Blogg

Fáðu tölvupóst frekar en bréfpóst frá Motus

Motus býður greiðendum að fá innheimtubréf send í tölvuósti, í stað bréfpósts. Slíkt flýtir fyrir að áminning berist og getur orðið til þess að hægt er að ganga fyrr frá skuldinni og þannig koma í veg fyrir frekari kostnað og óþægindi.

Það getur tekið í kringum fimm daga fyrir bréfpóst að berast og því ákjósanlegra að fá slíkar áminningar í tölvupósti. Þú einfaldlega skráir þig inn með rafrænum skilríkjum á Mínar síður og velur að nota framvegis tölvupóst í samskiptum við okkur. Jafnframt getur þú á Mínum síðum séð hvaða möguleikar þér bjóðast til að ganga frá útistandandi skuldum, samanber að fresta eða dreifa greiðslum.

 


 

Um innheimtu

Það getur komið fyrir alla að gleyma að greiða reikning. Ef það gerist þá ber kröfuhafa samkvæmt lögum 95/2008 að senda innheimtuviðvörun til greiðanda þar sem viðkomandi er hvatur til að ganga frá greiðslu sem fyrst ellegar þurfi að grípa til frekari kostnaðarsamra innheimtuaðgerða. Í framhaldinu senda svo flest fyrirtæki 1 til 3 bréf til frekari áminningar ef skuld er áfram ógreidd áður en farið er í frekari aðgerðir.