Spurt og svarað um innheimtu

 

Frum- og milliinnheimtaLöginnheimtaKröfuvaktRéttarfarsaðgerðirVanskilaskráAnnað

 

Almenn innheimta

Um innheimtustarfsemi gilda lög nr. 95/2008 og reglulegerð nr. 37/2009, sem meðal annars kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Innheimtuaðgerðir skiptast í þrjú mismunandi stig, fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu. Hér má sjá mynd af því hvernig mál sem greiðist ekki fyrir eindaga fer í gegnum dæmigert innheimtuferli.

Mynd af hefðbundnu innheimtuferli

Frum- og milliinnheimta

Fruminnheimta Motus felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í nafni kröfuhafa, í samræmi við innheimtulög. Ef reikningur hefur ekki greiðst á eindaga tekur við milliinnheimta. Oftast tekur Motus við kröfum úr kröfupotti bankanna, en einnig er hægt að handskrá þær.

Í milliinnheimtu er greiðandi áminntur með bréfum og hringingum, og hvattur til að hafa samband hafi viðkomandi athugasemdir við kröfuna eða vill semja.

Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig innheimtuviðvörun er send greiðanda fimm dögum eftir eindaga í nafni kröfuhafa. Ef það ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur áminningum og símhringingu frá Motus.

Kröfuvakt

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Þannig er fylgst með breytingum á greiðsluhegðun aðila sem eru með ógreidda reikninga með því að afla vanskilaupplýsinga úr skrám Creditinfo, en slíkt getur haft áhrif á lánshæfismat og því hagur viðkomandi að ganga frá sínum málum.

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist en ekki fyrir vöktunina. Auk þess að vakta kröfurnar sjáum við um alla umsýslu tengda þeim, eins og að senda ítrekanir, gera greiðslusamkomulag og meta andmæli. Viðskiptavinir Motus geta fylgst með stöðu mála í kröfuvaktinni á viðskiptavefnum.

Millilandainnheimta

Motus annast ekki innheimtu mála erlendis en bendir viðskiptavinum sínum á að hafa samband við TCM.

Kröfuvakt

Myndin sýnir hvernig næstu skref eru meti varðandi það hvort mælt sé með málshöfðun eða kröfuvakt fyrir kröfu sem ekki hefur tekist að innheimta.

Kröfuvakt

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Þannig er fylgst með breytingum á greiðsluhegðun aðila sem eru með ógreidda reikninga með því að afla vanskilaupplýsinga úr skrám Creditinfo, en slíkt getur haft áhrif á lánshæfismat og því hagur viðkomandi að ganga frá sínum málum.

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist en ekki fyrir vöktunina. Auk þess að vakta kröfurnar sjáum við um alla umsýslu tengda þeim, eins og að senda ítrekanir, gera greiðslusamkomulag og meta andmæli. Viðskiptavinir Motus geta fylgst með stöðu mála í kröfuvaktinni á viðskiptavefnum.

Hvaða kröfur fara í kröfuvakt?

  • Krafa sem ekki tókst að innheimta í milliinnheimtu og litlar líkur á að lögheimta svari kostnaði, og/eða ef hún er mjög lág.
  • Krafa sem ekki tókst að innheimta í löginnheimtu og ekki er mælt með málshöfðun fyrir, til dæmis vegna eignaleysis eigenda.

Löginnheimta og réttarfarsaðgerðir

Mynd af ferlinu við réttarfarsaðgerð

Löginnheimta

Mál sem farið hafa í gegnum frum- og milliinnheimtu hjá Motus án árangurs er alla jafna vísað áfram í löginnheimtu. Með löginnheimtu er átt við aðgerðir þar sem réttarfarslagum úrræðum er beitt, til að mynda málshöfðun fyrir dómi og fullnustugerðum hjá sýslumanni. Löginnheimta er framkvæmd af lögmönnum og um hana gilda lögmannalög nr. 77/1998. Samstarfsaðili Motus er varðar mál sem fara í löginnheimtu er Lögheimtan. Hjá Lögheimtunni starfa reyndir lögmenn sem tryggja faglega meðferð innheimtumála og er þjónustan þannig hluti af þeirri heildarlausn sem Motus býður viðskiptavinum sínum í kröfuþjónustu.

Hvað gerist ef greiðandi stendur ekki við réttarsátt?

Ef greiðandi stendur ekki við réttarsátt er hún skráð á vanskilaskrá Creditinfo. Réttarsáttin er svo send í aðför til sýslumanns og fer í gegnum það ferli eins og árituð stefna eða dómur.

Hvað tekur langan tíma fyrir dómara að gefa út niðurstöðu í dómsmáli?

Það er misjafnt og fer nokkuð eftir umfangi máls, álagi á dómara og aðstoðarmenn og því hvort tekið sé til varna í málinu. Það er nánast ómögulegt að setja nákvæma tímasetningu á það og er allt frá fjórum vikum eðlilegt.

Hvað líður langur tími eftir að greiðanda er stefnt af stefnuvotti þar til hann skal mæta fyrir dóm?

Ef stefndi á skráð lögheimili, fasta búsetu eða dvalarstað í þeirri þinghá sem mál verður þingfest er stefnufrestur þrír dagar, þ.e. stefna þarf að hafa borist greiðanda (stefnda) í hendur þremur dögum fyrir áætlaðan þingfestingardag af stefnuvotti eða póstmanni. Ef stefndi á skráð lögheimili, fasta búsetu eða dvalarstað á Íslandi en utan þinghár þar sem mál verður þingfest er stefnufrestur ein vika. Ef stefndi á heimili eða dvalarstað erlendis eða heimilisfang hans er óþekkt er stefnufresturinn einn mánuður.

Hvað tekur fjárnám langan tíma?

Það fer mjög mikið eftir því hversu mikið álag er á starfsmönnum viðkomandi sýslumannsembættis. Í venjulegu árferði er algengt að það taki um tvo mánuði, en ef mikið álag er til staðar getur það teygst upp í hálft ár.

Hvað gerist ef greiðandi mætir ekki í fjárnám?

Ef vitað er um eign í eigu greiðanda er gert í henni fjárnám. Ef ekki er vitað um eign er sýslumanni heimilt að ljúka fjárnámi án árangurs enda hafi gerðarþoli sannanlega verið boðaður til sýslumanns.

Hvað þýðir framhaldsuppboð?

Framhaldsuppboð fer fram á eigninni sem selja á og er ekki hægt að fresta því. Aðgerðin er auglýst í dagblöðum. Kröfulýsing í söluandvirði er lögð fram og er eignin seld hæstbjóðanda.

Getur greiðandi haft áhrif á framgang máls þegar komið er í löginnheimtu?

Greiðandi getur á hvaða stigi löginnheimtu sem er greitt kröfu og þannig haft áhrif á framgang hennar. Greiðandi getur líka mætt við þingfestingu máls og óskað eftir fresti og er hann almennt veittur í þeim tilfellum. Sýslumaður gerir fjarnám ef greiðandi á eign/eignir. Ef greiðandi á ekki eign þá er gert árangurslaust fjarnám. Í dag er heimilt að ljúka árangurslausu fjarnámi ef ekki er mætt af hálfu gerðarþola og gerðarbeiðandi veit ekki um eignir.

Vanskilaskrá

Getur greiðandi sjálfur látið taka sig af vanskilaskrá?

Greiðandi getur ekki látið taka sig af vanskilaskrá Creditinfo nema hann greiði kröfuna sem um ræðir.

Hvenær fer krafa á vanskilaskrá?

Skráning í vanskilaskrá Creditinfo fer fram ef skilyrði fyrir skráningu eru uppfyllt. Til að skrá vanskil í vanskilaskrá þarf að liggja fyrir með sannanlegum hætti að skuldari sé í vanskilum. Tegundir skráðra upplýsinga eru; auglýst uppboð, byrjun og framhald, áritaðar stefnur og dómar, árangurslaus fjárnám, gjaldþrotaúrskurðir, innkallanir, skiptalok og vanskilagögn (réttarsáttir, greiðsluáskoranir með birtingarvottorðum, skuldabréf o.þ.h.). Sé undirskrift skuldara fyrir hendi skráir Motus skuldara í vanskilaskrá sé þess óskað. Annarra gagna aflar Creditinfo frá sýslumannsembættum og héraðsdómstólum og einnig eru gögn unnin upp úr Lögbirtingarblaðinu.

Annað

Af hverju dregur Motus ekki frá fjármagnstekjuskattinn?

Motus er með undanþágu frá því að draga fjármagnstekjuskatt af vöxtum. Ástæðan er sú að viðskiptavinir Motus eru að mestu leyti fyrirtæki en ekki einstaklingar. Vaxtatekjur greiðast að fullu til kröfuhafa í uppgjöri Motus og því ekki um að ræða neinn fjármagnstekjuskatt.

Af hverju er rukkaður virðisaukaskattur af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Er samtímauppgjör í boði hjá Motus?

Það er hægt að vera í samtímauppgjöri bæði í frum- og milliinnheimtu. Það þýðir að þegar greiðsluseðill er greiddur, greiðist höfuðstóll og dráttarvextir til kröfuhafa en innheimtukostnaður til Motus.

Eru til staðar samþættingar milli Motus og bókhaldskerfa?

Flest hugbúnaðarfyrirtækin hafa sérsniðið lausn í algengustu útgáfur viðskiptahugbúnaðarkerfa sem gerir notendum mögulegt að senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár frá Motus beint inn í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Mikill tími og vinna sparast með þessu, auk þess sem komið er í veg fyrir villur sem geta átt sér stað við innslátt upplýsinga. Með uppsetningu á slíkri lausn flæða upplýsingar einfaldlega milli kerfa. Samþætting eykur möguleika þeirra viðskiptalausna sem þegar eru í notkun með því að opna nýjar leiðir til sjálfvirkrar skráningar. Slík sjálfvirkni hefur þannig í för með sér aukið hagræði.

Hvaða lög gilda um dráttarvaxtareikning?

Fyrsta reglan er sú að seljandi og kaupandi gera með sér samkomulag um greiðslufrest að öðrum kosti á að greiða reikninginn eins fljótt og mögulegt er. Báðir aðilar þurfa þó að túlka greiðslufrestinn á sama hátt. Þetta er hægt að setja á reikning sem „Greiðist í síðasta lagi DD-MM-ÁÁ” eða tilgreina ákveðinn gjalddaga og ákveðinn eindaga. Kaupandi sem greiðir fyrir eindaga telst í skilum en greiði kaupandi eftir eindaga, á seljandi rétt á dráttarvöxtum frá gjalddaga.

Hve langur er afskriftartíminn á hefðbundnum reikningum?

Á Íslandi er almennur afskriftartími 4 ár frá útgáfudegi reiknings. Kröfur skv. skuldabréfum, dómi eða opinberri sátt fyrnast þó á 10 árum. Hafa ber í huga að ef kröfuhafi heldur ekki fram kröfu sinni með málssókn eða skuldari viðurkennir ekki kröfuna innan tiltekins frests, telst krafan fallin niður, þ.e. fyrnd. Fyrningarfrestur byrjar að líða frá gjalddaga kröfu. Slit fyrningarfrests eru við viðurkenningu skuldara á kröfunni eða við málssókn kröfuhafa og þá byrjar nýr fyrningarfrestur að líða.

Hvenær er hægt að gera eignakönnun?

Við erum bundin lögum þegar kemur að gerð eignakannana. Slíka athugun má ekki gera nema það liggi fyrir aðfararhæf krafa og athugunina má eingöngu gera af lögmanni.

Hvernig bóka ég fjármagnstekjuskattinn?

Ríkissjóður leggur ekki fjármagnstekjuskatt á fyrirtæki. Þrátt fyrir það er bönkum skylt að draga frá fjármagnstekjuskatt af öllum vaxtatekjum og gera upp við Ríkissjóð. Fjármagnstekjuskattur, þar sem hann er dreginn frá, færist á eignalykil í efnahag sem heitir “fjármagnstekjuskattur”. Stöðuna á þessum lykli færir endurskoðandi á framtal félagsins í uppgjöri ársins, sem síðan er dreginn frá skattskuld við álagningu, eða verður endurgreiddur sé félag ekki í skuld við álagningu. Motus er undanþegið frádrætti á fjármagnstekjuskatti og þess vegna er ekki um neinn slíkan að ræða í uppgjörum frá Motus.

Hvernig á ég að bregðast við andmælum vegna reikninga?

Svarið ræðst af því um hversu háa upphæð er deilt, hvort deilan snýst um persónur eða hluti, í hvaða ásigkomulagi varan/þjónustan er afhent o.s.frv. Góð venja er að svara andmælum á skynsaman hátt og rannsaka á hverju þau eru byggð. Auk þess skal gæta þess að hæfir einstaklingar sjái um að meta andmælin og svara þeim.