Fjöldi greiðenda flytur og skiptir um heimilisfang á hverju ári eða vill hreinlega ekki láta hafa upp á sér og gefur því ekki upp aðsetur. Innheimtubréf er vanalega sent á lögheimili greiðanda eða annað þekkt aðsetur. Ef bréf er endursent gerir Motus tilraun til að finna nýtt heimilisfang í Þjóðskrá, á já.is og eftir þeim leiðum sem eru færar. Ef nýtt heimilisfang finnst er innheimtubréfið prentað að nýju og sent á greiðandann. Ef nýtt heimilisfang finnst ekki er greiðandinn merktur “Týndur – heimilisfang finnst ekki” og þá mun hann framvegis birtast á þessum lista.
Þú getur nálgast lista yfir greiðendur sem ekki finnast undir Í innheimtu > Týndir greiðendur