Greiðsluhraði haldist nokkuð stöðugur eftir mikla Covid hækkun
Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 batnaði greiðsluhraði mikið en hefur haldist nokkuð stöðugur eftir það þrátt fyrir miklar sviftingar í hagkerfinu.
Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023
Ef við hins vegar skoðum greiðsluhraða 12M og breytingar á honum má greina að dregið hefur úr greiðsluhraða frá áramótum. Breytingar milli ára sýna greinilega lækkun á greiðsluhraða frá nóvember 2022.
Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára – allir
Greiðsluhraði virðist minnka hjá bæði fyrirtækjum og heimilum.
Breytingarnar eru þó litlar hjá báðum hópum. Það sem af er þessu ári hefur greiðsluhraði 12M dreigst saman um að meðaltali 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum.
Enn dregur úr alvarlegum vanskilum
Þrátt fyrir að nú dragi úr greiðsluhraða og hlutfallslega færri kröfur að greiðast á eindaga, fækkar enn þeim kröfum sem fara í alvarleg vanskil. Á fyrstu fimm mánuðum ársins fóru einungis 1,4% útgefinna krafna í alvarleg vanskil, úr 2,5% árið 2019.
Alvarleg vanskil síðustu 12 mánuði og breytingar milli ára
Alvarleg vanskil fyrirtækja eru þó að aukast.
Í mars síðastliðnum greindum við aukningu á alvarlegum vanskilum fyrirtækja yfir síðustu 12 mánuði. Sú var einnig raunin í apríl og maí. Frá árinu 2019 hefur hlutfall ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga lækkað um 39% hjá fyrirtækjum. Það er því vert að benda á að þó við greinum aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, eru þau enn í sögulegu lágmarki. Alvarleg vanskil heimilanna halda þó enn áfram að minnka og hafa dregist saman um 47% frá árinu 2019.
Alvarleg vanskil síðustu 12 mánuði og breytingar milli ára
Við komum fjármagni á hreyfingu
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfustýringu. Allir viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluhraða fyrir sínar kröfur á þjónustuvef og sérfræðingar okkar geta verið ykkur innan handar þegar kemur að ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.