Greiningar

Greiðsluhraði minnkar í fyrsta sinn frá 2012

Frá árinu 2012 höfum við séð greiðsluhraða aukast frá ári til árs. Þeirri þróun lauk árið 2022, þegar greiðsluhraði lækkaði í fyrsta sinn.

Kynning á viðskiptavef innheimtuþjónustu

Viðskiptavinir Motus og Lögheimtunnar hafa aðgang að viðskiptavefnum þar sem hægt er að fylgjast með framgangi mála í innheimtuþjónustu. Við höfum tekið saman kynningu varðandi notkun vefsins.

Kynning á þjónustuvef kröfufjármögnunnar

Á þjónustuvef fyrir kröfufjármögnun getur þú óskað eftir tilboði í fjármögnun og fylgst með stöðu mála. Við höfum tekið saman stutta umfjöllun um vefinn og myndband um notkun hans.


Meira spurt og svarað

Spurt og svarað um innheimtu

Af hverju er rukkaður virðisaukaskattur af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Eru til staðar samþættingar milli Motus og bókhaldskerfa?

Flest hugbúnaðarfyrirtækin hafa sérsniðið lausn í algengustu útgáfur viðskiptahugbúnaðarkerfa sem gerir notendum mögulegt að senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár frá Motus beint inn í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Mikill tími og vinna sparast með þessu, auk þess sem komið er í veg fyrir villur sem geta átt sér stað við innslátt upplýsinga. Með uppsetningu á slíkri lausn flæða upplýsingar einfaldlega milli kerfa. Samþætting eykur möguleika þeirra viðskiptalausna sem þegar eru í notkun með því að opna nýjar leiðir til sjálfvirkrar skráningar. Slík sjálfvirkni hefur þannig í för með sér aukið hagræði.

Fréttabréf Motus

Skráðu þig á póstlista Motus og fáðu reglulega sendar nýjustu fréttir, fræðslu og greiningar.