Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu. Hlutverk Motus er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur fólks um allt land sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar og við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að styrkja sem mest gæði kröfustýringar og að hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja. Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.
Hægt er að senda inn almenna umsókn um starf hjá Motus, Lögheimtunni og Greiðslumiðlun. Öllum umsóknum er svarað og gilda þær í sex mánuði eftir móttöku þeirra.