Enn betri þjónusta við greiðendur á Mínum síðum á motus.is

Hjá Motus leggjum við mikla áherslu á stöðuga framþróun í framboði og gæðum þeirrar þjónustu sem við veitum og á það ekki síst við um þjónustu við greiðendur. Úrbætur og uppfærslur á Mínum síðum á motus.is marka mikilvægt skref í átt að betri þjónustu og aukinni sjálfsafgreiðslu. Þær styrkja jafnframt grunninn fyrir áframhaldandi þróun í takt við þarfir og kröfur bæði greiðenda og kröfuhafa. 

Á hverju ári sjáum við hjá Motus um innheimtu á hundruðum þúsunda krafna. Mikilvægur hluti innheimtunnar er að bjóða greiðendum lausnir og tækifæri til að koma skuldum sínum í skil og forðast frekari vanskil. Þetta er meðal annars gert í gegnum Mínar síður á motus.is, þar sem greiðendur geta nálgast stöðu sinna mála í innheimtu, sent okkur fyrirspurn, greitt eða samið um greiðslur með gerð greiðslusamkomulaga. Þannig setja greiðendur sjálfir upp samning um dreifingu greiðslna og koma fjármálum sínum í réttan farveg. 

Hjá Motus leggjum við mikla áherslu á stöðuga framþróun í framboði og gæðum þeirrar þjónustu sem við veitum og á það ekki síst við um þjónustu við greiðendur. Í upphafi árs byrjuðum við á verkefni sem miðar að því að bæta þjónustu við gerð greiðslusamkomulaga á Mínum síðum motus.is. Markmiðið er að bæta notendaviðmótið verulega, einfalda sjálfsafgreiðslu og stórbæta sýn greiðenda á stöðu sinna mála meðal annars með betra aðgengi að upplýsingum en áður var.    

Á sama tíma höfum við lagt mikla áherslu á að ná til greiðenda á markvissari hátt. Ferlar og samskipti hafa verið aðlöguð til að gera okkur betur kleift að styðja við greiðendur á réttum tíma og vinna með þeim til að forðast óþarfa kostnað, meðal annars með sms skilaboðum til að minna á ógreiddar kröfur. 

Sem dæmi um breytingar sem eru annað hvort þegar orðnar, eða verða það á næstunni, er að fyrsti gjalddagi greiðslusamkomulags er fyrsti virki dagur næsta mánaðar og að hægt verður að gera greiðslusamkomulag á málum í kröfuvakt til tólf mánaða í stað sex. 

Þessar úrbætur og uppfærslur á Mínum síðum á motus.is marka mikilvægt skref í átt að betri þjónustu og aukinni sjálfsafgreiðslu. Þær styrkja jafnframt grunninn fyrir áframhaldandi þróun í takt við þarfir og kröfur bæði greiðenda og kröfuhafa. 

Skjámynd af Mínum síðum