Blogg

Það er einfalt að koma í viðskipti til Motus

Flest félög velja að senda kröfur sjálfvirkt úr bankanum til innheimtu hjá Motus. Það er þó einnig mögulegt að senda kröfur inn handvirkt.

 

Sjálfvirkt ferli

Flestir kjósa að láta kröfurnar flæða sjálfvirkt til okkar. Þá tekur við hefðbundið innheimtuferli þar sem fyrsta innheimtubréf (fruminnheimta) er sent fimm dögum eftir eindaga í ykkar nafni. Ef engin viðbrögð berast, sendum við út þrjú innheimtubréf (milliinnheimta) með tíu daga millibili, þar sem við minnum greiðanda á ógreidda kröfu og hvetjum til greiðslu. Fjórða bréfið er sent í nafni Lögheimtunnar og greiðandi hvattur til að ganga frá málinu áður en það fer í löginnheimtu með tilfallandi kostnaði. Ef engin greiðsla berst eftir hefðbundið innheimtuferli er staða kröfunnar endurmetin og annað hvort mælt með málshöfðun eða kröfuvakt. Sé mælt er með málshöfðun, þá þurfum við ykkar samþykki til að halda áfram.

Til að virkja sjálfvirkan flutning á kröfum til Motus þá fyllir þú út rafræna umsókn. Ráðgjafi verður í sambandi við þig eftir að umsóknin berst til okkar til að ganga frá B2B umboði frá viðskiptabankanum þínum. Umboðið felur í sér að þú veitir Motus heimild til að móttaka og innheimta ógreiddar kröfur. Með umboðinu þarf að fylgja upplýsingar um bankaauðkenni sem þú vilt að við tengjumst. Þú getur séð í myndbandinu hér fyrir ofan hvar þú finnur upplýsingar um bankaauðkennin þín.

Handstýrt ferli

Ef þú kýst að miðla kröfunum til okkar handvirkt, þá þarftu að senda hverja kröfu sérstaklega frá netbanka fyrirtækisins yfir til Motus. Um leið og krafa berst, fer á stað hefðbundið innheimtuferli með fyrsta innheimtubréfi.

Svona lítur hefðbundið innheimtuferli lítur út

Mynd af hefðbundnu innheimtuferli

Sjálfvirkt ferli tryggir að kröfur berast sjálfkrafa fimm dögum eftir eindag og hefst þá um leið aðgerðir sem hvetja greiðendur til að ganga frá málinu, enda slíkt allra hagur. Ef handvirkt ferli er valið, er það í höndum félagsins að koma kröfunni til Motus í innheimtu.