Blogg

Alvarleg vanskil aukast töluvert

Í fréttum af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hefur komið fram að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu heimilanna. Í því ljósi er þó rétt að fram komi að skv. gögnum Motus eru önnur vanskil að aukast töluvert. Það sem verra er þá fara þau í síauknum mæli lengra inn í innheimtuferlið og verða alvarlegri.

Í fréttum af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hefur komið fram að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu heimilanna. Í því ljósi er þó rétt að fram komi að skv. gögnum Motus eru önnur vanskil að aukast töluvert. Það sem verra er þá fara þau í síauknum mæli lengra inn í innheimtuferlið og verða alvarlegri.   

Kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hefur þannig fjölgað um 5,2% það sem af er ári m.v. sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil (ógreiddar 45 dögum eftir eindaga) hefur fjölgað um 19%. 

Það sem af er ári, m.v. sömu mánuði í fyrra, hafa vanskil aukist um 6.6% hjá einstaklingum og 1% hjá fyrirtækjum. Alvarleg vanskil hafa hins vegar aukist um 17.5% og 18.9% hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Vanskil virðast einna helst aukast í flokknum (ISO) heilbrigðis og félagsþjónustu, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu og byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. 

Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu. 

 

Þróun árlegra vanskil einstaklinga og fyrirtækja (%)

Alvarleg vanskil fyrirtækja

Alvarleg vanskil einstaklinga

 

 

 


Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna vanskil og greiðsluhraða gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum þig til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.