Jafnlaunastefna Motus

Það er stefna Motus ehf. (hér eftir Motus) að allt starfsfólk njóti jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf. Markmið er að óútskýrður launamunur sé ekki til staðar. Til að fylgja eftir jafnlaunastefnu skuldbindur Motus sig til að fylgja íslenska staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi ásamt því að fylgja markmiðum, lögum, reglum og tilmælum er varða jafnan rétt.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks og allrar starfsemi Motus og móðurfélags þess Greiðslumiðlunar Íslands. Starfsfólk og starfsemi Lögheimtunnar og Pacta falla einnig undir jafnlaunakerfið.

Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu og að hún sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Stefnan er kynnt stjórn, stjórnendum og starfsfólki og er einnig aðgengileg á heimasíðu Motus. Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna Motus. Jafnlaunastefnan er samþykkt og rýnd af framkvæmdastjórn.

Motus endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til en að lágmarki á þriggja ára fresti.

Reykjavík, 14.02.2024.

Merki jafnlaunavottunnar