Blogg

Hvernig er hægt að semja?

Það er mismunandi á milli kröfuhafa og hvar krafa er í innheimtuferlinu hvort og hvernig er hægt að semja. Ef málið er í milliinnheimtu er hægt að semja munnlega um að skipta greiðslunni í tvennt. Ef þú vilt skipta greiðslunni í fleiri hluta þarf samkomulagið að vera skriflegt. Samkomulag er að hámarki til 6 mánaða. […]

Það er mismunandi á milli kröfuhafa og hvar krafa er í innheimtuferlinu hvort og hvernig er hægt að semja. Ef málið er í milliinnheimtu er hægt að semja munnlega um að skipta greiðslunni í tvennt. Ef þú vilt skipta greiðslunni í fleiri hluta þarf samkomulagið að vera skriflegt. Samkomulag er að hámarki til 6 mánaða. Lengra samkomulag þarf að bera undir kröfuhafa.

Ef krafan er á fyrri stigum löginnheimtu, þ.e. á innheimtubréfs- eða á stefnustigi, þá er hægt semja um að skipta greiðslum með því gera skriflega réttarsátt. Ef ekki er staðið við greiðslur er sáttin er lögð fram hjá Héraðsdómstólum og í framhaldinu óskað eftir því við sýslumann að gert sé fjárnám hjá viðkomandi greiðanda sé ekki staðið við greiðslur samkvæmt réttarsáttinni.

Ef búið er að árita stefnu í málinu eða kveða upp dóm, þarf að semja munnlega við greiðendaþjónustu Lögheimtunnar.

Með því að skrá þig inn á Mínar síður getur þú séð hvaða möguleikar standa þér til boða fyrir hvert mál.