Við bjóðum heildstæða þjónustu, allt frá stofnun krafna til innheimtu. Reynsla og þekking sérfræðinga okkar sem og öflugar stafrænar lausnir eru hornsteininn í starfsemi okkar. Mánaðargjald fyrir innheimtuþjónustu er 2.990 kr.
Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.
„Við höfum átt langt og farsælt samstarf við Motus sem einkennist af mikilli fagmennsku, þekkingu á viðfangsefninu og þjónustuvilja starfsmanna félagsins. Með nýja þjónustuvefnum erum við með góða yfirsýn yfir þau mál sem eru í innheimtu hverju sinni; stöðu þeirra, samskipti við Motus og samskipti Motus og greiðenda. Þannig náum við auðveldlega heildarsýn yfir innheimtuna og eigum auðveldara með að meta stöðuna. Frá því við fórum að nýta okkur þjónustu Motus hefur innheimtan orðið mun skilvirkari og skil á kröfum marktækt betri. Við mælum heilshugar með Motus og höfum mætt þar fagmennsku, trausti og mikilli þjónustulund.“
Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs BYKO