Ef mál eru á fyrstu stigum innheimtu, þ.e. í milliinnheimtu er almennt heimild til þess að veita allt að tveggja vikna greiðslufrest á þeim kröfum sem komnar eru í innheimtu. Á Mínum síðum er hægt að óska eftir slíkum fresti. Aðeins er möguleiki á að veita einu sinni tveggja vikna frest á málum í innheimtu.
Mynd – Inni á Mínar síður finnur þú yfirlit yfir mál sem kunna vera í innheimtu.
1. M stendur fyrir milliinnheimtu, og á því stigi er almennt hægt að óska eftir fresti.
2. Veldu hnappinn Greiða eða semja.
3. Veldu Ósk um greiðslufrest en þá opnast gluggi þar sem hægt er að óska eftir slíku.