Blogg

Get ég samið um greiðslur á kröfum í innheimtu?

Ef mál er í milliinnheimtu er í flestum tilfellum heimilt að semja um að skipta greiðslum yfir 6 mánaða tímabil. Á mínum síðum geta greiðendur almennt sett upp greiðslusamkomulag til 6 mánaða. Ef vanskil eru orðin alvarlegri og mál komin í löginnheimtu þá getur þú haft samband og við förum yfir hvað er hægt að […]

Ef mál er í milliinnheimtu er í flestum tilfellum heimilt að semja um að skipta greiðslum yfir 6 mánaða tímabil. Á mínum síðum geta greiðendur almennt sett upp greiðslusamkomulag til 6 mánaða. Ef vanskil eru orðin alvarlegri og mál komin í löginnheimtu þá getur þú haft samband og við förum yfir hvað er hægt að gera.

Með því að skrá þig inn á Mínar síður getur þú séð hvaða möguleikar standa þér til boða fyrir hvert mál.

Mynd – Inni á Mínar síður finnur þú yfirlit yfir mál sem kunna vera í innheimtu.

1. M stendur fyrir milliinnheimtu og K fyrir kröfuvakt. Á þeim stigum er almennt hægt að setja upp greiðslusamkomulag ef kröfuahfi leyfir.
2. Veldu hnappinn Greiða eða semja.
3. Veldu Dreifa greiðslum en þá opnast gluggi þar sem hægt er að óska eftir slíku.