Kröfustofnun Motus er ódýrari en að tengjast beint í gegnum bankann. Á hverju ári stofna viðskiptavinir Motus í kringum 13 milljónir krafna og það er í krafti þess fjölda að við getum boðið lægri verð – eitt gjald og allt innifalið.
Ferlið er einkar auðvelt og þægilegt. Þú einfaldlega uppfærir stillingar í bókhaldskerfi félagsins og getur eftir það stofnað kröfur beint úr því auk þess að hafa góða yfirsýn yfir þær á þjónustuvef okkar.
Þegar krafa er stofnuð í gegnum bókhaldskerfi þá birtist hún í heimabanka greiðanda samstundis. Sömuleiðis færðu að vita í rauntíma þegar krafan er greidd.
Þeir sem tengjast kröfustofnun Motus með vefþjónustu geta stofnað kröfur og fylgst með stöðu greiðslna úr eigin bókhaldskerfi í rauntíma. Sömuleiðis er hægt að skoða yfirlit yfir allar kröfur á þjónustuvef Motus með öflugri leit, breyta þeim eða fella niður.
Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu og við höfum samband um hæl.