FræðslaGreiningar

Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum?

Í ljósi aukinnar umfjöllunar um vanskil er mikilvægt að átta sig á því að fólk er ekki endilega að tala um sömu hlutina þótt sama orðið – vanskil – sé notað. Það eru nefnilega mismunandi skilgreiningar á vanskilum og mismunandi mælikvarðar til að mæla vanskil og greiðsluerfiðleika í hagkerfinu. Þeir hafa allir sína kosti og galla og því mikilvægt að átta sig á muninum á vanskilum og vanskilum, ef svo má að orði komast.

Allar fréttir              

Viðskiptavinir Motus og Lögheimtunnar hafa aðgang að þjónustuvef þar sem hægt er að fylgjast með framgangi mála í innheimtu. Við höfum tekið saman kynningu varðandi notkun vefsins.

Meira spurt og svarað   

Spurt og svarað

Af hverju er rukkaður virðisaukaskattur af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Eru til staðar samþættingar milli Motus og bókhaldskerfa?

Flest hugbúnaðarfyrirtækin hafa sérsniðið lausn í algengustu útgáfur viðskiptahugbúnaðarkerfa sem gerir notendum mögulegt að senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár frá Motus beint inn í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Mikill tími og vinna sparast með þessu, auk þess sem komið er í veg fyrir villur sem geta átt sér stað við innslátt upplýsinga. Með uppsetningu á slíkri lausn flæða upplýsingar einfaldlega milli kerfa. Samþætting eykur möguleika þeirra viðskiptalausna sem þegar eru í notkun með því að opna nýjar leiðir til sjálfvirkrar skráningar. Slík sjálfvirkni hefur þannig í för með sér aukið hagræði.

Fyrir hvers konar kröfur hentar kröfuvaktin?

  • Kröfur sem ekki innheimtast í milliinnheimtuferli og eru of lágar til að innheimta með löginnheimtu og kröfur sem ekki er talið vænlegt að senda í löginnheimtu sökum eignaleysis skuldara.
  • Uppsafnaðar kröfur í innheimtudeildum fyrirtækja sem ekki hafa fengist greiddar þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir.
  • Kröfur sem ekki hafa fengist greiddar þrátt fyrir löginnheimtu.

Fréttabréf Motus

Skráðu þig á póstlista Motus og fáðu reglulega sendar nýjustu fréttir, fræðslu og greiningar.