Blogg

Kröfuvakt

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Þannig er fylgst með breytingum á greiðsluhegðun aðila sem eru með ógreidda reikninga með því að afla vanskilaupplýsinga úr skrám Creditinfo, en slíkt getur […]

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Þannig er fylgst með breytingum á greiðsluhegðun aðila sem eru með ógreidda reikninga með því að afla vanskilaupplýsinga úr skrám Creditinfo, en slíkt getur haft áhrif á lánshæfismat og því hagur viðkomandi að ganga frá sínum málum.

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist en ekki fyrir vöktunina.
Auk þess að vakta kröfurnar sjáum við um alla umsýslu tengda þeim, eins og að senda ítrekanir, gera greiðslusamkomulag og meta andmæli. Viðskiptavinir Motus geta fylgst með stöðu mála í kröfuvaktinni á viðskiptavefnum.