Viðskiptavinir okkar geta stofnað kröfur á einfaldan, fljótlegan og umfram allt hagkvæman hátt beint úr bókhaldskerfinu sínu. Kröfurnar eru tengdar við kröfupott RB og birtast greiðendum í heimabanka og bókhaldskerfi.
Ef krafan greiðist ekki á eindaga getum við séð um innheimtu hennar fyrir þig. Við sjáum um samskipti við viðskiptavin þinn, eins og að taka móti greiðslum og gerð samkomulags um greiðsludreifingu.
Ef innheimta ber ekki árangur er kominn grundvöllur til afskriftar krafna í bókhaldi. Innheimta kröfunnar heldur þó áfram í kröfuvakt. Þjónustan er að fullu sjálfvirk og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist.
„Við höfum átt langt og farsælt samstarf við Motus sem einkennist af mikilli fagmennsku, þekkingu á viðfangsefninu og þjónustuvilja starfsmanna félagsins. Með nýja þjónustuvefnum erum við með góða yfirsýn yfir þau mál sem eru í innheimtu hverju sinni; stöðu þeirra, samskipti við Motus og samskipti Motus og greiðenda. Þannig náum við auðveldlega heildarsýn yfir innheimtuna og eigum auðveldara með að meta stöðuna. Frá því við fórum að nýta okkur þjónustu Motus hefur innheimtan orðið mun skilvirkari og skil á kröfum marktækt betri. Við mælum heilshugar með Motus og höfum mætt þar fagmennsku, trausti og mikilli þjónustulund.“
Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs BYKO
Skráðu þig á póstlista Motus og fáðu reglulega sendar nýjustu fréttir, fræðslu og greiningar.