Blogg

Get ég samið um greiðslu á kröfum í innheimtu?

Á mínum síðum getur þú gengið frá samkomulagi um að skipta greiðslum niður á nokkra mánuði. Misjafnt er eftir kröfuhöfum hvað má dreifa greiðslum á marga mánuði og hvort slíkt er leyft. Hægt er að semja um greiðslu fyrir mörg mál í einu ef þau tilheyra sama kröfuhafa. Í mörgum tilvikum er hægt að ganga […]

Á mínum síðum getur þú gengið frá samkomulagi um að skipta greiðslum niður á nokkra mánuði. Misjafnt er eftir kröfuhöfum hvað má dreifa greiðslum á marga mánuði og hvort slíkt er leyft.

Hægt er að semja um greiðslu fyrir mörg mál í einu ef þau tilheyra sama kröfuhafa. Í mörgum tilvikum er hægt að ganga frá samkomulagi með sjálfvirkri ákvörðun sem tekur gildi strax. Í öðrum tilvikum, eins og til dæmis ef um lögheimtumál er að ræða, þá þurfum við að yfirfara umsóknina og ætti þá svar að berast alla jafna innan tveggja virkra daga á uppgefið netfang.

Veldu tiltekið mál sem þú vilt semja um og veldu hnappinn samkomulag og þá ætti síðan hér fyrir neðan að birtast. Ofarlega á samkomulagssíðunni er valmöguleikinn velja fleiri mál. Ef þú velur hann sérðu hvaða önnur mál þú gætir einnig haft með í þessu tiltekna samkomulagi.