Blogg

Innheimta, uppgjör og fleira á þjónustuvefnum

Viðskiptavinir Motus og Lögheimtunnar hafa aðgang að þjónustuvef þar sem hægt er að fylgjast með framgangi mála í innheimtu. Við höfum tekið saman kynningu varðandi notkun vefsins.

Efnisyfirlit

Mál í innheimtu: Yfirsýn yfir stöðu mála
Uppgjör: GreiðsluyfirlitGreiðsluskrár fyrir bókhaldskerfi
Almennt : Innskráning með rafrænum skilríkjumTilkynningar


 

Yfirsýn yfir stöðu mála

Á forsíðunni er samandregið yfirlit yfir kröfur sem félagið er með í innheimtu, fjölda og fjárhæð eftir innheimtustigi. Einnig má sjá ef þín bíða skilaboð og ef samþykkja þarf mál í löginnheimtu. Á síðunni Mál í innheimtu > Öll innheimtumál er svo yfirlit ásamt öflugri leit sem nota má til að afmarka listann.

Það eru tvær leiðir til að skoða innheimtumál á vefnum: með því að nota leitina eða velja mál af síðunni Í innheimtu > Öll mál í innheimtu. Hægt er að sjá ítarlegar upplýsingar um málið, fyrri aðgerðir og hvað sé framundan, innborganir og fleira. Einnig er hægt að fresta máli, afturkalla eða tilkynna innborgun.

 


 

Greiðsluyfirlit – Að sjá tengsl milli innheimtumála og greiðslna

Hægt er að nálgast yfirliti sem sýnir samantekt á greiðslum fyrir hvern dag ásamt upplýsingum um hvaða málum þær tengjast og frá hvaða greiðanda. Einnig er hægt að skoða T-reikning þar sem debet og kredit dálkur eru sýndir sérstaklega ásamt samtölu. Viðskiptavinir Motus eru ýmist skuldajafnaðir eða ekki og er sýn þeirra því mismunandi þegar kemur að t-reikningum.

 

Greiðsluskrár fyrir bókhaldskerfi

Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Sömuleiðis er í boði að hlaða niður skrám með upplýsingum um daglegar greiðslur til innlestrar í bókhaldskerfi af þjónustuvefnum.

 

Hreyfingaryfirlit

Á hreyfingaryfirliti er hægt að nálgast bókhaldshreyfingar kröfuhafa.

 


 

Innskráning með rafrænum skilríkjum

Þú skráir þig inn á þjónustuvefinn með notendanafni og lykilorði sem við sendum þér tölvupósti. Undir Stillingum getur þú tengt aðganginn við rafræn skilríki. Ekki er ætlast til þess að starfsmenn deili aðgangi, heldur skal stofna notanda fyrir hvern og einn, og er það án aukakostnaðar.

 

Tilkynningar

Þú hefur val um að fá senda tilkynningu ef þín bíða skilaboð á vefnum. Til að virkja þennan möguleika þarftu að velja Umsjónarsíður úr aðalvalmyndinni og því næst Tilkynningarstillingar. Ef þú vilt fá tölvupóst með tilkynningu um að beðið sé eftir samþykki þínu fyrir löginnheimtu þá vinsamlega sendu beiðni á motus@motus.is.