FræðslaGreiningar

Vanskil hjá sveitarfélögunum

Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

Allar fréttir              

Viðskiptavinir Motus og Lögheimtunnar hafa aðgang að þjónustuvef þar sem hægt er að fylgjast með framgangi mála í innheimtu. Við höfum tekið saman kynningu varðandi notkun vefsins.

Meira spurt og svarað   

Spurt og svarað

Af hverju er rukkaður virðisaukaskattur af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Eru til staðar samþættingar milli Motus og bókhaldskerfa?

Flest hugbúnaðarfyrirtækin hafa sérsniðið lausn í algengustu útgáfur viðskiptahugbúnaðarkerfa sem gerir notendum mögulegt að senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár frá Motus beint inn í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Mikill tími og vinna sparast með þessu, auk þess sem komið er í veg fyrir villur sem geta átt sér stað við innslátt upplýsinga. Með uppsetningu á slíkri lausn flæða upplýsingar einfaldlega milli kerfa. Samþætting eykur möguleika þeirra viðskiptalausna sem þegar eru í notkun með því að opna nýjar leiðir til sjálfvirkrar skráningar. Slík sjálfvirkni hefur þannig í för með sér aukið hagræði.

Fyrir hvers konar kröfur hentar kröfuvaktin?

  • Kröfur sem ekki innheimtast í milliinnheimtuferli og eru of lágar til að innheimta með löginnheimtu og kröfur sem ekki er talið vænlegt að senda í löginnheimtu sökum eignaleysis skuldara.
  • Uppsafnaðar kröfur í innheimtudeildum fyrirtækja sem ekki hafa fengist greiddar þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir.
  • Kröfur sem ekki hafa fengist greiddar þrátt fyrir löginnheimtu.

Fréttabréf Motus

Skráðu þig á póstlista Motus og fáðu reglulega sendar nýjustu fréttir, fræðslu og greiningar.