Fruminnheimta felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í samræmi við innheimtulög. Alla jafna sendir Motus viðvörunina út í nafni kröfuhafa og um 3-5 dögum eftir eindaga en það getur þó verið breytilegt.
Tilkynningin er send með tölvupósti hafi greiðandi óskað eftir því en að öðrum kosti er bréfið sent með bréfpósti. Ef aðili er ekki með skráð lögheimili eða bréfpóstur hefur verið endursendur þá fer skjalið í heimabanka viðkomandi.