Hagkvæmasta kröfustofnunin

Nú geta viðskiptavinir okkar stofnað kröfur á þægilegan og hagkvæman hátt með Motus. Kröfurnar eru tengdar við kröfupott RB og birtast greiðendum í netbanka og bókhaldskerfi.

Greitt er eitt gjald 99 kr. fyrir hverja stofnaða kröfu og er þá allt innifalið, s.s. greiðslugjald, breytingar eða niðurfellingar.

Kostir kröfustofnunar með Motus

Betri kjör í krafti Motus

Kröfustofnun Motus er ódýrari en að tengjast beint í gegnum bankann. Á hverju ári stofna viðskiptavinir Motus í kringum 13 milljónir krafna og það er í krafti þess fjölda að við getum boðið lægri verð en áður hefur sést hérlendis – eitt gjald og allt innifalið.

Auðvelt og einfalt

Ferlið er einkar auðvelt og þægilegt. Þú einfaldlega uppfærir stillingar í bókhaldskerfi félagsins og getur eftir það stofnað kröfur beint úr því auk þess að hafa góða yfirsýn yfir þær á þjónustuvef okkar.

Allt í rauntíma

Þegar krafa er stofnuð í gegnum bókhaldskerfi þá birtist hún í heimabanka greiðanda samstundis. Sömuleiðis færðu að vita í rauntíma þegar krafan er greidd.

Þægileg yfirsýn á þjónustuvef

Þeir sem tengjast kröfustofnun Motus með vefþjónustu geta stofnað kröfur og fylgst með stöðu greiðslna úr eigin bókhaldskerfi í rauntíma. Sömuleiðis er hægt að skoða yfirlit yfir allar kröfur á þjónustuvef Motus með öflugri leit og ítarlegum upplýsingum um þróun krafna.

 

Spurt og svarað

Hvernig tengst félagið mitt kröfustofnun Motus?

Ferlið er eftirfarndi:
1. Þú óskar eftir að koma í kröfustofnun hjá Motus.
2. Við sendum ykkur rafræn skjöl til undirritunar.
3. Þú tilkynnir Motus hvaða auðkenni þið viljið nota.
4. Við sendum ykkur upplýsingar um hvernig þið tengist vefþjónustunni.
5. Göngum frá stillingum og þið getið byrjað að stofna kröfur.

Hvaða auðkenni eru notuð fyrir kröfustofnun?

Óháð hver er viðskiptabankinn þinn þá þarftu að tilkynna okkur hvaða auðkenni þú vilt nota fyrir kröfustofnun með Motus. Í meðfylgjandi myndbandi eru leiðbeiningar um það hvar þú getur nálgast upplýsingar um þau auðkenni sem félagið þitt á.

Hvaða bókhaldkerfum getið þið tengst?

Öll bókhaldskerfum ættu að geta tengst kröfustofnun Motus. Við látum ykkur hafa upplýsingar um hvaða stillingar þarf að uppfæra í bókhaldskerfinu til að tengjast og er þá hægt að stofna kröfur á sama hátt og þið hafið mögulega þegar gert beint í bankann.

Hvað tekur langan tíma frá því að krafa er stofnuð og þar til að hún birtist í netbanka greiðanda?

Það gerist í rauntíma. Þannig ætti krafa sem þú stofnar að birtast nánast samstundis í netbanka greiðanda.

Hafa samband

Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu og við höfum samband um hæl.