Á mínum síðum býðst greiðendum að ganga frá greiðslusamkomulagi um afborganir af sínum málum hvenær sem er í innheimtuferlinu til allt að 6 mánaða eða 12 fyrir mál í kröfuvakt. Inni á vefnum hafa greiðendur sömuleiðis góða sýn á virk samkomulög og stöðu þeirra.
Yfirsýn yfir greiðslusamkomulög þinna greiðanda
Sem kröfuhafi getur þú nálgast yfirlit yfir mál sem þínir greiðendur hafa samið um og fylgst með stöðu þeirra.
- Á forsíðu viðskiptavefsins er samantekt yfir mál í innheimtu.
- Veldu einn flokkinn, til dæmis löginnheimtu.
- Þá opnast ítarlegra niðurbrot eins og fjölda mála í samkomulagi, sem þú getur valið til að sjá yfirlit yfir þau.

Mál sem eru hluti af greiðslusamkomulagi hafa handarbandsíkon hjá málanúmerinu.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag greiðslusamkomulagsins og stöðu þess má svo finna ef tiltekið mál er valið.
