Vinnustaðurinn

Motus er á spennandi vegferð sem miðar að því að finna nýjar leiðir til að styrkja gæði kröfuþjónustu, svo hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja á landinu öllu. Hlutverk Motus er að koma fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt. Við beitum til þess nýjustu tækni og sérþekkingu og leitum stöðugt hagkvæmustu lausna í þágu viðskiptavina og samfélags. Hér er fjölbreyttur hópur fólks sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku þar sem jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfsseminnar. Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.

Hægt er að senda inn almenna umsókn um starf hjá Motus, Lögheimtunni og Greiðslumiðlun. Öllum umsóknum er svarað og gilda þær í sex mánuði eftir móttöku þeirra.

  • Við bjóðum skemmtilegt starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki.
  • Við störfum af heilindum og fagmennsku - þannig náum við árangri.
  • Hjá Motus leggjum við áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

Störf í boði

Sérfræðingur í þjónustu

Við leitum að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og drífandi liðsfélaga með ríka þjónustulund til að sinna þjónustu fyrir Motus og Lögheimtuna. Starfið felst í að þjónusta viðskiptavini og greiðendur með fjölbreyttum hætti. Viðkomandi þarf að hafa metnað og áhuga á að vinna í teymi og vera virkur þátttakandi í að móta þjónustu til framtíðar. Sækja um: Sérfræðingur í þjónustu

Þjónustufulltrúi í löginnheimtu

Við leitum að skipulögðum og sjálfstæðum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði lögfræðilegrar innheimtu fyrir Lögheimtuna, sem er samstarfsaðili Motus í löginnheimtu. Sækja um: Þjónustufulltrúi í löginnheimtu

Þjónustufulltrúi

Við leitum að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og drífandi liðsfélaga með ríka þjónustulund til að sinna þjónustu fyrir Motus og Lögheimtuna. Starfið felst í að þjónusta viðskiptavini og greiðendur með fjölbreyttum hætti. Viðkomandi þarf að hafa metnað og áhuga á að vinna í teymi og vera virkur þátttakandi í að móta þjónustu til framtíðar. Sækja um: Þjónustufulltrúi