Ef greiðsla berst til kröfuhafans eftir að mál er komið í innheimtu til okkar án þess að gert hafi verið ráð fyrir innheimtukostnaði og dráttarvöxtum ráðstafast greiðslan fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva höfuðstóls sem á þá eftir að greiða.