Sem kröfuhafi getur þú frestað aðgerðum á máli inni á viðskiptavefnum. Á meðan fresturinn er virkur eru ekki send innheimtubréf eða ráðist í neinar réttarfarslegar aðgerðir eins og að stefna viðkomandi eða óska eftir fjárnámi. Athugið að málið ber áfram vexti þó að aðgerðum hafi verið frestað.
Til að fresta máli skaltu finna það inni á viðskiptavefnum, í listanum Öll mál í innheimtu.
1. Inni á málasíðunni skaltu velja hnappinn „Fresta máli“.
2. Þá ætti að opnast gluggi þar sem þú velur til hvaða dags skal fresta málinu.
3. Einnig er hægt að setja inn ástæðu til skýringar á aðgerðinni.
4. Að lokum skal velja „Fresta máli“ hnappinn til að staðfesta aðgerð.

Greiðendur afgreiða sig sjálfir á Mínum síðum
Vert er að benda á að greiðendur geta sjálfir óskað eftir 7 daga fresti á Mínum síðum sé málið ekki komið á seinni stig innheimtu, það er löginnheimtu eða kröfuvakt. Sömuleiðis geta greiðendur gengið frá greiðslusamkomulagi hvenær sem er í innheimtuferlinu til allt að 6 mánaða eða 12 fyrir mál í kröfuvakt.
Aðilar innskrá sig á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Mínar síður eru aðgengilegar bæði einstaklingum og fyrirtækjum.