrafan verði greidd – eru aðferðirnar ólíkar. Þannig er megininntakið í frum- og milliinnheimtu að minna á að krafan sé í vanskilum og hvetja greiðandann til að standa við skuldbindinguna á meðan með löginnheimtunni er beitt aðferðum réttarfarslaga til þess að ná fram greiðslu.

Markmiðið með frum- og milliinnheimtu er að gera kröfuhöfum kleift að beita minna íþyngjandi innheimtuaðgerðum fyrst eftir vanskil, bæði honum og greiðandanum til hagsbóta. Það gengur yfirleitt eftir, en í langflestum tilvikum er milliinnheimta fullreynd áður en krafa er send lögfræðingi til innheimtu. Grunnstoðirnar eru í raun tvær, annars vegar sú að greiðandinn skuli bera kostnaðinn sem hlýst af innheimtunni og hins vegar að á fyrri stigum skuli þeim kostnaði stillt í hóf.

Dæmi um innheimtukostnað á máli í frum- og milliinnheimtu

Tímalína yfir það hvernig innheimtukostnaður reiknast á mál
Hér höfum við tekið saman dæmi um ógreidda kröfu upp á 100.000 kr. sem fer í vanskil. Sé krafan ógreidd fimm dögum eftir eindaga fær greiðandinn senda innheimtuviðvörun. Hún kostar greiðanda 950 kr. Sé krafan enn ógreidd 15 dögum eftir eindaga má segja að hið eiginlega innheimtuferli hefjist með svokallaðri milliinnheimtu. Milliinnheimta felur í sér þrjár áminningar til viðbótar við innheimtuviðvörun þar sem hver kostar greiðandann 5.900 kr. Ofan á þetta reiknast svo dráttavextir. Eftir 35 daga er höfuðstóll + innheimtukostnaður komin í 120.260 kr. Athugið að mismunandi er eftir kröfuhöfum hversu mörg bréf eru send og hversu langt líður á milli, og hvort virðisaukasakttur er innheimtur eða ekki. Sjá einnig: Verðskrá frum-og milliinnheimtu

Ef krafa fer í gegnum allt milliinnheimtuferlið án þess að hún greiðist er kröfuhafanum yfirleitt nauðugur einn kostur að halda áfram innheimtuaðgerðum. Þá er líka yfirleitt nokkuð langur tími liðinn frá gjalddaga. Næstu skref felast í flestum tilvikum í löginnheimtu, sem getur verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir bæði greiðandann og kröfuhafann. Þess vegna er yfirleitt allt kapp lagt á að ná fram lausn áður en til þess kemur.

Fékkstu bréf frá okkur?

Ef þú hefur fengið bréf frá okkur vegna ógreidds reiknings hvetjum við þig til að kanna hvaða möguleikar standa þér til boða til að greiða skuldina og þar með forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir. Á Mínum síðum getur þú hvenær sem er skoðað stöðu þinna mála, greitt upp kröfur, dreift greiðslum og sótt um greiðslufrest. Skuldar þú meira en þú ræður við að greiða? Þér eru ýmsar leiðir færar og það er alltaf betra að heyra í okkur sem allra fyrst.

The post Hvernig reiknast kostnaður á innheimtumál í frum- og milliinnheimtu? appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/hvernig-reiknast-kostnadur-a-innheimtumal/feed/ 0
Vanskil hjá sveitarfélögunum https://motus.is/sveitarfelog/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sveitarfelog https://motus.is/sveitarfelog/#respond Wed, 09 Oct 2024 20:39:37 +0000 https://motus.is/?p=6314 Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

The post Vanskil hjá sveitarfélögunum appeared first on Motus.

]]>
Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og þrátt fyrir aukningu í vanskilum undanfarna mánuði hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur.

Fram á mitt ár 2021 minnkuðu vanskil mikið og hafa haldist nokkuð stöðug eftir það, en haustið 2023 tókum við þó að greina smávægilega aukningu í vanskilum hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þrátt fyrir aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra drógust alvarleg vanskil heimila enn saman og í september í fyrra höfðu þau dregist saman um 47% frá árinu 2019.

(Hugtakið vanskil hér á við um kröfur sem eru ógreiddar á eindaga og alvarleg vanskil á við um kröfur sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga.)

Það sem af er ári 2024 hefur þó dregið til tíðinda og nú má greina vaxandi vanskil hjá heimilum jafnt sem fyrirtækjum. Mest hefur aukningin þó verið í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, en þar nemur hlutfallsleg aukning um 20% á milli ára. Eru nú 2,61% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum en voru 2,18% á sama tíma í fyrra.  Árið 2019 voru 3,25% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum, þannig að staðan nú er enn töluvert betri en þá.

Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

Alvarleg vanskil hafa hins vegar sögulega verið meiri hjá sveitarfélögunum en öðrum viðskiptavinum Motus síðustu ár. Það sem meira er eru alvarleg vanskil almennt að aukast töluvert á árinu. Nú er þó aðra sögu að segja hjá sveitarfélögum því alvarleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna eru nú minni en annarra viðskiptavina Motus í fyrsta sinn í nokkur ár.

Árleg vanskil – allir

 

Alvarleg vanskil – allir

 

En hverjir eru það sem lenda helst í vanskilum?

Ef við rýnum vanskil sveitarfélaganna út frá aldurshópum má sjá að aldurshóparnir 19-30 ára og 60 ára og eldri standa einna best og lenda sjaldnar í vanskilum en aðrir. Það virðist því vera að fólk á miðjum aldri, 31 – 60 ára, lendi frekar í vanskilum og sérstaklega hjá sveitarfélögunum. Virðist það eiga við um bæði vanskil og alvarleg vanskil.

Vanskil – 19-30 og 60+

Vanskil – 31-60

Alvarleg vanskil – 19-30 og 60+

Alvarleg vanskil – 31-60

Fjölskyldusamsetning

Í því samhengi er líka áhugavert að sjá að barnafólk virðist eiga erfiðara með að standa í skilum við sveitarfélögin en einstaklingar á barnlausum heimilum. Með þeirri undantekningu þó að á þessu ári virðist barnafólk síður lenda í alvarlegum vanskilum en áður.

Vanskil – Barnafólk

Vanskil – Barnlausir

Alvarleg vanskil – Barnafólk

Alvarleg vanskil – Barnlausir

 

 

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónustar 38 sveitafélög um allt land. Hjá Motus starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf til sveitarfélaga. Við hvetjum ykkur til að hafa samband fyrir lykiltölur þíns sveitarfélags eða ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur sveitarfélagsins. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér. Greiningin hér að ofan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

The post Vanskil hjá sveitarfélögunum appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/sveitarfelog/feed/ 0
Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum? https://motus.is/vanskil-og-vanskil/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=vanskil-og-vanskil https://motus.is/vanskil-og-vanskil/#respond Thu, 03 Oct 2024 11:03:45 +0000 https://motus.is/?p=6276 Í ljósi aukinnar umfjöllunar um vanskil er mikilvægt að átta sig á því að fólk er ekki endilega að tala um sömu hlutina þótt sama orðið – vanskil – sé notað. Það eru nefnilega mismunandi skilgreiningar á vanskilum og mismunandi mælikvarðar til að mæla vanskil og greiðsluerfiðleika í hagkerfinu. Þeir hafa allir sína kosti og galla og því mikilvægt að átta sig á muninum á vanskilum og vanskilum, ef svo má að orði komast.

The post Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum? appeared first on Motus.

]]>
Í ljósi aukinnar umfjöllunar um vanskil er mikilvægt að átta sig á því að fólk er ekki endilega að tala um sömu hlutina þótt sama orðið – vanskil – sé notað. Það eru nefnilega mismunandi skilgreiningar á vanskilum og mismunandi mælikvarðar til að mæla vanskil og greiðsluerfiðleika í hagkerfinu. Þeir hafa allir sína kosti og galla og því mikilvægt að átta sig á muninum á vanskilum og vanskilum, ef svo má að orði komast.

Greiningar okkar á vanskilum byggja á gríðarstóru gagnasafni, en viðskiptavinir Motus gefa alls út 1,1 milljón krafna í hverjum mánuði og við fylgjumst með þeim öllum. Kröfuhafarnir eru um 450 í hverjum mánuði og greiðendur um 280.000. Kröfurnar geta verið vegna margs konar lánveitinga eða kaupa á vörum og þjónustu, t.d. afborganir af neyslulánum, áskriftir eða fasteignagjöld svo eitthvað sé nefnt.

Við mælum vanskil annars vegar sem hlutfall krafna sem eru ógreiddar eftir eindaga og hins vegar sem hlutfall krafna sem eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Fyrri mælikvarðann köllum við einfaldlega vanskil og hinn alvarleg vanskil.

Vanskil (eftir eindaga). Eindagi er lokadagsetning umsamins greiðslufrests og sé krafa ógreidd eftir eindaga er því um að ræða fyrstu daga vanskila. Hér er mikilvægt að átta sig á því að enn getur verið að greiðandinn sé bæði með greiðsluvilja og greiðslugetu þótt krafa sé ekki greidd á eindaga. Mikill meirihluti þessara krafna greiðist á þessum fyrstu dögum og oft við fyrstu áminningu. Þetta er því nokkuð kvikur mælikvarði á hvort fólk og fyrirtæki geti greitt reikningana sína um mánaðarmót.

Alvarleg vanskil skilgreinum við þannig að krafa sé enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga. Þegar hér er komið í ferlinu hefur greiðandi yfirleitt fengið a.m.k. 2-3 áminningar um vanskil og því orðið líklegra að nú skorti annað hvort greiðsluvilja eða greiðslugetu. Þegar hér er komið í innheimtuferlinu getur krafan farið í lögfræðiinnheimtu með tilheyrandi kostnaði og lögformlegum aðgerðum.

Munurinn á vanskilum og alvarlegum vanskilum er að vanskil geta verið vísbending um að greiðandi sé að sigla inn í greiðsluvanda sem getur undið upp á sig, en getur líka einfaldlega verið merki um að útgjöld einn mánuð hafi verið meiri en venjulega eða að viðkomandi hafi gleymt sér. Sveiflur milli mánaða eru því mun meiri í þessum mælikvarða en hinum. Alvarleg vanskil eru hins vegar þess eðlis að greiðandi getur ekki – eða vill ekki – greiða kröfu þrátt fyrir áminningar. Mikil eða stigvaxandi aukning í alvarlegum vanskilum er því skýrari vísbending um aukinn greiðsluvanda í samfélaginu.

Aðrar leiðir eru færar til að skoða greiðslugetu heimila og fyrirtækja almennt. Ein slík er að skoða skráningar á Vanskilaskrá Creditinfo. Á vanskilaskrá eru upplýsingar um vanskil einstaklinga og lögaðila, ásamt upplýsingum um innheimtuaðgerðir. Aðilum, sem eru með samning um innsendingu vanskilamála við Creditinfo, býðst að skrá mál á vanskilaskrána að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Höfuðstóll vanskila þarf að nema að lágmarki 50.000 krónum og þarf löginnheimta að vera hafin. Sé ágreiningur um kröfuna má ekki skrá hana á vanskilaskrá. Það er því einungis lítill hluti vanskila sem ratar á Vanskilaskrá. Hins vegar má leiða að því líkum að sé krafa komin á vanskilaskrá skorti greiðanda óumdeilanlega greiðslugetu. Samkvæmt nýlegu bloggi á vef Creditinfo hefur skráningum á vanskilaskrá lítið fjölgað upp á síðkastið.

Eins er hægt að skoða vanskil í bankakerfinu, en það er einn mælikvarðanna sem Seðlabankinn horfir til við ákvörðun stýrivaxta. Tvennt ber að athuga með vanskil í bankakerfinu. Annars vegar er það sú staðreynd að stór hluti útlána banka til einstaklinga liggur í fasteignalánum. Reynslan sýnir að fólk gerir allt hvað það getur til að standa skil á fasteignalánum og frestar frekar greiðslu annarra skulda til að greiða af fasteignaláni. Séu þessi lán komin í vanskil er það því til marks um verulega rýrnun greiðslugetu. Hins vegar eru vanskil á fasteignalánum ekki merkt sem vanskil í kerfinu fyrr en eftir a.m.k. 90 daga – eða þrjá ógreidda gjalddaga. Þetta tvennt; eðli útlánanna og lengd vanskilanna þýðir að vanskil í bankakerfinu mæla illa almennan greiðsluvanda, heldur eru frekar mælikvarði á hversu margir greiðendur séu komnir í alger óefni og nær ófærir um að standa í skilum.

Þróun vanskila
Með allt þetta í huga er áhugavert að skoða nýjustu tölurnar okkar um vanskil og alvarleg vanskil. Við sjáum að 6 mánaða meðaltal vanskila hefur lækkað m.v. síðustu mánuði en að aukning milli ára fyrir sömu mánuði hefur ca. staðið í stað eða lækkað lítilega milli mánaða. Vanskil eru enn töluvert hærri en þau voru sömu mánuði s.l. 2 ár – sérstaklega alvarlegu vanskilin – þó þau séu enn ekki komin á sama stað og fyrir Covid.

Alvarleg vanskil
Graf

Vanskil
Graf

Ef við skoðum alvarleg vanskil einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar sjáum við að þau hafa lækkað lítillega m.v. síðan þau náðu hápunkti í júlí. Þau eru þó enn töluvert yfir sl. 2-3 árum. Síðasta grafið sýnir heildar-aukninguna milli ára fyrir þessa tvo hópa greiðenda. Aftur erum við að horfa á 6 mánaða meðaltal.

Alvarleg vanskil einstaklinga
Graf

Alvarleg vanskil fyrirtækja
Graf

Árleg alvarleg vanskil einstaklinga
Graf

Góðu fréttirnar eru þær að sú aukning í vanskilum sem við sáum í vor heldur ekki áfram þó vanskil séu enn hærri en sl. 2 ár. Með því að horfa á 12 mánaða meðaltal vanskila, sést skýr þróun uppávið í alvarlegum vanskilum og með að horfa á samanburð á milli einstaklinga og fyrirtækja sést að sú aukning er fyrst og fremst drifin áfram af fyrirtækjum.

Alment – Alvarleg vanskil
Graf

Almennt – Vanskil
Graf

Alvarleg vanskil einstaklinga
Graf

Alvarleg vanskil fyrirtækja
Graf

The post Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum? appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/vanskil-og-vanskil/feed/ 0
Fáðu tölvupóst frekar en bréfpóst frá Motus https://motus.is/viltu-tolvupost-frekar-en-brefpost-fra-motus/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=viltu-tolvupost-frekar-en-brefpost-fra-motus https://motus.is/viltu-tolvupost-frekar-en-brefpost-fra-motus/#respond Mon, 04 Mar 2024 15:14:29 +0000 https://motus.is/?p=5221 Motus býður greiðendum að fá innheimtubréf send í tölvuósti, í stað bréfpósts. Slíkt flýtir fyrir að áminning berist og getur orðið til þess að hægt er að ganga fyrr frá skuldinni og þannig koma í veg fyrir frekari kostnað og óþægindi.

The post Fáðu tölvupóst frekar en bréfpóst frá Motus appeared first on Motus.

]]>
Það getur tekið í kringum fimm daga fyrir bréfpóst að berast og því ákjósanlegra að fá slíkar áminningar í tölvupósti. Þú einfaldlega skráir þig inn með rafrænum skilríkjum á Mínar síður og velur að nota framvegis tölvupóst í samskiptum við okkur. Jafnframt getur þú á Mínum síðum séð hvaða möguleikar þér bjóðast til að ganga frá útistandandi skuldum, samanber að fresta eða dreifa greiðslum.

Um innheimtu

Það getur komið fyrir alla að gleyma að greiða reikning. Ef það gerist þá ber kröfuhafa samkvæmt lögum 95/2008 að senda innheimtuviðvörun til greiðanda þar sem viðkomandi er hvatur til að ganga frá greiðslu sem fyrst ellegar þurfi að grípa til frekari kostnaðarsamra innheimtuaðgerða. Í framhaldinu senda svo flest fyrirtæki 1 til 3 bréf til frekari áminningar ef skuld er áfram ógreidd áður en farið er í frekari aðgerðir.

The post Fáðu tölvupóst frekar en bréfpóst frá Motus appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/viltu-tolvupost-frekar-en-brefpost-fra-motus/feed/ 0
Allt um frum- og milliinnheimtu https://motus.is/alltumfrumogmilliinnheimtu/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=alltumfrumogmilliinnheimtu https://motus.is/alltumfrumogmilliinnheimtu/#respond Wed, 25 Jan 2023 12:51:33 +0000 https://motus.is/?p=3519 Þegar krafa fellur í vanskil eru allar líkur á að kröfuhafinn reyni að innheimta kröfuna í þeim tilgangi að fá hana greidda. Segja má að hefðbundin innheimtustig séu tvö; frum- og milliinnheimta á fyrri stigum og löginnheimta á síðari stigum.

The post Allt um frum- og milliinnheimtu appeared first on Motus.

]]>
Viðskipti milli tveggja aðila byggja á trausti – sérstaklega ef t.d. vara eða þjónusta er seld út í reikning eða með greiðslufresti. Þá þarf seljandi (hér eftir nefndur kröfuhafi) að treysta því að kaupandi (hér eftir nefndur greiðandi) standi í skilum og gefur út kröfu með gjalddaga (dagsetningin sem greiða á kröfuna). Í þessari umfjöllun göngum við út frá því að eindagi sé alltaf sá sami og gjalddagi.

Í lang flestum tilfellum ganga þessi viðskipti snuðrulaust fyrir sig og krafan er greidd á gjalddaga. Ef hins vegar krafan er ekki greidd á gjalddaga er talað um að hún sé komin í vanskil. Krafa í vanskilum ber dráttarvexti sem reiknast af höfuðstól kröfunnar frá gjalddaga og bætast við hana.

Þegar krafa fellur í vanskil eru allar líkur á að kröfuhafinn reyni að innheimta kröfuna í þeim tilgangi að fá hana greidda. Með smávægilegri einföldun má segja að hefðbundin innheimtustig séu tvö; frum- og milliinnheimta á fyrri stigum og löginnheimta á síðari stigum.

Þessi tvö stig eru talsvert ólík í eðli sínu. Þó markmiðið sé það sama – að vanskilakrafan verði greidd – eru aðferðirnar ólíkar. Þannig er megininntakið í frum- og milliinnheimtu að minna á að krafan sé í vanskilum og hvetja greiðandann til að standa við skuldbindinguna á meðan með löginnheimtunni er beitt aðferðum réttarfarslaga til þess að ná fram greiðslu.

Markmiðið með frum- og milliinnheimtu er að gera kröfuhöfum kleift að beita minna íþyngjandi innheimtuaðgerðum fyrst eftir vanskil, bæði honum og greiðandanum til hagsbóta. Það gengur yfirleitt eftir, en í langflestum tilvikum er milliinnheimta fullreynd áður en krafa er send lögfræðingi til innheimtu. Grunnstoðirnar eru í raun tvær, annars vegar sú að greiðandinn skuli bera kostnaðinn sem hlýst af innheimtunni og hins vegar að á fyrri stigum skuli þeim kostnaði stillt í hóf.

Upphaf innheimtu

Það er á þessum grunni sem á Alþingi hafa verið sett lög um frum- og milliinnheimtu, innheimtulög nr. 95/2008, en þar er að finna fyrirmæli um hvernig þeim sem innheimta kröfur er skylt að bera sig að. Ákvæði laganna hafa þá líka mótað með afgerandi hætti hvaða aðferðum er beitt í innheimtunni.

Í lögunum er sérstaklega tekið fram að áður en innheimta geti hafist skuli senda skriflega viðvörun um að ef krafan verði ekki greidd innan tíu daga megi vænta frekari innheimtuaðgerða. Þessa viðvörun skal senda bréflega og á skráð lögheimili greiðandans.

Eins og heitið mögulega ber með sér er krafan á þessu stigi ekki komin í eiginlega innheimtu heldur er verið að vara við því að verði hún ekki greidd verði hún innheimt. Þetta stig – viðvörunin – er kallað fruminnheimta. Hún getur verið send bæði af kröfuhafanum sjálfum eða ytri innheimtuaðila en efnið er alltaf í meginatriðum hið sama. Kostnaður sem leggst á kröfuna á þessu stigi eru dráttarvextir og kostnaður skv. innheimtulögum vegna útsendingu bréfsins.

Krafa fer í milliinnheimtu

Ef krafan er ekki greidd þrátt fyrir innheimtuviðvörunina hefst hin eiginlega innheimta í kjölfarið. Yfirleitt er næsta skrefið milliinnheimta, sem felst í frekari áminningum, bæði bréflega og símleiðis. Sumir kröfuhafar sinna milliinnheimtunni sjálfir á meðan aðrir leita til sérhæfðra ytri innheimtuaðila, sem öðru jöfnu eru með leyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Bréf í milliinnheimtu eru allt að þrjú. Efni þeirra er í öllum meginatriðum sambærilegt efni innheimtuviðvörunarinnar; kjarninn er lýsing á kröfunni og áskorun um að greiða hana, ella megi vænta frekari aðgerða. Þá er fresturinn líka sá sami, tíu dagar.

Við bréflegu áminningarnar bætist svo að á meðan á milliinnheimtuferlinu stendur er vanalega gerð tilraun til að ná sambandi við greiðandann símleiðis. Tilgangurinn með símtalinu er að ræða við greiðandann um að málið sé í vanskilum og leita leiða með honum til að finna haganlega lausn. Á þessu stigi eru enda yfirleitt ýmis úrræði í boði til að hjálpa greiðendum sem finna sig í þeirri stöðu að hafa misst kröfu í vanskil: Til að mynda er hægt að ganga frá samkomulagi um greiðsludreifingu þar sem krafan er gerð upp með mánaðarlegum afborgunum eða semja um að fresta frekari innheimtu-aðgerðum í skamma stund þegar greiðsluörðugleikarnir eru tímabundnir. Kostnaður sem leggst á kröfuna í milliinnheimtu tekur samkvæmt reglugerð mið af fjölda aðgerða, til dæmis bréfa sem eru send eða símtala, en fyrir hverja þeirra leggst hóflegt gjald við kröfuna.

Ef krafa fer í gegnum allt milliinnheimtuferlið án þess að hún greiðist er kröfuhafanum yfirleitt nauðugur einn kostur að halda áfram innheimtuaðgerðum. Þá er líka yfirleitt nokkuð langur tími liðinn frá gjalddaga. Næstu skref felast í flestum tilvikum í löginnheimtu, sem getur verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir bæði greiðandann og kröfuhafann. Þess vegna er yfirleitt allt kapp lagt á að ná fram lausn áður en til þess kemur.

Fékkstu bréf frá okkur?

Ef þú hefur fengið bréf frá okkur vegna ógreidds reiknings hvetjum við þig til að kanna hvaða möguleikar standa þér til boða til að greiða skuldina og þar með forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir. Á Mínum síðum getur þú hvenær sem er skoðað stöðu þinna mála, greitt upp kröfur, dreift greiðslum og sótt um greiðslufrest. Skuldar þú meira en þú ræður við að greiða? Þér eru ýmsar leiðir færar og það er alltaf betra að heyra í okkur sem allra fyrst.

The post Allt um frum- og milliinnheimtu appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/alltumfrumogmilliinnheimtu/feed/ 0