Eitt og annað um innheimtu

Motus hefur að bjóða heildstæða þjónustu fyrir öll innheimtustig en um slíka starfsemi gilda lög nr. 95/2008 og reglulegerð nr. 37/2009, sem meðal annars kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Segja má að innheimta skiptist í tvö stig: það fyrra er frum- og milliinnheimta þar sem greiðandi er áminntur um að standa skil á skuld sinni, og svo hið síðara sem er löginnheimta þar sem réttarfarslegum aðgerðum er beitt. Við höfum tekið hér saman upplýsingar til útskýringar á því hvernig krafa fer í gegnum innheimtuferilinn ásamt skýringum á helstu hugtökum.

 

Fyrri stig innheimtuaðgerða

Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um kröfu sem greiðist ekki á eindaga og fer þá í gegnum frum- og milliinnheimtu og eftir það í löginnheimtu eða kröfuvakt eftir því hvort á betur við. Dagafjöldi milli aðgerða getur verið mismunandi eftir kröfuhöfum auk þess sem símhringingar og sms-sendingar geta bæst við.

Fruminnheimta

Fruminnheimta felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í samræmi við innheimtulög. Alla jafna sendir Motus viðvörunina út í nafni kröfuhafa og um 3-5 dögum eftir eindaga en það getur þó verið breytilegt.

Tilkynningin er send með tölvupósti hafi greiðandi óskað eftir því en að öðrum kosti er bréfið sent með bréfpósti. Ef aðili er ekki með skráð lögheimili eða bréfpóstur hefur verið endursendur þá fer skjalið í heimabanka viðkomandi.

Milliinnheimta

Fáist krafa ekki greidd þrátt fyrir innheimtuviðvörun fer hún oftast í milliinnheimtu. Í milliinnheimtu sendir Motus allt að þrjár áminningar á um það bil 10 daga fresti, þar sem greiðandi er minntur á að standa skil á skuldinni.

Innheimtubréf eru send með tölvupósti hafi greiðandi óskað eftir því en að öðrum kosti er bréfið sent með bréfpósti. Ef aðili er ekki með skráð lögheimili eða bréfpóstur hefur verið endursendur þá fer skjalið í heimabanka viðkomandi.

Sjálfvirkt mat

Þegar mál hafa farið í gegnum frum- og milliinnheimtu er gjarnan sent út eitt löginnheimtubréf til að knýja fram greiðslu. Ef það ber ekki árangur fer málið í gegnum sjálfvirkt mat sem ákvarðar næstu aðgerðir, það er hvort krafa fari í kröfuvakt eða löginnheimtu.

  • Fyrir hærri kröfur og þar sem nægar líkur eru á árangri er mælt með að senda málið áfram í löginnheimtu.
  • Fyrir lægri kröfur og þar sem takmarkaðar líkur eru á árangri er mælt með kröfuvakt.

Kröfuvakt

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Þannig er fylgst með breytingum á greiðsluhegðun aðila sem eru með ógreidda reikninga með því að afla vanskilaupplýsinga úr skrám Creditinfo, en slíkt getur haft áhrif á lánshæfismat og því hagur viðkomandi að ganga frá sínum málum.

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist en ekki fyrir vöktunina. Auk þess að vakta kröfurnar sjáum við um alla umsýslu tengda þeim, eins og að senda ítrekanir, gera greiðslusamkomulag og meta andmæli.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig mál fer í gegnum sjálfvirkt mat og er annaðhvort sent áfram í löginnheimtu eða kröfuvakt eftir því hvort á betur við. Í mörgum tilvikum lýkur málum sem fara í löginnheimtu með greiðslu en ef aðgerðir reynast árangurslausar þá fara þau í einhverjum tilvikum til baka í kröfuvakt.

Löginnheimta

Mál sem farið hafa í gegnum frum- og milliinnheimtu hjá Motus án árangurs er alla jafna vísað áfram í löginnheimtu. Með löginnheimtu er átt við aðgerðir þar sem réttarfarslegum úrræðum er beitt, til að mynda málshöfðun fyrir dómi og fullnustugerðum hjá sýslumanni. Löginnheimta er framkvæmd af lögmönnum og um hana gilda lögmannalög nr. 77/1998. Samstarfsaðili Motus er varðar mál sem fara í löginnheimtu er Lögheimtan. Hjá Lögheimtunni starfa reyndir lögmenn sem tryggja faglega meðferð innheimtumála og er þjónustan þannig hluti af þeirri heildarlausn sem Motus býður viðskiptavinum sínum í kröfuþjónustu. Kröfuhafi þarf að veita samþykki sitt áður en mál fara í löginnheimtu.

Löginnheimta og réttarfarsaðgerðir

Réttarfarsaðgerðir eru aðgerðir sem beitt er með aðstoð opinbers valds, það er dómstóla og sýslumanna. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir helstu réttarfarsaðgerðir og þar fyrir neðan útskýringar á helstu hugtökum.

Stefna/árituð stefna

Þegar stefna hefur verið birt greiðanda er hún send til héraðsdóms. Ef ekki koma fram andmæli vegna hennar er hún árituð og getum við í framhaldinu haldið áfram með málið til sýslumanns.

Greiðsluáskorun

Áskorun til greiðanda um að ganga frá greiðslu kröfu sem send er með ábyrgðarbréfi eða birt af stefnuvotti. Það er krafa að birta slíka áskorun til að geta haldið áfram með mál, t.d. áður en farið er fram á nauðungarsölu.

Fjárnám

Fjárnám Er aðgerð sem sýslumaður framkvæmir að beiðni kröfuhafa og felur í sér að taka veð í eignum skuldara, ef þeim er að dreifa, til tryggingar greiðslu krafna á hendur honum.
Fjárnám í eign Ef greiðandi á eignir sem nægja til að tryggja greiðslu kröfunnar er tekið fjárnám í þeim eignum Í hvaða eignum er hægt að gera fjárnám? Hægt er að gera fjárnám í fasteignum, ökutækjum, tækjum og lager og öðrum verðmætum sem talin eru standa undir skuldinni. Vissar eignir eru undanþegnar fjárnámi og eru þær skilgreindar í lögum sem til dæmis lausafjármunir sem nauðsynlegir eru til að halda látlaust heimili, nauðsynleg hjálpartæki vegna örorku, námsgögn vegna skólagöngu eða aðrir munir sem nýttir eru til atvinnu.

Fyrsta fyrirtaka

Fyrsta fyrirtaka fer fram á skrifstofu sýslumanns og henni er ekki hægt að fresta. Fyrsta fyrirtaka er auglýst í Lögbirtingarblaðinu og skal auglýsing birt a.m.k. fjórum vikum áður en beiðni er tekin fyrir. Í fyrstu fyrirtöku er málið í rauninni skráð í nauðungarsöluferlið hjá sýslumanni.

Framhaldsuppboð

Framhaldsuppboð fer fram á eigninni sem selja á og er ekki hægt að fresta því. Aðgerðin er auglýst í dagblöðum. Kröfulýsing í söluandvirði er lögð fram og er eignin seld hæstbjóðanda.