Á viðskiptavefnum hefur þú yfirlit yfir mál sem félagið þitt er með í innheimtu og getur fylgst með stöðu þeirra sem og framkvæmt aðgerðir eins og að fresta máli, tilkynna innborgun eða afturkalla. Einnig er hægt að nálgast gögn vegna uppgjörs mála sem og tölfræðilegar samantektir og greiningar varðandi innheimtu þíns félags. Meðfylgjandi er stutt myndband sem sýnir nokkur atriði varðandi notkun viðskiptavefsins.
Greiðendur afgreiða sig sjálfir á Mínum síðum
Vert er að benda á að greiðendur geta sjálfir fylgst með stöðu sinna mála inni á þjónustuvefnum Mínum síðum. Þar geta þeir einnig greitt mál, óskað eftir fresti og gengið frá greiðslusamkomulagi.