Efnisyfirlit:
Innskráning á vefinn ⎹ Fylgstu með stöðu mála ⎹ Mál í innheimtu ⎹ Greiðendur ⎹ Uppgjör ⎹ Tilkynningar
Innskráning á vefinn
Þegar þú hefur gengið frá samningi við Motus um innheimtuþjónustu, stofnum við aðgang að viðskiptavefnum fyrir félagið þitt. Ekki er ætlast til þess að starfsmenn deili aðgangi að vefnum, heldur skal stofna notenda fyrir hvern og einn og er það án aukakostnaður.
Tvær leiðir eru til að skrá sig inn á vefinn, annað hvort með notendanafni/lykilorði sem þú færð sent í tölvupósti eða með rafrænum skilríkjum. Til þess að nota rafræn skilríki þarftu fyrst að gera eftirfarandi:
- (1) Innskrá þig á vefinn með notendnanafni og lykilorði sem þú fékkst sent og þvví næst velja notandann þinn sem er efst í hægra horninu á vefnum.
- (2) Þá opnast siðan Stillingar. Þar skaltu skrá kennitöluna þína og vista. Þá ættir þú framvegis að geta innskráð þig með rafrænum skilríkjum.
Fylgstu með stöðu mála
Á forsíðu viðskiptavefsins sérðu upplýsingar um fjölda nýrra mála sem hafa borist, mál í faglegu mati sem þarf að taka afstöðu til, og ef þín bíða einhver skilaboð.
Móttekin mál / ný mál
Hægt er að skoða lista yfir nýleg mál og grípa til aðgerða eins og afturkalla eða fresta ef tilefni er til. Ekki er þörf á að samþykkja mál áfram í innheimtu heldur gerist það sjálfvirkt. Þú finnur lista yfir móttekin mál í leiðarkerfinu vinstra megin á síðunni undir Í innheimtu > Móttekin mál.
Ósvöruð samskipti
Þú finnur ósvöruð samskipti inn á síðunni Samskipti í leiðarkerfinu vinstra megin á síðunni (sjá mynd). Þar getur þú sömuleiðis svarað skilaboðum eða stofnað ný. Hægt er að fá sendan tölvupóst þegar ný skilaboð hafa borist, sjá leiðbeiningar um að virkja slíkar tilkynningar.
Mál í faglegu mati
Þegar mál hafa farið í gegnum frum- og milliinnheimtu án árangurs, eru þau send í faglegt mat til að ákveða næstu skref, þar á meðal hvort mælt sé með málshöfðun eða setja þau í kröfuvakt.
Mælt með málshöfðun. Mat Motus er að leita skuli aðstoðar dómstóla og/eða sýslumanns til þess að knýja á um greiðslu kröfunnar.
Mælt með kröfuvakt. Mælt með kröfuvakt. Í tilvikum þar sem ekki eru taldar líkur á að mál greiðist í lögfræðiinnheimtu eru þau sett í kröfuvakt. Kröfuvaktin vaktar aðila sem eru með ógreiddar kröfur. Fylgst er með breytingum sem eru líklegar til að hafa áhrif á greiðsluhegðun og innheimtuaðgerðum beitt á eins markvissan hátt og kostur er. Ekki er greitt fyrir vöktunina, aðeins þóknun ef krafa innheimtist.
Þú finnur lista yfir mál sem bíða átekta í leiðarkerfinu vinstra megin á síðunni undir Í innheimtu > Faglegt mat.
Ef þú vilt fá tölvupóst með tilkynningu um að þín bíði mál í faglegu mati þá vinsamlega sendu beiðni á motus@motus.is.
Mál í innheimtu
Á síðunni Öll mál í innheimtu er að finna yfirlit yfir þau mál sem fyrirtækið þitt er með í innheimtuþjónustu hjá Motus. Hægt er að afmarka listann á ýmsa vegu, prenta eða taka út í excel lista.
(1) Leitin – Sláið inn kennitölu eða nafn greiðenda til að sjá yfirlit yfir innheimtumál viðkomandi og samskipti. Einnig er hægt að slá inn málanúmer til að skoða stöðu á tilteknu máli.
(2) Kröfuhafi – Ef þú ert notandi sem átt mörg kröfuhafanúmer getur verið þægilegt að afmarka vefinn við eitt eða fleiri kröfuhafanúmer.
(3) Afmarka síðu – Smelltu á Afmarka síðu hnappinn til að fá möguleika á að þrengja listann við tegund mála (samanber milliinnheimta eða löginnheimta), stöðu þeirra eða dagsetningu
(4) Skoða mál greiðanda – Ef smellt er á kennitölu greiðanda er farið inn á Yfirlit greiðanda til að sjá önnur mál sem viðkomandi kanna að vera með í innheimtu.
(5) Meiri upplýsingar um málið – Ef smellt er á númer máls er farið inn á Yfirlit máls til að fá frekari upplýsingar um það.
Upplýsingar um tiltekið mál
Þú getur kallað fram upplýsingar um tiltekið mál með því að slá inn málanúmer í leitina sem er efst á síðunni eða smella á það úr listanum yfir öll mál.
(1) Samantekt máls – Efst á síðunni getur þú séð allar helstu upplýsingar um stöðu málsins, sundurliðun á kostnaði og innborgunum, og hvað eru næstu aðgerðir því tengdu.
(2) Aðgerðir – Efst á síðunni finnur þú allar helstu aðgerðir tengdar málinu:
- Stofna samskipti. Býr til ný samskipti við Motus eða Lögheimtuna um þetta tiltekna innheimtumál.
- Afturkalla mál. Afturkalla mál. Hægt er að afturkalla mál ef það á ekki rétt. Ýmsar ástæður geta verið fyrir afturkölluninni eins og að reikningr hafi verið greiddur áður en innheimta hófst eða verið rangur. Æskilegt er að gefa upp ástæðu þegar mál er afturkallað uppá rekjanleika. Sé mál afturkallað þá lokast greiðsluseðillinn í bankanum líka. Mögulegt er þó að skila kröfunni aftur í bankann en þá færist hún ekki sjálfkrafa tilbaka ef hún greiðist ekki.
- Fresta máli. Kröfuhafi getur frestað innheimtuaðgerðum. Algengur frestur er 2 vikur en ekki er mælt með að veita lengri fresti en 90 daga. Gott er að setja inn í athugasemd ástæðu frestunar.
- Tilkynna innborgun. Kröfuhafi getur tilkynnt um innborgun frá greiðanda á þetta tiltekna innheimtumál.
Greiðendur
Hægt er að fletta upp kennitölu greiðanda með því að nota leitina sem er staðsett efst á vefnum eða með því að fara í gegnum einstaka mál.
- (1) Yfirlit mála. Öll mál sem tengjast viðkomandi eru listuð og er hægt að velja milli þess að skoða aðeins mál sem eru í innheimtu eða er lokið. Einnig er hægt að sjá öll samskipti og innborganir.
- (2) Frestun. Hægt er að setja frest á innheimtu mála fyrir tiltekin aðila. Fresturinn nær þá einnig til nýrra mála sem kunna að koma inn frá banka eða önnur mál í frum- eða milliinnheimtu. Fresturinn tekur þó ekki til Lögfræðiinnheimtu (L2).
- (3) Tímalína, sýnir þróun innheimtumála og innborganir á mál.
- (4) Sýna reikninga. Með því að velja „Sýna reikninga” hnappinn er hægt að sjá reikninga undir hverju og einu innheimtumáli
Uppgjör
Hægt er að nálgast upplýsingar um uppgjör innheimtumála inn á viðskiptavefnum undir Uppgjör Motus og Uppgjör Lögheimtan.
Greiðsluyfirlit
Viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluyfirliti sem sýnir samantekt á greiðslum á hverjum greiðsludegi flokkaðar eftir tegundum greiðslu. Einnig er í boði sundurliðun með ítarefni um hverja greiðslu, eins og hvaða innheimtumáli greiðslan tilheyrir og frá hvaða greiðanda hún kemur.
Greiðsluyfirlitið er einnig hægt að skoða sem svokallaðan t-reikning þar sem debet og kredit dálkur eru sýndir sérstaklega ásam samtölu. Kröfuhafar Motus eru ýmist skuldajafnaðir eða ekki og er sýn þeirra því mismunandi þegar kemur að t-reikningum en hér er hægt að sjá dæmi um báðar sýnar.
Hreyfingaryfirlit
Á hreyfingaryfirliti er hægt að nálgast bókhaldshreyfingar kröfuhafa.
Greiðsluskrár
Yfirlitið sýnir upplýsingar um daglegar greiðslur ásamt möguleika á að sækja greiðsluskrárnar til að lesa inn í bókhaldskerfi.
Tilkynningar
Notendur að viðskiptavef Motus geta fengið sendar tilkynningar þegar þeirra býða skilaboð á vefnum vegna mála í vinnslu. Til að virkja þennan möguleika þarf að gera eftirfarandi:
- 1) Tryggja að rétt netfang er skráð með því að velja prófílinn þinn í hægra horninu efst á síðunni.
- 2) Veljið Umsjónarsíður úr valmyndinni vinstra megin og því næst Tillingarstillingar.