Motus hefur að bjóða heildstæða þjónustu fyrir öll innheimtustig en um slíka starfsemi gilda lög nr. 95/2008 og reglulegerð nr. 37/2009, sem meðal annars kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Segja má að innheimta skiptist í tvö stig: það fyrra er frum- og milliinnheimta þar sem greiðandi er áminntur um að standa skil á skuld sinni, og svo hið síðara sem er löginnheimta þar sem réttarfarslegum aðgerðum er beitt. Við höfum tekið hér saman upplýsingar til útskýringar á því hvernig krafa fer í gegnum innheimtuferilinn ásamt skýringum á helstu hugtökum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um kröfu sem greiðist ekki á eindaga og fer þá í gegnum frum- og milliinnheimtu og eftir það í löginnheimtu eða kröfuvakt eftir því hvort á betur við. Dagafjöldi milli aðgerða getur verið mismunandi eftir kröfuhöfum auk þess sem símhringingar og sms-sendingar geta bæst við.
Réttarfarsaðgerðir eru aðgerðir sem beitt er með aðstoð opinbers valds, það er dómstóla og sýslumanna. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir helstu réttarfarsaðgerðir og þar fyrir neðan útskýringar á helstu hugtökum.