Komdu í viðskipti

Motus hefur að bjóða heildstætt og skilvirkt innheimtuferli. Við tengjumst banka viðskiptavina okkar þannig að kröfur sem ekki greiðast á eindaga berast sjálfvirkt í okkar kerfi. Einnig eru í boði sérlausnir þar sem umfangið er meira.

Svona virkar innheimtuferillinn

Hefðubundið innheimtuferli felur í sér að fimm dögum eftir eindaga kröfu, sendum við fyrstu innheimtuviðvörun í nafni ykkar félags. Ef hún ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur innheimtubréfum og símhringingu frá Motus. Sé krafan áfram ógreidd, fer fram sjálfvirkt mat á því hvort hún fari í löginnheimtu eða skuli fylgt eftir með kröfuvakt.

Mánaðargjald er 2.990 kr.

 

Mynd af hefðbundnu innheimtuferli

Mynd af hefðbundnu innheimtuferli Motus

 

Kostir þess að vera í innheimtuþjónustu hjá okkur

Eftirfylgni með kröfuvakt

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt þegar ljóst er að aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu. Þjónustan er sjálfvirk og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist. Vöktunin sjálf kostar því ekkert fyrir viðskiptavini Motus.

Samþætting við bókhaldskerfi

Motus býður upp á tengingar við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi viðskiptavina og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun og eiga örugg samskipti.

Öflug greiðendaþjónusta

Góðir innheimtuhættir eru leiðarljós í samskiptum okkar við viðskiptavini þína. Þjónustuver Motus er opið virka daga milli 10 og 16 í síma 440 7000. Greiðendur hafa jafnframt aðgang að stöðu sinna mála í sjálfsafgreiðslu á Mínum síðum

Góð yfirsýn yfir stöðu mála á viðskiptavefnum

Á viðskiptavefnum er hægt að fylgjast með framgangi mála og framkvæma aðgerðir eins og að afturkalla eða fresta máli, án auka kostnaðar. Einnig eru aðgengilegar ítarlegar skýrslur vegna uppgjörs og greiðsluhraða.

Innheimtan er í traustum farvegi hjá Motus

„Frábær þjónusta er það sem einkennir Motus einna helst í mínum huga. Við þurfum lítið að gera eftir að við höfum keyrt reikninga okkar megin. Þetta gengur algjörlega eins og smurð vél. Þjónustan er persónuleg og sniðin að rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið spilar þarna stóran part og mikil þekking býr þar að baki.“

Anna Lára Sigurðardóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo