Leiðbeiningar Archives – Motus https://motus.is/category/leidbeiningar/ Við komum fjármagni á hreyfingu Fri, 20 Jun 2025 12:52:18 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.9 https://motus.is/wp-content/uploads/2022/07/cropped-favicon-green-1-32x32.gif Leiðbeiningar Archives – Motus https://motus.is/category/leidbeiningar/ 32 32 Viltu hætta að senda bréfpóst? https://motus.is/ad-senda-innheimtubref-med-tolvuposti-leidbeiningar/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ad-senda-innheimtubref-med-tolvuposti-leidbeiningar https://motus.is/ad-senda-innheimtubref-med-tolvuposti-leidbeiningar/#respond Thu, 11 Apr 2024 09:46:29 +0000 https://motus.is/?p=5379 Motus býður kröfuhöfum að senda innheimtubréf til viðskiptavina sinna með stafrænum hætti í stað bréfasendinga.

The post Viltu hætta að senda bréfpóst? appeared first on Motus.

]]>
Ef félagið þitt vill nota stafræna innheimtu til að koma skilaboðum til greiðenda þá eru tvær leiðir í boði:

Nota netföng Motus

Á Mínum síðum, sem er þjónustuvefur fyrir greiðendur, hafa einstaklingar og fyrirtæki val um að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti og hefur stór hluti þeirra þegar óskað eftir því. Motus getur því sent innheimtubréf með tölvupósti til þeirra sem þess hafa óskað, en fyrir hina í bréfpósti eða sem skjal í heimabanka eftir því hvora leiðina félagið þitt kýs.

Nota ykkar netföng

Ef félagið þitt vill fjölga í hópi þeirra greiðenda sem fá innheimtubréf í tölvupósti þá getið þið miðlað netföngum ykkar viðskiptamanna til Motus annaðhvort með öruggum hætti í gegnum viðskiptavefinn eða með því að tengjast vefþjónustu.

Til að félagið megi miðla netföngum viðskiptamanna sinna til Motus þarf að vera samþykki um slíkt í viðskiptaskilmálum ykkar. Sömuleiðis mælum við með að þau netföng sem þið miðlið sé staðfest til að tryggja réttmæti þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig hægt er að miðla netföngum til Motus í gegnum viðskiptavefinn.

Hafðu samband við okkur svo við getum virkjað stafræna innheimtu fyrir félagið þitt.

 

 

Hvað gerist ef tölvupósturinn skilar sér ekki?

Ef tölvupóstur er endursendur (e. bounce) til dæmis vegna þess að honum hefur verið lokað eða hann er ekki til, þá verður hefðbundinn bréfpóstur sjálfkrafa sendur á lögheimili viðkomandi.

Hvað ef nýir viðskiptavinir bætast við hjá okkur eða netföng breytast?

Þar sem Motus tengist ekki viðskiptamannakerfum ykkar þarf að endurnýja netfangaskrána regulega. Við mælum þá með að þið sendið okkur nýjan lista yfir alla notendur á viðskiptavefnum. Ekki þarf að fjarlægja notendur af listanum sem þið hafið þegar sent okkur.

Mun Motus nota netföng minna viðskiptamanna fyrir aðra kröfuhafa?

Nei, Motus mun aðeins nota þau netföng sem þitt félag hefur miðlað í ykkar þágu og ekki í neinum öðrum tilgangi.

The post Viltu hætta að senda bréfpóst? appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/ad-senda-innheimtubref-med-tolvuposti-leidbeiningar/feed/ 0
Sjálfvirkt eða handvirkt ferli við innsendingu krafna https://motus.is/ad-koma-i-vidskipti-til-motus/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ad-koma-i-vidskipti-til-motus https://motus.is/ad-koma-i-vidskipti-til-motus/#respond Wed, 03 Apr 2024 11:34:29 +0000 https://motus.is/?p=5340 Flest félög velja að senda kröfur sjálfvirkt úr bankanum til innheimtu hjá Motus. Það er þó einnig mögulegt að senda kröfur inn handvirkt.

The post Sjálfvirkt eða handvirkt ferli við innsendingu krafna appeared first on Motus.

]]>

 

Sjálfvirkt ferli

Flestir kjósa að láta kröfurnar flæða sjálfvirkt til Motus fimm dögum eftir eindaga. Forsenda þess að virkja slíkan flutning er að fylla út rafræna umsókn. Í framhaldinu verðum við í sambandi til að ganga frá B2B umboði við viðskiptabankann þinn.

B2B umboðið felur í sér að þú veitir Motus heimild til að móttaka og innheimta ógreiddar kröfur. Með umboðinu þurfa að fylgja upplýsingar um bankaauðkenni sem þú vilt að við tengjumst. Þú getur séð í meðfylgjandi myndbandi hvar þú finnur upplýsingar um bankaauðkennin þín.

Handstýrt ferli

Ef þú kýst að miðla kröfunum til okkar handvirkt, þá þarftu að senda hverja kröfu sérstaklega frá netbanka fyrirtækisins til Motus.

Innheimtuferli fyrir ógreiddar kröfur

Mynd af hefðbundnu innheimtuferli

Um leið og krafa berst, hvort sem er sjálfvirkt eða handvirkt, fer af stað innheimtuferli þar sem áminning (fruminnheimta) er send í ykkar nafni. Ef engin viðbrögð berast, sendum við út þrjú innheimtubréf (milliinnheimta) með tíu daga millibili, þar sem við minnum greiðanda á ógreidda kröfu og hvetjum til greiðslu. Fjórða bréfið er sent í nafni Lögheimtunnar og greiðandi hvattur til að ganga frá málinu áður en það fer í löginnheimtu með tilfallandi kostnaði. Ef engin greiðsla berst eftir hefðbundið innheimtuferli er staða kröfunnar endurmetin og annað hvort mælt með málshöfðun eða kröfuvakt. Sé mælt er með málshöfðun, þá þurfum við ykkar samþykki til að halda áfram.

The post Sjálfvirkt eða handvirkt ferli við innsendingu krafna appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/ad-koma-i-vidskipti-til-motus/feed/ 0