Í boði er að senda innheimtubréf með stafrænum hætti sem hefur mikla kosti í formi hraðari og áhrifaríkari samskipta, auk þess að vera umhverfisvænari kostur. Meira um stafræna innheimtu
Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis og framkvæma helstu aðgerðir.
Þú hefur góða sýn yfir stöðu þín félags á þjónustuvefnum þar sem hægt er að framkvæma helstu aðgerðir, til dæmis að fresta máli eða afturkalla. Einnig er hægt að nálgast gögn vegna uppgjörs mála.
Góðir innheimtuhættir eru leiðarljós í samskiptum okkar við viðskiptavini þína. Greiðendur geta nálgast upplýsingar um sín mál, óskað eftir fresti eða dreift greiðslum á Mínum síðum eða leitað til þjónustu okkar.
Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig innheimtuviðvörun er send greiðanda fimm dögum eftir eindaga í nafni kröfuhafa. Ef það ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur áminningum frá Motus.
„Frábær þjónusta er það sem einkennir Motus einna helst í mínum huga. Við þurfum lítið að gera eftir að við höfum keyrt reikninga okkar megin. Þetta gengur algjörlega eins og smurð vél. Þjónustan er persónuleg og sniðin að rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið spilar þarna stóran part og mikil þekking býr þar að baki.“
Anna Lára Sigurðardóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo
Motus býður upp á tengingar við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun eða eiga örugg samskipti.