Greining Archives – Motus https://motus.is/tag/greining/ Við komum fjármagni á hreyfingu Tue, 07 Oct 2025 12:14:36 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.9 https://motus.is/wp-content/uploads/2022/07/cropped-favicon-green-1-32x32.gif Greining Archives – Motus https://motus.is/tag/greining/ 32 32 Vanskil í sögulegu lágmarki https://motus.is/vanskil-i-sogulegu-lagmarki/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=vanskil-i-sogulegu-lagmarki https://motus.is/vanskil-i-sogulegu-lagmarki/#respond Fri, 03 Oct 2025 13:00:34 +0000 https://motus.is/?p=8378 Þrátt fyrir sveiflur í hlutfalli krafna í vanskilum og alvarlegum vanskilum síðustu misseri virðast vanskil einstaklinga og fyrirtækja vera komin á nýjan jafnvægispunkt sem er töluvert lægri en hann var fyrir heimsfaraldurinn.

The post Vanskil í sögulegu lágmarki appeared first on Motus.

]]>
Síðustu ár hafa einkennst af sögulega lágum vanskilum en í lok árs 2023 sáum við þó fyrstu merki um að vanskil væru að aukast hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Um mitt ár 2024 var ljóst að alvarleg vanskil voru að aukast nokkuð og þá sérstaklega hjá fyrirtækjum, en kröfur í alvarlegum vanskilum eru verðmæti sem eru líklegri til að tapast. Þessi þróun tók þó breytingum með haustinu og seinni hluta ársins lækkuðu vanskil aftur á flestum mælikvörðum þrátt fyrir hátt vaxtastig og ýmsa stóra óvissuþætti í samfélaginu. 

Það sem af er ári hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað og er nú svo komið að þau hafa aldrei verið lægri. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að vanskil hafi náð nýju jafnvægi – og að það jafnvægi sé töluvert lægra en það var fyrir heimsfaraldur.  

Lítil vanskil hjá einstaklingum
Hlutfall krafna í vanskilum hjá einstaklingum í lok september var 11%, samanborið við 11,9% á sama tíma í fyrra og 16,3% árið 2019. Alvarleg vanskil einstaklinga, þar sem vanskil hafa staðið yfir lengur en 45 daga, eru sömuleiðis með minnsta móti og hafa aðeins einu sinni mælst lægri. Það sem af er ári eru þau einungis 1,3% miðað við 1,5% á sama tíma í fyrra og 2,44% á sama tíma 2019. 

Vanskil fyrirtækja lækkað umtalsvert
Vanskil fyrirtækja hafa aldrei verið lægri en það sem af er ári eða 14,5%. Þau voru 15,1% á sama tíma í fyrra og 20,8% í september 2019. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru sömuleiðis í lágmarki og það sem af er ári standa þau í 1,9% miðað við 2,5% á sama tíma í fyrra og 3,6% 2019. 

Vanskil hafa dregist saman í öllum geirum að undanskildum kröfum sem gefnar eru út af fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu og matvælaframleiðslu. Alvarleg vanskil hafa sömuleiðis lækkað umtalsvert í öllum geirum, að heilbrigðisþjónustu undanskilinni. Sjá töflu hér að neðan sem sýnir vanskil og alvarleg vanskil janúar-ágúst 2024 og 2025.

 

Tafla með hlutfall vanskila eftir atvinnugreinum

 

Vanskil við sveitarfélög batnað  

Vanskil í kröfum útgefnum af sveitarfélögum hafa batnað í takt við almenna þróun og er hlutfall krafna í vanskilum á eindaga lægra en landsmeðaltalið á meðan hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum hefur nokkurn veginn staðið í stað og er örlítið hærra en meðaltalið. 

Almennt lækka vanskil við sveitarfélögin bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Sá hópur einstaklinga sem helst er í vanskilum við sveitarfélögin er einstæðingar/einstaklingar með börn á framfæri. Í flokki fyrirtækja eru það ferðaþjónustufyrirtæki (gististaðir og veitingahús) og landbúnaður sem er einna helst í vanskilum við sveitarfélögin. 

Tölfræðigraf sem sýnir þróun vanskila einstaklinga og fyrirtækja

 

Nýtt og töluvert lægra jafnvægi

Þrátt fyrir sveiflur í hlutfalli krafna í vanskilum og alvarlegum vanskilum síðustu misseri virðast vanskil einstaklinga og fyrirtækja vera komin á nýjan jafnvægispunkt sem er töluvert lægri en hann var fyrir heimsfaraldurinn. Erfitt er að sjá hvað veldur því að fólk og fyrirtæki standa nú betur í skilum en áður. Verðbólga er lengi búin að vera yfir markmiði Seðlabankans og vaxtastigið því hátt, en engu að síður er greiðsluhraði mun betri en hann var fyrir sex árum. Hvað sem veldur höldum við áfram að rýna í gögnin sem við búum yfir, enda geta sveiflur í vanskilum gefið mikilvæga innsýn inn í þróun efnahagsmála. 

 


Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna vanskil og greiðsluhraða gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum þig til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Vanskil í sögulegu lágmarki appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/vanskil-i-sogulegu-lagmarki/feed/ 0
Vanskil hjá sveitarfélögunum https://motus.is/sveitarfelog/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sveitarfelog https://motus.is/sveitarfelog/#respond Wed, 09 Oct 2024 20:39:37 +0000 https://motus.is/?p=6314 Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

The post Vanskil hjá sveitarfélögunum appeared first on Motus.

]]>
Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og þrátt fyrir aukningu í vanskilum undanfarna mánuði hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur.

Fram á mitt ár 2021 minnkuðu vanskil mikið og hafa haldist nokkuð stöðug eftir það, en haustið 2023 tókum við þó að greina smávægilega aukningu í vanskilum hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þrátt fyrir aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra drógust alvarleg vanskil heimila enn saman og í september í fyrra höfðu þau dregist saman um 47% frá árinu 2019.

(Hugtakið vanskil hér á við um kröfur sem eru ógreiddar á eindaga og alvarleg vanskil á við um kröfur sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga.)

Það sem af er ári 2024 hefur þó dregið til tíðinda og nú má greina vaxandi vanskil hjá heimilum jafnt sem fyrirtækjum. Mest hefur aukningin þó verið í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, en þar nemur hlutfallsleg aukning um 20% á milli ára. Eru nú 2,61% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum en voru 2,18% á sama tíma í fyrra.  Árið 2019 voru 3,25% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum, þannig að staðan nú er enn töluvert betri en þá.

Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

Alvarleg vanskil hafa hins vegar sögulega verið meiri hjá sveitarfélögunum en öðrum viðskiptavinum Motus síðustu ár. Það sem meira er eru alvarleg vanskil almennt að aukast töluvert á árinu. Nú er þó aðra sögu að segja hjá sveitarfélögum því alvarleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna eru nú minni en annarra viðskiptavina Motus í fyrsta sinn í nokkur ár.

Árleg vanskil – allir

 

Alvarleg vanskil – allir

 

En hverjir eru það sem lenda helst í vanskilum?

Ef við rýnum vanskil sveitarfélaganna út frá aldurshópum má sjá að aldurshóparnir 19-30 ára og 60 ára og eldri standa einna best og lenda sjaldnar í vanskilum en aðrir. Það virðist því vera að fólk á miðjum aldri, 31 – 60 ára, lendi frekar í vanskilum og sérstaklega hjá sveitarfélögunum. Virðist það eiga við um bæði vanskil og alvarleg vanskil.

Vanskil – 19-30 og 60+

Vanskil – 31-60

Alvarleg vanskil – 19-30 og 60+

Alvarleg vanskil – 31-60

Fjölskyldusamsetning

Í því samhengi er líka áhugavert að sjá að barnafólk virðist eiga erfiðara með að standa í skilum við sveitarfélögin en einstaklingar á barnlausum heimilum. Með þeirri undantekningu þó að á þessu ári virðist barnafólk síður lenda í alvarlegum vanskilum en áður.

Vanskil – Barnafólk

Vanskil – Barnlausir

Alvarleg vanskil – Barnafólk

Alvarleg vanskil – Barnlausir

 

 

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónustar 38 sveitafélög um allt land. Hjá Motus starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf til sveitarfélaga. Við hvetjum ykkur til að hafa samband fyrir lykiltölur þíns sveitarfélags eða ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur sveitarfélagsins. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér. Greiningin hér að ofan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

The post Vanskil hjá sveitarfélögunum appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/sveitarfelog/feed/ 0
Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum? https://motus.is/vanskil-og-vanskil/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=vanskil-og-vanskil https://motus.is/vanskil-og-vanskil/#respond Thu, 03 Oct 2024 11:03:45 +0000 https://motus.is/?p=6276 Í ljósi aukinnar umfjöllunar um vanskil er mikilvægt að átta sig á því að fólk er ekki endilega að tala um sömu hlutina þótt sama orðið – vanskil – sé notað. Það eru nefnilega mismunandi skilgreiningar á vanskilum og mismunandi mælikvarðar til að mæla vanskil og greiðsluerfiðleika í hagkerfinu. Þeir hafa allir sína kosti og galla og því mikilvægt að átta sig á muninum á vanskilum og vanskilum, ef svo má að orði komast.

The post Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum? appeared first on Motus.

]]>
Í ljósi aukinnar umfjöllunar um vanskil er mikilvægt að átta sig á því að fólk er ekki endilega að tala um sömu hlutina þótt sama orðið – vanskil – sé notað. Það eru nefnilega mismunandi skilgreiningar á vanskilum og mismunandi mælikvarðar til að mæla vanskil og greiðsluerfiðleika í hagkerfinu. Þeir hafa allir sína kosti og galla og því mikilvægt að átta sig á muninum á vanskilum og vanskilum, ef svo má að orði komast.

Greiningar okkar á vanskilum byggja á gríðarstóru gagnasafni, en viðskiptavinir Motus gefa alls út 1,1 milljón krafna í hverjum mánuði og við fylgjumst með þeim öllum. Kröfuhafarnir eru um 450 í hverjum mánuði og greiðendur um 280.000. Kröfurnar geta verið vegna margs konar lánveitinga eða kaupa á vörum og þjónustu, t.d. afborganir af neyslulánum, áskriftir eða fasteignagjöld svo eitthvað sé nefnt.

Við mælum vanskil annars vegar sem hlutfall krafna sem eru ógreiddar eftir eindaga og hins vegar sem hlutfall krafna sem eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Fyrri mælikvarðann köllum við einfaldlega vanskil og hinn alvarleg vanskil.

Vanskil (eftir eindaga). Eindagi er lokadagsetning umsamins greiðslufrests og sé krafa ógreidd eftir eindaga er því um að ræða fyrstu daga vanskila. Hér er mikilvægt að átta sig á því að enn getur verið að greiðandinn sé bæði með greiðsluvilja og greiðslugetu þótt krafa sé ekki greidd á eindaga. Mikill meirihluti þessara krafna greiðist á þessum fyrstu dögum og oft við fyrstu áminningu. Þetta er því nokkuð kvikur mælikvarði á hvort fólk og fyrirtæki geti greitt reikningana sína um mánaðarmót.

Alvarleg vanskil skilgreinum við þannig að krafa sé enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga. Þegar hér er komið í ferlinu hefur greiðandi yfirleitt fengið a.m.k. 2-3 áminningar um vanskil og því orðið líklegra að nú skorti annað hvort greiðsluvilja eða greiðslugetu. Þegar hér er komið í innheimtuferlinu getur krafan farið í lögfræðiinnheimtu með tilheyrandi kostnaði og lögformlegum aðgerðum.

Munurinn á vanskilum og alvarlegum vanskilum er að vanskil geta verið vísbending um að greiðandi sé að sigla inn í greiðsluvanda sem getur undið upp á sig, en getur líka einfaldlega verið merki um að útgjöld einn mánuð hafi verið meiri en venjulega eða að viðkomandi hafi gleymt sér. Sveiflur milli mánaða eru því mun meiri í þessum mælikvarða en hinum. Alvarleg vanskil eru hins vegar þess eðlis að greiðandi getur ekki – eða vill ekki – greiða kröfu þrátt fyrir áminningar. Mikil eða stigvaxandi aukning í alvarlegum vanskilum er því skýrari vísbending um aukinn greiðsluvanda í samfélaginu.

Aðrar leiðir eru færar til að skoða greiðslugetu heimila og fyrirtækja almennt. Ein slík er að skoða skráningar á Vanskilaskrá Creditinfo. Á vanskilaskrá eru upplýsingar um vanskil einstaklinga og lögaðila, ásamt upplýsingum um innheimtuaðgerðir. Aðilum, sem eru með samning um innsendingu vanskilamála við Creditinfo, býðst að skrá mál á vanskilaskrána að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Höfuðstóll vanskila þarf að nema að lágmarki 50.000 krónum og þarf löginnheimta að vera hafin. Sé ágreiningur um kröfuna má ekki skrá hana á vanskilaskrá. Það er því einungis lítill hluti vanskila sem ratar á Vanskilaskrá. Hins vegar má leiða að því líkum að sé krafa komin á vanskilaskrá skorti greiðanda óumdeilanlega greiðslugetu. Samkvæmt nýlegu bloggi á vef Creditinfo hefur skráningum á vanskilaskrá lítið fjölgað upp á síðkastið.

Eins er hægt að skoða vanskil í bankakerfinu, en það er einn mælikvarðanna sem Seðlabankinn horfir til við ákvörðun stýrivaxta. Tvennt ber að athuga með vanskil í bankakerfinu. Annars vegar er það sú staðreynd að stór hluti útlána banka til einstaklinga liggur í fasteignalánum. Reynslan sýnir að fólk gerir allt hvað það getur til að standa skil á fasteignalánum og frestar frekar greiðslu annarra skulda til að greiða af fasteignaláni. Séu þessi lán komin í vanskil er það því til marks um verulega rýrnun greiðslugetu. Hins vegar eru vanskil á fasteignalánum ekki merkt sem vanskil í kerfinu fyrr en eftir a.m.k. 90 daga – eða þrjá ógreidda gjalddaga. Þetta tvennt; eðli útlánanna og lengd vanskilanna þýðir að vanskil í bankakerfinu mæla illa almennan greiðsluvanda, heldur eru frekar mælikvarði á hversu margir greiðendur séu komnir í alger óefni og nær ófærir um að standa í skilum.

Þróun vanskila
Með allt þetta í huga er áhugavert að skoða nýjustu tölurnar okkar um vanskil og alvarleg vanskil. Við sjáum að 6 mánaða meðaltal vanskila hefur lækkað m.v. síðustu mánuði en að aukning milli ára fyrir sömu mánuði hefur ca. staðið í stað eða lækkað lítilega milli mánaða. Vanskil eru enn töluvert hærri en þau voru sömu mánuði s.l. 2 ár – sérstaklega alvarlegu vanskilin – þó þau séu enn ekki komin á sama stað og fyrir Covid.

Alvarleg vanskil
Graf

Vanskil
Graf

Ef við skoðum alvarleg vanskil einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar sjáum við að þau hafa lækkað lítillega m.v. síðan þau náðu hápunkti í júlí. Þau eru þó enn töluvert yfir sl. 2-3 árum. Síðasta grafið sýnir heildar-aukninguna milli ára fyrir þessa tvo hópa greiðenda. Aftur erum við að horfa á 6 mánaða meðaltal.

Alvarleg vanskil einstaklinga
Graf

Alvarleg vanskil fyrirtækja
Graf

Árleg alvarleg vanskil einstaklinga
Graf

Góðu fréttirnar eru þær að sú aukning í vanskilum sem við sáum í vor heldur ekki áfram þó vanskil séu enn hærri en sl. 2 ár. Með því að horfa á 12 mánaða meðaltal vanskila, sést skýr þróun uppávið í alvarlegum vanskilum og með að horfa á samanburð á milli einstaklinga og fyrirtækja sést að sú aukning er fyrst og fremst drifin áfram af fyrirtækjum.

Alment – Alvarleg vanskil
Graf

Almennt – Vanskil
Graf

Alvarleg vanskil einstaklinga
Graf

Alvarleg vanskil fyrirtækja
Graf

The post Hver er munurinn á vanskilum og vanskilum? appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/vanskil-og-vanskil/feed/ 0
Alvarleg vanskil aukast töluvert https://motus.is/alvarleg-vanskil-aukast-toluvert/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=alvarleg-vanskil-aukast-toluvert https://motus.is/alvarleg-vanskil-aukast-toluvert/#respond Wed, 21 Aug 2024 17:15:44 +0000 https://motus.is/?p=6241 Í fréttum af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hefur komið fram að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu heimilanna. Í því ljósi er þó rétt að fram komi að skv. gögnum Motus eru önnur vanskil að aukast töluvert. Það sem verra er þá fara þau í síauknum mæli lengra inn í innheimtuferlið og verða alvarlegri.

The post Alvarleg vanskil aukast töluvert appeared first on Motus.

]]>
Í fréttum af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hefur komið fram að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu heimilanna. Í því ljósi er þó rétt að fram komi að skv. gögnum Motus eru önnur vanskil að aukast töluvert. Það sem verra er þá fara þau í síauknum mæli lengra inn í innheimtuferlið og verða alvarlegri.   

Kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hefur þannig fjölgað um 5,2% það sem af er ári m.v. sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil (ógreiddar 45 dögum eftir eindaga) hefur fjölgað um 19%. 

Það sem af er ári, m.v. sömu mánuði í fyrra, hafa vanskil aukist um 6.6% hjá einstaklingum og 1% hjá fyrirtækjum. Alvarleg vanskil hafa hins vegar aukist um 17.5% og 18.9% hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Vanskil virðast einna helst aukast í flokknum (ISO) heilbrigðis og félagsþjónustu, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu og byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. 

Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu. 

 

Þróun árlegra vanskil einstaklinga og fyrirtækja (%)

Alvarleg vanskil fyrirtækja

Alvarleg vanskil einstaklinga

 

 

 


Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna vanskil og greiðsluhraða gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum þig til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Alvarleg vanskil aukast töluvert appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/alvarleg-vanskil-aukast-toluvert/feed/ 0
Vanskil aukast hjá heimilum og fyrirtækjum https://motus.is/vanskil-aukast-hja-heimilum-og-fyrirtaekjum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=vanskil-aukast-hja-heimilum-og-fyrirtaekjum https://motus.is/vanskil-aukast-hja-heimilum-og-fyrirtaekjum/#respond Mon, 08 Jul 2024 17:14:57 +0000 https://motus.is/?p=6197 Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 minnkuðu vanskil umtalsvert og héldust lág þrátt fyrir miklar sviptingar í hagkerfinu. Í lok árs 2023 sáum við þó fyrstu merki um að vanskil væru að aukast hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Sú þróun hefur haldið áfram og vanskil aukast nú umtalsvert hjá bæði heimilum og fyrirtækjum.

The post Vanskil aukast hjá heimilum og fyrirtækjum appeared first on Motus.

]]>
Marktæk aukning vanskila  

Vanskil drógust talsvert saman á tímum heimsfaraldurs m.a. vegna lægri vaxta og breyttra neysluhátta. Nú má þó greina að vanskil bæði heimila og fyrirtækja eru að aukast marktækt og hafa aukist hraðar síðustu mánuði. Aukningin gæti bent til þess að langvarandi verðbólga og háir vextir séu farin að hafa áhrif á greiðslugetu.

Kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur þannig fjölgað um 0,9% frá sama tíma fyrir ári (rúllandi meðaltal 6 mánaða). Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa sömuleiðis aukist það sem af er ári. Heilt yfir eru vanskil enn töluvert undir því sem var fyrir heimsfaraldur en hröð og stöðug aukning síðustu mánuði vekur sérstaka athygli. Aukin vanskil á almennum greiðslukröfum geta haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan. 

 

Þróunina greina hjá bæði einstaklingum og í öllum greinum atvinnulífsins en meiri aukningar verður þó vart hjá einstaklingum. Alvarlegum vanskilum fyrirtækja, þar sem greiðslur tefjast lengur en 45 daga umfram eindaga, fjölgar þó hraðar en alvarlegum vanskilum einstaklinga. Þróunin er sömuleiðis í takt við aukinn málafjölda á borði Motus undanfarin misseri

 

Alvarleg vanskil aukast

Alvarleg vanskil eru mæld út frá hlutfalli ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga. Hlutfallið er tekið af öllum stofnuðum kröfum viðskiptavina Motus. Eftir því sem hlutfallið lækkar fækkar kröfum sem fara í alvarleg vanskil. Árið 2023 fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur þróun haldið áfram það sem af er 2024 og með meiri hraða en í fyrra. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru 2,56% sem er enn töluvert undir því sem þau voru 2020 þegar þau voru 3,44%.  

 

Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið en þróunin bendir sterklega til þetta gæti snúist til verri vegar. 

Breytingin mest síðustu 6 mánuði

Það eru skýr merki um að vanskil séu að aukast jafnt og þétt í fyrsta sinn síðan fyrir heimsfaraldur og áhyggjuefni ef þessi þróun heldur áfram, segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Það sem við stöldrum sérstaklega við er að þessi aukning er að gerast ansi hratt á síðustu mánuðum eftir að hafa farið mjög rólega af stað í lok síðasta árs. Kröfur eru lengur að greiðast og höfuðstólarnir eru hærri en áður.  Við erum að horfa á greiðsluhraða krafna í rauntíma í okkar gögnum og sjáum þessa þróun því mun fyrr en t.d. opinberar stofnanir. Kröfur á borð við áskriftir og þjónustur eru oft með því fyrsta sem verður undir þegar kreppir að og fólk fer að forgangsraða hvaða reikninga það greiðir. Aukning á slíkum vanskilum getur bent til þess að alvarlegri vanskil t.d. á íbúða- eða bílalánum geti komið í kjölfarið og að þörf sé á samtali eða aðgerðum til að bregðast við. Það er okkar von að þessar upplýsingarnar gagnist bæði opinberum aðilum og einkageiranum og geti verið ákveðin viðvörunarbjalla, því ef vanskil aukast mjög hratt er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. 

 


Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna vanskil og greiðsluhraða gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum þig til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Vanskil aukast hjá heimilum og fyrirtækjum appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/vanskil-aukast-hja-heimilum-og-fyrirtaekjum/feed/ 0
Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 https://motus.is/greidsluhradi-lykiltolur-september-2023/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=greidsluhradi-lykiltolur-september-2023 https://motus.is/greidsluhradi-lykiltolur-september-2023/#respond Mon, 02 Oct 2023 10:34:00 +0000 https://motus.is/?p=4657 Reglulega tökum við hjá Motus saman skýrslur um greiðsluhraða og þróun hans.

The post Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 appeared first on Motus.

]]>
Greiðsluhraði haldist nokkuð stöðugur eftir mikla Covid hækkun

 

Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 batnaði greiðsluhraði mikið en hefur haldist nokkuð stöðugur eftir það þrátt fyrir miklar sviftingar í hagkerfinu.

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023, allir

Ef við hins vegar skoðum greiðsluhraða 12M og breytingar á honum má greina að dregið hefur úr greiðsluhraða frá áramótum. Breytingar milli ára sýna greinilega lækkun á greiðsluhraða frá nóvember 2022.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára – allir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Greiðsluhraði virðist minnka hjá bæði fyrirtækjum og heimilum.

Breytingarnar eru þó litlar hjá báðum hópum. Það sem af er þessu ári hefur greiðsluhraði 12M dreigst saman um að meðaltali 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum.

Enn dregur úr alvarlegum vanskilum

Þrátt fyrir að nú dragi úr greiðsluhraða og hlutfallslega færri kröfur að greiðast á eindaga, fækkar enn þeim kröfum sem fara í alvarleg vanskil. Á fyrstu fimm mánuðum ársins fóru einungis 1,4% útgefinna krafna í alvarleg vanskil, úr 2,5% árið 2019.

Alvarleg vanskil síðustu 12 mánuði og breytingar milli ára

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Alvarleg vanskil fyrirtækja eru þó að aukast.

Í mars síðastliðnum greindum við aukningu á alvarlegum vanskilum fyrirtækja yfir síðustu 12 mánuði. Sú var einnig raunin í apríl og maí. Frá árinu 2019 hefur hlutfall ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga lækkað um 39% hjá fyrirtækjum. Það er því vert að benda á að þó við greinum aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, eru þau enn í sögulegu lágmarki. Alvarleg vanskil heimilanna halda þó enn áfram að minnka og hafa dregist saman um 47% frá árinu 2019.

Alvarleg vanskil síðustu 12 mánuði og breytingar milli ára

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraði er hlutfall greiddra krafna, af öllum stofnuðum kröfum viðskiptavina Motus. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að hann sé mikill. Þegar talað er um greiðsluhraða hér, er átt við greiðsluhlutfall á eindaga.

Greiðsluhraði 12M er greiðsluhraði síðustu 12 mánaða.

Breytingar milli ára á greiðsluhraða 12M sýnir breytingar á greiðsluhraða síðustu 12 mánaða í samanburði við greiðsluhraða 12 mánuðina þar á undan.

Hvað eru alvarleg vanskil?

Alvarleg vanskil eru mæld út frá hlutfalli ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga. Hlutfallið er tekið af öllum stofnuðum kröfum. Eftir því sem hlutfallið lækkar fækkar kröfum sem fara í alvarleg vanskil.

Alvarleg vanskil 12M er hlutfall ógreiddra krafna 45 dögum eftir eindaga síðustu 12 mánuði.

Breytingar milli ára á alvarlegum vanskilum 12M sýna breytingar á alvarlegum vanskilum síðustu 12 mánuði í samanburði við alvarleg vanskil 12 mánuðina þar á undan.

Sækja: Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 (PDF)


 

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfustýringu. Allir viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluhraða fyrir sínar kröfur á þjónustuvef og sérfræðingar okkar geta verið ykkur innan handar þegar kemur að ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Greiðsluhraði – lykiltölur september 2023 appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/greidsluhradi-lykiltolur-september-2023/feed/ 0
Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 https://motus.is/lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023 https://motus.is/lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023/#respond Thu, 21 Sep 2023 16:01:28 +0000 https://motus.is/?p=4581 Á hverju ári tökum við hjá Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra viðskiptavini Motus. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

The post Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 appeared first on Motus.

]]>

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraða notum við sem mælikvarða á þróun innheimtu til að veita viðskiptavinum okkar greinargóðar upplýsingar um árangur. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum viðskiptavina okkar og er greiðsluhraði mældur úr frá hlutfalli stofnaðra krafna sem greitt er á ákveðnum tímapunkti. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Mikill greiðsluhraði þýðir því að vanskil séu minni og að kröfur greiðist hraðar. Í þessari greiningu miðum við við greiðsluhlutfall krafna á eindaga.

Greiðsluhraði 12M er meðalgreiðsluhraði síðustu 12 mánaða.
Breytingar á greiðsluhraða 12M sýnir breytingar á greiðsluhraða 12M í samanburði við 12 mánuðina þar á undan.

Sækja Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 (PDF)

Greiðsluhraði haldist nokkuð stöðugur eftir mikla Covid hækkun

 

Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 batnaði greiðsluhraði mikið en hefur haldist nokkuð stöðugur eftir það þrátt fyrir miklar sviftingar í hagkerfinu.
Sækja skýrsluna

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023, allir

Ef við hins vegar skoðum greiðsluhraða 12M og breytingar á honum má greina að dregið hefur úr greiðsluhraða frá áramótum. Breytingar milli ára sýna greinilega lækkun á greiðsluhraða frá nóvember 2022.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára – allir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Greiðsluhraði hjá íbúum sveitarfélaganna og viðskiptavinum annarra viðskiptavina Motus jafnari eftir Covid.

Sögulega hafa kröfur sveitarfélaganna greiðst vel og töluvert betur en kröfur annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að greiðsluhraði krafna útgefnum af öðrum jókst til muna og er greiðsluhraði sveitarfélaga og annarra viðskiptavina á svipuðu róli. Greiðsluhlutfall á eindaga hefur lækkað hjá báðum hópum en þó markvert meira hjá sveitarfélögunum. Greiðsluhraðinn er þó enn mjög hár. Í ágúst 2023 voru til að mynda 87,8% krafna sveitarfélaga greiddar á eða fyrir eindaga en hjá öðrum viðskiptavinum Motus var hlutfallið 87,6%.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára, sveitarfélög og aðrir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Alvarlega vanskil á kröfum útgefnum af sveitarfélögunum hafa sögulega verið meiri en hjá öðrum viðskiptavinum Motus. Hafa verður þó í huga að þó hlutfall krafna sem fer í alvarleg vanskil er mjög lágt eða undir 2% og hefur dregist saman um 45% frá árinu 2019.

Árlegt hlutfall krafna sem fara í alvarleg vanskil

Árlegt hlutfall krafna sem fara í alvarleg vanskil

Sérhæfð kröfuþjónusta

Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna greiðsluhraða og gefa út árlega skýrslu um þróun hans, gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum ykkur til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/lykiltolur-sveitafelaga-greidsluhradi-2023/feed/ 0
Greiðsluhraði í janúar og febrúar 2023 lækkar lítillega https://motus.is/greidsluhradi-i-januar-og-februar-2023-laekkar-litillega/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=greidsluhradi-i-januar-og-februar-2023-laekkar-litillega https://motus.is/greidsluhradi-i-januar-og-februar-2023-laekkar-litillega/#respond Mon, 27 Mar 2023 11:09:57 +0000 https://motus.is/?p=3925 Síðustu mánuði hefur greiðsluhraði verið lækkandi og hann virðist enn vera að lækka. Í sögulegu samhengi er lækkunin samt óveruleg og má því segja að við séum að sjá ákveðinn stöðuleika í augnablikinu. Hvort þessari litlu lækkun fylgi enn meiri hraðaminnkun eða hvort við munum sjá stöðuleika áfram mun tíminn leiða í ljós. Við ætlum […]

The post Greiðsluhraði í janúar og febrúar 2023 lækkar lítillega appeared first on Motus.

]]>
Síðustu mánuði hefur greiðsluhraði verið lækkandi og hann virðist enn vera að lækka. Í sögulegu samhengi er lækkunin samt óveruleg og má því segja að við séum að sjá ákveðinn stöðuleika í augnablikinu. Hvort þessari litlu lækkun fylgi enn meiri hraðaminnkun eða hvort við munum sjá stöðuleika áfram mun tíminn leiða í ljós. Við ætlum að fygljast vel með.

Janúar
Greiðsluhraði á eindaga lækkar um 0,11 prósentustig (janúar 2023 borinn saman við janúar 2022)

Febrúar
Greiðsluhraði á eindaga hækkar um 0,05 prósentustig (febrúar 2023 borinn saman við febrúar 2022)

 

Greiðsluhraði á eindaga

Árið 2023 fer af stað með nokkuð stöðugum greiðsluhraða á eindaga, þegar horft er til samanburðar við síðasta ár. Greiðsluhraði á eindaga í janúar nú í ár var 87,44% og í janúar árið 2022 87,54%. Á fyrsta mánuði ársins var því lækkun á greiðsluhraða á eindaga um 0,11 prósentustig. Í sögulegu samhengi er þetta mjög litil lækkun. Í janúar árið 2020, rétt áður en Covid faraldurinn skall á, var greiðsluhraði 81,65%, sem er 5,78 prósentustigum minni greiðsluhraði heldur en mældist núna í janúar.

Greiðsluhraði á eindaga í febrúar þetta árið mældist 88,45%. Hann jókst því um 1,01 prósentustig milli mánaða. Það er ekki til merkis um að greiðsluhraði sé á uppleið, heldur er þetta árstíðabundin sveifla sem má augljóslega greina á línuritinu hér fyrir neðan.   Í fyrra var greiðsluhraði á eindaga í febrúar 88,40%. Það þýðir að greiðsluhraði í febrúar 2023 jókst milli ára um 0,05 prósentustig. Með Covid faraldrinum fylgdi mikil aukning á greiðsluhraða eins og við höfum greint frá í ársskýrslu okkar. Það að óverulegar breytingar séu nú á greiðsluhraða milli ára eru því nokkuð óvæntar fréttir, en um leið mjög góðar.

Greiðsluhraði á eindaga

Greiðsluhraði á eindaga 2019-2023

Þegar rýnt er í breytingar á greiðsluhraða á eindaga milli ára aftur til janúar 2022, má sjá að leitnin liggur niður á við, þ.e. það er örlítið að draga úr greiðsluhraða.  Árið 2022 var aukning á greiðsluhraða fyrstu tvo mánuði ársins, en svo fór að draga úr honum. Eftir febrúar var aðeins aukning í tveimur manuðum, júlí og september. Í október var hún 0,43 prósentustig, í nóvember 0,80 og í desember 0,18. Það verður því spennandi að sjá hvort árið 2023 fylgi áfram árinu 2022 eða hvort við komum til með að sjá einhverjar breytingar. 

Breyting á greiðsluhraða á eindaga. Þróun milli sömu mánuða árið áður

Breyting á greiðsluhraða á eindaga. Þróun milli mánuða 2022-2021 og 2023 og 2022

Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði á kröfum með eindaga í janúar var 96,62% 20 dögum eftir eindaga. Það er smá dropp frá því í fyrra, en meiri hraði heldur en var árið 2021 og það ár kom mjög vel út í sögulegum samanburði. Breytingingarnar sem urðu á greiðsluhraða í kjölfar Covid faraldursins virðast því ekki vera að ganga til baka, heldur sjáum við ákveðinn stöðugleika.

Á þessum tíma er milliinnheimta hafin eða að hefjast. Það er því einungis um 3,38% af kröfum með eindaga í janúar sem rata inn í það ferli.

Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Fyrri hluta ársins 2022 var aukning á greiðsluhraða í öllum mánuðum nema júní, en seinni hluta árs var aðeins aukning í júlí og september. Þetta er því sama þróun og á greiðslurhaða á eindaga, þ.e. leitnin er síðustu mánuði er niður á við. Þegar þessi gögn voru tekin út, voru ekki liðnir 20 dagar fram yfir eindaga á kröfum með eindaga í febrúar. Það var hins vegar hægt að sjá stöðuna á greiðsluhraða á eindaga og á þeim tímapunkti mældist aukning mili ára. Það verður spennandi að sjá hvort það verði einnig aukning á greiðsluraða þegar 20 dagar eru liðnir frá eindaga á febrúar kröfunum.

Breytinga á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga

Breyting á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Þegar liðnir eru 60 dagar fram yfir eindaga er milliinnheimtu á kröfum lokið eða um það bil að ljúka. Af þeim kröfum sem voru með eindaga í desember 2022 voru 98,80% greiddar. Það er lækkun um 0,14 prósentustig frá árinu 2021, en aukning um 0,06 prósentustig frá árinu 2020. Árið 2020 var greiðsluhraði  á mikilli uppleið og að vera nánast á pari við greiðsluhraða í lok þess árs er nokkuð gott.

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Þrátt fyrir að greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga hafi komið vel út í sögulega samhengi síðustu mánuði, þá er staðan þannig að hann hefur verið á niðurleið í samanburði við árið á undan. Frá september til desember hefur verið lækkun. Það er því svipuð þróun sem við eru að sjá á greiðslurhaða á eindaga, 20 dögum eftir eindaga og 60 dögum eftir eindga.

Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga

Heimilin og fyrirtæki

Í gegnum tíðina hafa heimilin greitt kröfur sínar fyrr en fyrirtæki. Af fyrstu mánuðum ársins 2023 má ætla að það verði ekki breytingar á því þetta árið. Greiðslurhraði krafna á eindaga í janúar og febrúar var 89,11% hjá einstaklingum og 84,23% hjá fyrirtækjum. Greiðsluhrað fyrirtækja var því 4,88 prósentustigum lægri en greiðsluhraði einstaklinga.

Heimilin

Greiðsluhraði á eindaga
Fyrstu tvo mánuði ársins halda heimilin nokkurn veginn sama striki í greiðsluhraða á eindaga og síðustu tvö ár. Greiðsluhraði í janúar var 0,11 prósentustigum lægri en greiðsluhraði var í janúar árið 2022. Greiðsluhraði á eindaga lækkaði einnig í febrúar og var lækkunin 0,06 prósentustig, sem er mjög lítil breyting.

Greiðsluhraði á eindaga

Frá því mars 2022, síðust 12 mánuði, hefur greiðsluhraði heimila verið minnkandi fyrir utan þrjá mánuði. Í apríl stóð greiðsluhraði nánast í stað milli ára, í júlí jókst hann um 0,38 prósentustig og í september var mjög lítil aukning eða 0,05 prósentustig.

Fjöldi krafna gefnum út á heimilin sem fara fram yfir eindaga er því aðeins að aukast.

Breyting á greiðsluhraða á eindaga

Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Þegar 20 dagar voru liðnir fram yfir eindaga á janúar kröfum voru heimilin búin að greiða 96,94% af þeim. Árið 2022 var greiðsluhraði 96,95% og munurinn því mjög lítill, þ.e. lækkun um 0,01 prósentustig.

Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Heimilin. Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Á þessum tímapunkti, 20 dögum eftir eindaga, hafa heimilin örlítið bætt í greiðsluhraða. Það er áhugavert að sjá það í ljósi þess að þróunin er í gagnstæða átt á greiðsluhraða á eindaga. Það þýðir að þær viðbótar kröfur sem heimilin missa fram yfir eindaga eru greiddar á fyrstu dögum vanskila.

Breyting á greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Heimilin. Breyting á greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Allt fram á haust árið 2022 var greiðsluhraði heimila meiri heldur en á sama tíma ári áður. Frá september til ársloka voru mjög litlar breytingar á greiðsluhraða mill ára.

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Við sáum að heimilin eru aðeins að gefa í 20 dögum eftir eindaga, en sú hraðaaukning nær ekki alla leið inn í 60 dagana. Það er því sami fjöldi krafna á heimili sem fer alla leið í gegnum milliinnheimtu og jafnvel örlítið fleiri.

Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga

Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga

Fyrirtæki

Greiðsluhraði á eindaga

Árið 2023 fer vel af stað hjá fyrirtækjum þegar horft er til greiðsluhraða á eindaga. Greiðsluhraði lækkaði samt um 0,19 prósentustig á janúar kröfum, en þar sem árið 2022 kom mjög vel út telst það engu að síður góður árangur. Febrúar kröfur greiðast betur nú í ár heldur en í fyrra og eykst greiðsluhraði um 0,28 prósentustig.  

Greiðsluhraði á eindaga

Greiðsluhraði á eindaga

Frá því í ágúst til og með janúar hefur dregi úr greiðsluhraða milli ára. Í október var lækkun milli ára mest, en frá þeim tímapunkti höfum við séð draga úr þessari lækkun. Í febrúar er svo aukning. Það verður spennandi að fylgjast með hvort fyrirtækin séu að fara að bæta enn meira í.

Breyting á greiðsluhraða á eindaga

Breyting á greiðsluhraða á eindaga

Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga

Frá því í ágúst hefur greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga verið lægri heldur en á sama tíma fyrir ári síðan. Nú í ár var greiðsluhraði í janúar 95,64%, en árið 2022 var hann 96,13%.  Í janúar lækkaði hann því um 0,49 prósentustig sem er mesta lækkunin, miðað við sama tímabil á síðasta ári, frá því í janúar 2022.

Greiðsluharði 20 dögum eftir eindaga

Fyrirtæki. Greiðsluharði 20 dögum eftir eindaga

Þróunin á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga er ekki í takt við þróunina á eindaga. Á eindaga sjáum við síðustu mánuði að það dregur úr lækkun milli ára, en 20 dögum eftir eindaga er lækkun milli ára aðeins að aukast. Það þýðir að fleiri kröfur á fyrirtæki eru nú að fara á fyrstu stig milliinnheimtu.

Breyting á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga

Fyrirtæki. Breyting á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Í byrjun mars voru 60 dagar liðnir frá eindaga á kröfum sem eru með eindaga í desember. Ferskustu upplýsingarnar um greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga eru því á kröfum með eindaga í desember.

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga á desember kröfum lækkaði um 0,35 prósentustig milli ára. Það þýðir að fleiri kröfur á fyrirtæki eru enn ógreiddar þegar milliinnheimtu er að ljúka.

Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Fyrirtæki. Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga

Allt frá ágúst hefur greiðsluhraði fyrirtækja 60 dögum eftir eindaga verið á niðurleið. Í desember á síðasta ári var greiðsluhraði 98,19% sem er lægsti greiðsluhraði fyrirtækja, 60 dögum eftir eindaga, frá því í mars 2021, en þá mældist hann 98,09%.

Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga

Breyting á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 410 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í febrúar 2023. Árið 2022 stofnuðu þeir rúmlega 13,3 milljónir krafna að upphæð um 788 milljarð.

The post Greiðsluhraði í janúar og febrúar 2023 lækkar lítillega appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/greidsluhradi-i-januar-og-februar-2023-laekkar-litillega/feed/ 0
Greiðsluhraði minnkar í fyrsta sinn frá 2012 https://motus.is/greidsluhradi-minnkar-i-fyrsta-sinn-fra-2012/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=greidsluhradi-minnkar-i-fyrsta-sinn-fra-2012 https://motus.is/greidsluhradi-minnkar-i-fyrsta-sinn-fra-2012/#respond Fri, 17 Mar 2023 10:35:32 +0000 https://motus.is/?p=3759 Frá árinu 2012 höfum við séð greiðsluhraða aukast frá ári til árs. Þeirri þróun lauk árið 2022, þegar greiðsluhraði lækkaði í fyrsta sinn.

The post Greiðsluhraði minnkar í fyrsta sinn frá 2012 appeared first on Motus.

]]>
Greiðsluhraði er mælikvarði sem við hjá Motus notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum.

Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Fram að þessu höfum við gefið árlega út skýrslu um greiðsluhraða sveitarfélaga tengt fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á haustin. Í fyrsta sinn höfum við nú tekið saman tölur yfir greiðsluhraða viðskiptavina Motus óháð atvinnugrein og birtum nú greiningu á þróun greiðsluhraða árið 2022. Við ætlum okkur jafnframt að birta þróun greiðsluhraða reglulega hér á vefnum í kjölfarið.

Sækja skýrsluna (pdf)

Greiðsluhraði 2022

Frá því við hófum mælingar á greiðsluhraða hefur greiðsluhegðun Íslendinga tekið miklum breytingum til hins betra. Þessi bæting á við hvort sem greiðandinn er fyrirtæki eða heimili. Árið 2022 sker sig þó úr, því í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust 2012 hægir á greiðsluhraðanum.

  • Greiðsluhraði mældist 87,7% og lækkaði um 0,13% á milli áranna 2021 og 2022. Er það í fyrsta skipti síðan mælingar hófust árið 2012 sem það gerist, en það ár mældist greiðsluhraði 72,3%.
  • Til að setja þessar tölur í samhengi þýðir þetta að árið 2012 hafi kröfur að fjárhæð 218 milljarð króna farið í vanskil en árið 2021 voru vanskilin komin niður í 96 milljarða.
  • Minnkun greiðsluhraða um 0,1% árið 2022 jafngildir því að milljarður til viðbótar hafi farið í vanskil á árinu en ella hefði orðið eða 97 milljarðar.
  • Greiðsluhraði hafði hækkað stöðugt frá því að mælingar hófust. Hann jókst sérstaklega mikið í Covid eða um 3,2% á milli áranna 2019 og 2020.

 

Vanskil enn lítil í sögulegu samhengi

Vanskil eru enn í afar lítil í sögulegu samhengi en í fyrsta skipti síðan við hófum þessar mælingar árið 2012 minnkuðu vanskil ekki á milli ára heldur standa í stað eða aukast örlítið. Enn er þó erfitt að segja til um hvert nýtt jafnvægi verður; hvort þetta sé vísir að áframhaldandi aukningu vanskila eða nýtt jafnvægi.

Greiðsluhraði á eindaga

Vanskil á eindaga lækkuðu um 121 milljarð eða 55,6% á árunum 2012-2022

Greiðsluhraði jókst til muna í Covid og 2020 jókst hann til að mynda um ein 3,2% milli ára. Það samsvarar því að útistandandi kröfur eftir eindaga hafi lækkað um 32 milljarða á milli ára. Þróun greiðsluhraða síðan 2012 jafngildir því að árið 2012 hafi 218 milljarðar króna farið í vanskil en árið 2022 voru vanskilin komin niður í 97 milljarða.

Upphæðir ógreiddra krafna sem fara fram yfir eindaga. Breyting milli ára.

Mesta aukning vanskila í matvælaiðnaði

Sem fyrr eru einstaklingar skilvísari en fyrirtæki. Þá er greiðsluhraði innan geira sem gefa frekar út kröfur á fyrirtæki hægari en annarra. Athygli vekur að matvælaiðnaður (matvælaframleiðsla, heildsala og dreifing) er sá geiri sem einna helst er að glíma við aukin vanskil og þar verður mesta breytingin milli ára eða 2,5% minni greiðsluhraði á eindaga.

Greiðsluhraði atvinnugreina

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 410 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í febrúar 2023. Árið 2022 stofnuðu þeir rúmlega 13,3 milljónir krafna að upphæð um 788 milljarð.

Sækja skýrsluna (pdf)

—–

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfustýringu. Allir viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluhraða fyrir sínar kröfur á þjónustuvef Motus og sérfræðingar okkar geta verið ykkur innan handar þegar kemur að ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Greiðsluhraði minnkar í fyrsta sinn frá 2012 appeared first on Motus.

]]>
https://motus.is/greidsluhradi-minnkar-i-fyrsta-sinn-fra-2012/feed/ 0