Blogg

Frum- og milliinnheimta

Fruminnheimta Motus felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í nafni kröfuhafa, í samræmi við innheimtulög. Ef reikningur hefur ekki greiðst á eindaga tekur við milliinnheimta. Oftast tekur Motus við kröfum úr kröfupotti bankanna, en einnig er hægt að handskrá þær. Í milliinnheimtu er greiðandi áminntur með bréfum og hringingum, og hvattur til að hafa samband hafi […]

Fruminnheimta Motus felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í nafni kröfuhafa, í samræmi við innheimtulög. Ef reikningur hefur ekki greiðst á eindaga tekur við milliinnheimta. Oftast tekur Motus við kröfum úr kröfupotti bankanna, en einnig er hægt að handskrá þær.

Í milliinnheimtu er greiðandi áminntur með bréfum og hringingum, og hvattur til að hafa samband hafi viðkomandi athugasemdir við kröfuna eða vill semja.

Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig innheimtuviðvörun er send greiðanda fimm dögum eftir eindaga í nafni kröfuhafa. Ef það ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur áminningum og símhringingu frá Motus.