Motus býður kröfustofnun á þægilegan og hagkvæman hátt. Greitt er eitt gjald 99 kr. fyrir hverja stofnaða kröfu og er þá allt innifalið.
Sérfræðingar okkar í innheimtu nýta þekkingu sína til að stuðla að öruggu og hröðu fjárflæði fyrir reksturinn þinn.
Við fylgjumst með ógreiddum kröfum og höldum sambandi við viðskiptavininn til að ná fram efndum skuldbindingarinnar.

Við bjóðum heildstæða þjónustu, allt frá stofnun krafna til innheimtu. Reynsla og þekking sérfræðinga okkar sem og öflugar stafrænar lausnir eru hornsteininn í starfsemi okkar.
Mánaðargjald fyrir innheimtuþjónustu er 2.990 kr.
Við höfum upplifað okkur í afar traustum höndum frá degi eitt. Erum alltaf með góða yfirsýn yfir stöðu mála og öll samskipti vegna einstakra mála ganga mjög vel. Motus og Lögheimtan báru af öðrum þegar kom að sveigjanleika og áhuga til að setja sig inn í rekstur félagsins. Þau voru fljót að sjá hvað skiptir okkur máli og það var áþreifanlegt hve mikla þekkingu og fagmennsku sérfræðingar þeirra komu með að borðinu.
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs, Samkaup hf.