Um innheimtustarfsemi gilda lög nr. 95/2008 og reglulegerð nr. 37/2009, sem meðal annars kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Innheimtuaðgerðir skiptast í þrjú mismunandi stig, fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu. Hér má sjá mynd af því hvernig mál sem greiðist ekki fyrir eindaga fer í gegnum dæmigert innheimtuferli.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga fer málið í fruminnheimtu þar sem skuldara er send skrifleg tilkynning um að sé krafan ekki greidd innan tiltekins frests þá megi vænta frekari aðgerða.
Fáist krafa ekki greidd þrátt fyrir innheimtuviðvörun fer hún oftast í milliinnheimtu, sem felst að jafnaði í allt að þremur tilkynningum og símtali.
Löginnheimta felst í aðgerðum samkvæmt úrræðum réttarfarslaga, til að mynda málshöfðun fyrir dómi og fullnustugerðum hjá sýslumanna. Löginnheimta er framkvæmd af lögmönnum og um hana fer skv. lögmannalögum nr. 77/1998.