Blogg

Greiðsluhraði minnkar í fyrsta sinn frá 2012

Frá árinu 2012 höfum við séð greiðsluhraða aukast frá ári til árs. Þeirri þróun lauk árið 2022, þegar greiðsluhraði lækkaði í fyrsta sinn.

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við hjá Motus notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum.

Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Fram að þessu höfum við gefið árlega út skýrslu um greiðsluhraða sveitarfélaga tengt fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á haustin. Í fyrsta sinn höfum við nú tekið saman tölur yfir greiðsluhraða viðskiptavina Motus óháð atvinnugrein og birtum nú greiningu á þróun greiðsluhraða árið 2022. Við ætlum okkur jafnframt að birta þróun greiðsluhraða reglulega hér á vefnum í kjölfarið.

Sækja skýrsluna (pdf)

Greiðsluhraði 2022

Frá því við hófum mælingar á greiðsluhraða hefur greiðsluhegðun Íslendinga tekið miklum breytingum til hins betra. Þessi bæting á við hvort sem greiðandinn er fyrirtæki eða heimili. Árið 2022 sker sig þó úr, því í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust 2012 hægir á greiðsluhraðanum.

  • Greiðsluhraði mældist 87,7% og lækkaði um 0,13% á milli áranna 2021 og 2022. Er það í fyrsta skipti síðan mælingar hófust árið 2012 sem það gerist, en það ár mældist greiðsluhraði 72,3%.
  • Til að setja þessar tölur í samhengi þýðir þetta að árið 2012 hafi kröfur að fjárhæð 218 milljarð króna farið í vanskil en árið 2021 voru vanskilin komin niður í 96 milljarða.
  • Minnkun greiðsluhraða um 0,1% árið 2022 jafngildir því að milljarður til viðbótar hafi farið í vanskil á árinu en ella hefði orðið eða 97 milljarðar.
  • Greiðsluhraði hafði hækkað stöðugt frá því að mælingar hófust. Hann jókst sérstaklega mikið í Covid eða um 3,2% á milli áranna 2019 og 2020.

 

Vanskil enn lítil í sögulegu samhengi

Vanskil eru enn í afar lítil í sögulegu samhengi en í fyrsta skipti síðan við hófum þessar mælingar árið 2012 minnkuðu vanskil ekki á milli ára heldur standa í stað eða aukast örlítið. Enn er þó erfitt að segja til um hvert nýtt jafnvægi verður; hvort þetta sé vísir að áframhaldandi aukningu vanskila eða nýtt jafnvægi.

Greiðsluhraði á eindaga

Vanskil á eindaga lækkuðu um 121 milljarð eða 55,6% á árunum 2012-2022

Greiðsluhraði jókst til muna í Covid og 2020 jókst hann til að mynda um ein 3,2% milli ára. Það samsvarar því að útistandandi kröfur eftir eindaga hafi lækkað um 32 milljarða á milli ára. Þróun greiðsluhraða síðan 2012 jafngildir því að árið 2012 hafi 218 milljarðar króna farið í vanskil en árið 2022 voru vanskilin komin niður í 97 milljarða.

Upphæðir ógreiddra krafna sem fara fram yfir eindaga. Breyting milli ára.

Mesta aukning vanskila í matvælaiðnaði

Sem fyrr eru einstaklingar skilvísari en fyrirtæki. Þá er greiðsluhraði innan geira sem gefa frekar út kröfur á fyrirtæki hægari en annarra. Athygli vekur að matvælaiðnaður (matvælaframleiðsla, heildsala og dreifing) er sá geiri sem einna helst er að glíma við aukin vanskil og þar verður mesta breytingin milli ára eða 2,5% minni greiðsluhraði á eindaga.

Greiðsluhraði atvinnugreina

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 410 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í febrúar 2023. Árið 2022 stofnuðu þeir rúmlega 13,3 milljónir krafna að upphæð um 788 milljarð.

Sækja skýrsluna (pdf)

—–

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfustýringu. Allir viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluhraða fyrir sínar kröfur á þjónustuvef Motus og sérfræðingar okkar geta verið ykkur innan handar þegar kemur að ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.