Sveitarfélög Archives – Motus https://motus.is/tag/sveitarfelog/ Við komum fjármagni á hreyfingu Tue, 07 Oct 2025 12:14:36 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.9 https://motus.is/wp-content/uploads/2022/07/cropped-favicon-green-1-32x32.gif Sveitarfélög Archives – Motus https://motus.is/tag/sveitarfelog/ 32 32 Vanskil í sögulegu lágmarki https://motus.is/vanskil-i-sogulegu-lagmarki/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=vanskil-i-sogulegu-lagmarki https://motus.is/vanskil-i-sogulegu-lagmarki/#respond Fri, 03 Oct 2025 13:00:34 +0000 https://motus.is/?p=8378 Þrátt fyrir sveiflur í hlutfalli krafna í vanskilum og alvarlegum vanskilum síðustu misseri virðast vanskil einstaklinga og fyrirtækja vera komin á nýjan jafnvægispunkt sem er töluvert lægri en hann var fyrir heimsfaraldurinn.

The post Vanskil í sögulegu lágmarki appeared first on Motus.

]]>
Síðustu ár hafa einkennst af sögulega lágum vanskilum en í lok árs 2023 sáum við þó fyrstu merki um að vanskil væru að aukast hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Um mitt ár 2024 var ljóst að alvarleg vanskil voru að aukast nokkuð og þá sérstaklega hjá fyrirtækjum, en kröfur í alvarlegum vanskilum eru verðmæti sem eru líklegri til að tapast. Þessi þróun tók þó breytingum með haustinu og seinni hluta ársins lækkuðu vanskil aftur á flestum mælikvörðum þrátt fyrir hátt vaxtastig og ýmsa stóra óvissuþætti í samfélaginu. 

Það sem af er ári hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað og er nú svo komið að þau hafa aldrei verið lægri. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að vanskil hafi náð nýju jafnvægi – og að það jafnvægi sé töluvert lægra en það var fyrir heimsfaraldur.  

Lítil vanskil hjá einstaklingum
Hlutfall krafna í vanskilum hjá einstaklingum í lok september var 11%, samanborið við 11,9% á sama tíma í fyrra og 16,3% árið 2019. Alvarleg vanskil einstaklinga, þar sem vanskil hafa staðið yfir lengur en 45 daga, eru sömuleiðis með minnsta móti og hafa aðeins einu sinni mælst lægri. Það sem af er ári eru þau einungis 1,3% miðað við 1,5% á sama tíma í fyrra og 2,44% á sama tíma 2019. 

Vanskil fyrirtækja lækkað umtalsvert
Vanskil fyrirtækja hafa aldrei verið lægri en það sem af er ári eða 14,5%. Þau voru 15,1% á sama tíma í fyrra og 20,8% í september 2019. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru sömuleiðis í lágmarki og það sem af er ári standa þau í 1,9% miðað við 2,5% á sama tíma í fyrra og 3,6% 2019. 

Vanskil hafa dregist saman í öllum geirum að undanskildum kröfum sem gefnar eru út af fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu og matvælaframleiðslu. Alvarleg vanskil hafa sömuleiðis lækkað umtalsvert í öllum geirum, að heilbrigðisþjónustu undanskilinni. Sjá töflu hér að neðan sem sýnir vanskil og alvarleg vanskil janúar-ágúst 2024 og 2025.

 

Tafla með hlutfall vanskila eftir atvinnugreinum

 

Vanskil við sveitarfélög batnað  

Vanskil í kröfum útgefnum af sveitarfélögum hafa batnað í takt við almenna þróun og er hlutfall krafna í vanskilum á eindaga lægra en landsmeðaltalið á meðan hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum hefur nokkurn veginn staðið í stað og er örlítið hærra en meðaltalið. 

Almennt lækka vanskil við sveitarfélögin bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Sá hópur einstaklinga sem helst er í vanskilum við sveitarfélögin er einstæðingar/einstaklingar með börn á framfæri. Í flokki fyrirtækja eru það ferðaþjónustufyrirtæki (gististaðir og veitingahús) og landbúnaður sem er einna helst í vanskilum við sveitarfélögin. 

Tölfræðigraf sem sýnir þróun vanskila einstaklinga og fyrirtækja

 

Nýtt og töluvert lægra jafnvægi

Þrátt fyrir sveiflur í hlutfalli krafna í vanskilum og alvarlegum vanskilum síðustu misseri virðast vanskil einstaklinga og fyrirtækja vera komin á nýjan jafnvægispunkt sem er töluvert lægri en hann var fyrir heimsfaraldurinn. Erfitt er að sjá hvað veldur því að fólk og fyrirtæki standa nú betur í skilum en áður. Verðbólga er lengi búin að vera yfir markmiði Seðlabankans og vaxtastigið því hátt, en engu að síður er greiðsluhraði mun betri en hann var fyrir sex árum. Hvað sem veldur höldum við áfram að rýna í gögnin sem við búum yfir, enda geta sveiflur í vanskilum gefið mikilvæga innsýn inn í þróun efnahagsmála. 

 


Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna vanskil og greiðsluhraða gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum þig til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Vanskil í sögulegu lágmarki appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/vanskil-i-sogulegu-lagmarki/feed/ 0
Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 https://motus.is/greidsluhradi-lykiltolur-september-2023/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=greidsluhradi-lykiltolur-september-2023 https://motus.is/greidsluhradi-lykiltolur-september-2023/#respond Mon, 02 Oct 2023 10:34:00 +0000 https://motus.is/?p=4657 Reglulega tökum við hjá Motus saman skýrslur um greiðsluhraða og þróun hans.

The post Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 appeared first on Motus.

]]>
Greiðsluhraði haldist nokkuð stöðugur eftir mikla Covid hækkun

 

Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 batnaði greiðsluhraði mikið en hefur haldist nokkuð stöðugur eftir það þrátt fyrir miklar sviftingar í hagkerfinu.

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023, allir

Ef við hins vegar skoðum greiðsluhraða 12M og breytingar á honum má greina að dregið hefur úr greiðsluhraða frá áramótum. Breytingar milli ára sýna greinilega lækkun á greiðsluhraða frá nóvember 2022.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára – allir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Greiðsluhraði virðist minnka hjá bæði fyrirtækjum og heimilum.

Breytingarnar eru þó litlar hjá báðum hópum. Það sem af er þessu ári hefur greiðsluhraði 12M dreigst saman um að meðaltali 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum.

Enn dregur úr alvarlegum vanskilum

Þrátt fyrir að nú dragi úr greiðsluhraða og hlutfallslega færri kröfur að greiðast á eindaga, fækkar enn þeim kröfum sem fara í alvarleg vanskil. Á fyrstu fimm mánuðum ársins fóru einungis 1,4% útgefinna krafna í alvarleg vanskil, úr 2,5% árið 2019.

Alvarleg vanskil síðustu 12 mánuði og breytingar milli ára

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Alvarleg vanskil fyrirtækja eru þó að aukast.

Í mars síðastliðnum greindum við aukningu á alvarlegum vanskilum fyrirtækja yfir síðustu 12 mánuði. Sú var einnig raunin í apríl og maí. Frá árinu 2019 hefur hlutfall ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga lækkað um 39% hjá fyrirtækjum. Það er því vert að benda á að þó við greinum aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, eru þau enn í sögulegu lágmarki. Alvarleg vanskil heimilanna halda þó enn áfram að minnka og hafa dregist saman um 47% frá árinu 2019.

Alvarleg vanskil síðustu 12 mánuði og breytingar milli ára

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraði er hlutfall greiddra krafna, af öllum stofnuðum kröfum viðskiptavina Motus. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að hann sé mikill. Þegar talað er um greiðsluhraða hér, er átt við greiðsluhlutfall á eindaga.

Greiðsluhraði 12M er greiðsluhraði síðustu 12 mánaða.

Breytingar milli ára á greiðsluhraða 12M sýnir breytingar á greiðsluhraða síðustu 12 mánaða í samanburði við greiðsluhraða 12 mánuðina þar á undan.

Hvað eru alvarleg vanskil?

Alvarleg vanskil eru mæld út frá hlutfalli ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga. Hlutfallið er tekið af öllum stofnuðum kröfum. Eftir því sem hlutfallið lækkar fækkar kröfum sem fara í alvarleg vanskil.

Alvarleg vanskil 12M er hlutfall ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga síðustu 12 mánuði.

Breytingar milli ára á alvarlegum vanskilum 12M sýna breytingar á alvarlegum vanskilum síðustu 12 mánuði í samanburði við alvarleg vanskil 12 mánuðina þar á undan.

Sækja: Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 (PDF)


 

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfustýringu. Allir viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluhraða fyrir sínar kröfur á þjónustuvef og sérfræðingar okkar geta verið ykkur innan handar þegar kemur að ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/greidsluhradi-lykiltolur-september-2023/feed/ 0
Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 https://motus.is/lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023 https://motus.is/lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023/#respond Thu, 21 Sep 2023 16:01:28 +0000 https://motus.is/?p=4581 Á hverju ári tökum við hjá Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra viðskiptavini Motus. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

The post Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 appeared first on Motus.

]]>

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraða notum við sem mælikvarða á þróun innheimtu til að veita viðskiptavinum okkar greinargóðar upplýsingar um árangur. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum viðskiptavina okkar og er greiðsluhraði mældur úr frá hlutfalli stofnaðra krafna sem greitt er á ákveðnum tímapunkti. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Mikill greiðsluhraði þýðir því að vanskil séu minni og að kröfur greiðist hraðar. Í þessari greiningu miðum við við greiðsluhlutfall krafna á eindaga.

Greiðsluhraði 12M er meðalgreiðsluhraði síðustu 12 mánaða.
Breytingar á greiðsluhraða 12M sýnir breytingar á greiðsluhraða 12M í samanburði við 12 mánuðina þar á undan.

Sækja Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 (PDF)

Greiðsluhraði haldist nokkuð stöðugur eftir mikla Covid hækkun

 

Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 batnaði greiðsluhraði mikið en hefur haldist nokkuð stöðugur eftir það þrátt fyrir miklar sviftingar í hagkerfinu.
Sækja skýrsluna

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023, allir

Ef við hins vegar skoðum greiðsluhraða 12M og breytingar á honum má greina að dregið hefur úr greiðsluhraða frá áramótum. Breytingar milli ára sýna greinilega lækkun á greiðsluhraða frá nóvember 2022.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára – allir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Greiðsluhraði hjá íbúum sveitarfélaganna og viðskiptavinum annarra viðskiptavina Motus jafnari eftir Covid.

Sögulega hafa kröfur sveitarfélaganna greiðst vel og töluvert betur en kröfur annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að greiðsluhraði krafna útgefnum af öðrum jókst til muna og er greiðsluhraði sveitarfélaga og annarra viðskiptavina á svipuðu róli. Greiðsluhlutfall á eindaga hefur lækkað hjá báðum hópum en þó markvert meira hjá sveitarfélögunum. Greiðsluhraðinn er þó enn mjög hár. Í ágúst 2023 voru til að mynda 87,8% krafna sveitarfélaga greiddar á eða fyrir eindaga en hjá öðrum viðskiptavinum Motus var hlutfallið 87,6%.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára, sveitarfélög og aðrir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Alvarlega vanskil á kröfum útgefnum af sveitarfélögunum hafa sögulega verið meiri en hjá öðrum viðskiptavinum Motus. Hafa verður þó í huga að þó hlutfall krafna sem fer í alvarleg vanskil er mjög lágt eða undir 2% og hefur dregist saman um 45% frá árinu 2019.

Árlegt hlutfall krafna sem fara í alvarleg vanskil

Árlegt hlutfall krafna sem fara í alvarleg vanskil

Sérhæfð kröfuþjónusta

Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna greiðsluhraða og gefa út árlega skýrslu um þróun hans, gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum ykkur til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023/feed/ 0
Urðum við skilvísari í Covid? https://motus.is/urdum-vid-skilvisari-greidendur-i-covid/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=urdum-vid-skilvisari-greidendur-i-covid https://motus.is/urdum-vid-skilvisari-greidendur-i-covid/#respond Thu, 13 Oct 2022 11:55:50 +0000 https://motus.is/?p=2784 Á hverju ári tökum við hjá Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra geira. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

The post Urðum við skilvísari í Covid? appeared first on Motus.

]]>
Covid faraldurinn hafði mikil og víðtæk áhrif á samfélag okkar og gætir þeirra áhrifa enn að miklu leyti. Ein afleiðing faraldursins kom okkur sem störfum í kröfustýringu hins vegar mjög, en ánægjulega á óvart. Mörg óttuðumst við að efnahagslegur samdráttur vegna Covid myndi þýða að fólk og fyrirtæki myndu eiga í meiri erfiðleikum með að standa í skilum en áður. Raunin varð hins vegar sú að bæði fólk og fyrirtæki virðast hafa staðið betur í skilum en nokkurn tíma fyrr.

Á hverju ári tökum við hjá Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra geira. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

Sækja skýrsluna (PDF)

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 400 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í september. Á fyrri helmingi ársins 2022 voru stofnaðar rúmlega 6,7 milljónir krafna og upphæð þeirra var um 385,4 milljarðar.

Árið 2021 náði greiðsluhraði nýjum hæðum og hafði Covid þar mikil áhrif. Áhrifanna fór strax að gæta árið 2020 og voru þau mest fremst í ferlinu, þ.e. á eindaga og tíu dögum eftir eindaga. Árið 2021 náðu áhrifin lengra inn í ferlið. Hjá sveitarfélögum voru áhrifin lengur að koma fram og ekki hægt að greina þau fyrr en árið 2021. Ekki er að sjá miklar breytingar milli áranna 2021 og 2022 sem er vísbending um að toppnum sé náð.

Almennt stendur greiðsluhraði nokkurn veginn í stað milli áranna 2021 og 2022 hjá einstaklingum, en í maí og júní eru vísbendingar um að það dragi úr greiðsluhraða fyrirtækja. Hvort þetta sé örlítið hökt eða hvort það verði áframhaldandi lækkun á greiðsluhraða er erfitt að segja til um, en við fylgjumst vel með.

Virk kröfustýring fyrir sveitarfélög

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf til sveitarfélaga, sem veitir ráðgjöf um aðgerðir og skilvirka kröfustýringu. Auk þess að rýna greiðsluhraða og gefa út árlega skýrslu um þróun hans gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar fyrir sveitarfélög eftir óskum.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur fyrir lykiltölur þíns sveitarfélags eða ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu sveitarfélagsins. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

 

The post Urðum við skilvísari í Covid? appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/urdum-vid-skilvisari-greidendur-i-covid/feed/ 0
Lykiltölur sveitarfélaga 2021 https://motus.is/lykiltolur-sveitarfelaga/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=lykiltolur-sveitarfelaga https://motus.is/lykiltolur-sveitarfelaga/#respond Wed, 18 May 2022 10:50:55 +0000 https://motus.is/?p=1 Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónar 70% íslenskra sveitafélaga. Við veitum framúrskarandi aðgengi fyrir greiðendur með sjálfsafgreiðslu á greiðendavef og víðu neti útibúa.

The post Lykiltölur sveitarfélaga 2021 appeared first on Motus.

]]>
Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónar 70% íslenskra sveitafélaga. Við veitum framúrskarandi aðgengi fyrir greiðendur með sjálfsafgreiðslu á greiðendavef og víðu neti útibúa.

 

Í skýrslunni Lykiltölur sveitarfélaga 2021, er stiklað á stóru um helstu lykiltölur sveitarfélaga. Greiðsluhraði þeirra er skoðaður eftir aldurshópum og landshlutum, auk samanburðar við aðra viðskiptavini Motus.

 

  • Ávinningur af samstarfi við Motus
  • Áratuga reynsla í þjónustu við sveitarfélög
  • Framúrskarandi greiðendaþjónusta og vítt útibúanet
  • Ítarleg ráðgjöf frá stofnun viðskipta til greiðslu kröfu eða afskriftar kröfu
  • Ítarlegar greiningar um innheimtuárangur sveitarfélaga og samanburður við önnur sveitarfélög, landsvæði og aðra opinbera aðila
  • Öflugar samþættingarlausnir við algengstu bókhaldskerfi sveitarfélaga t.d. Navision hjá Wise og DK

 

Sækja Lykiltölur sveitafélaga 2021

The post Lykiltölur sveitarfélaga 2021 appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/lykiltolur-sveitarfelaga/feed/ 0