Blogg

Leifur Grétarsson ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar 

Leifur Grétarsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann mun bera ábyrgð á þjónustu, sölu og ráðgjöf til viðskiptavina Motus. 

Leifur Grétarsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann mun bera ábyrgð á þjónustu, sölu og ráðgjöf til viðskiptavina Motus.

Leifur hefur mikla reynslu af viðskiptastýringu og kemur til Motus frá Creditinfo þar sem hann hefur starfað frá árinu 2015, m.a. sem sölustjóri minni fyrirtækja og viðskiptastjóri stórra fyrirtækja. Leifur stýrði þar einnig vöruþróunarsamstarfi við nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins.

Leifur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál og stundaði auk þess meistaranám í fjármálum fyrirtækja í sama skóla.

Leifur Grétarsson:
Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Motus er á. Motus er rótgróið fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði og það verður gaman að þróa áfram þær lausnir og þjónustu sem félagið býður upp á með fjölbreyttum hópi viðskiptavina.

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus: 
Við erum mjög spennt að fá Leif til liðs við okkur á þessum tímapunkti. Motus er stærsta og reynslumesta innheimtufyrirtæki landsins en við höfum verið að útvíkka þjónustuframboð okkar til að sjá um alhliða kröfustýringu með Motus fjármögnun og munum kynna og þróa gagnadrifna innheimtu með okkar lykilviðskiptavinum á næstu misserum. Reynsla Leifs mun spila lykilhlutverk á þeirri vegferð.

Um Motus
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur um 100 sérfræðinga á fjölmörgum sviðum um land allt. Hlutverk Motus er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi og hjá fyrirtækinu er leitast við að finna nýjar leiðir til að gera kröfustýringu sem besta. Móðurfélag Motus er Greiðslumiðlun Íslands, stærsta fyrirtæki á Íslandi í dag á sviði kröfustýringar.

Verið velkomin í viðskipti

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband.