Blogg

Hvaða auðkenni eru notuð fyrir kröfustofnun?

Óháð því hver er viðskiptabankinn þinn þá þarftu að tilkynna okkur hvaða auðkenni þú vilt nota fyrir kröfustofnun með Motus. Hér eru leiðbeiningar um það hvar þú getur nálgast upplýsingar um þau auðkenni sem félagið þitt á. Hjá Arion banka 1. Út valmyndinni skal velja Innheimtukröfur > Yfirlit kröfuhafa. 2. Á síðunni Yfirlit kröfuhafa er […]

Óháð því hver er viðskiptabankinn þinn þá þarftu að tilkynna okkur hvaða auðkenni þú vilt nota fyrir kröfustofnun með Motus. Hér eru leiðbeiningar um það hvar þú getur nálgast upplýsingar um þau auðkenni sem félagið þitt á.

Hjá Arion banka
1. Út valmyndinni skal velja Innheimtukröfur > Yfirlit kröfuhafa.
2. Á síðunni Yfirlit kröfuhafa er að finna lista yfir auðkenni félagsins.

Skýringarmynd fyrir Arion banka

Hjá Íslandsbanka
1. Veldu Innheimta úr valmyndinni á vefnum.
2. Undir Yfirlit krafna má svo finna fellivalmynd fyrir kröfuhafa. Opnið valmyndina til að sjá lista yfir öll auðkenni sem viðkomandi notandi á, ásamt ráðstöfunarreikningi.

Skjámyndir fyrir Íslandsbanka

Hjá Landsbankanum
1. Veldu Innheimta úr leiðarkerfinu
2. Því næst Stofnupplýsingar
3. Undir grunnupplýsingar ættir þú að finna upplýsingar um auðkenni

Skjámyndir fyrir Landsbankann