Blogg

Hvað er kröfuvakt?

Síðasti liðurinn í innheimtuaðgerðum Motus er kröfuvakt en hún tekur við þegar aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu. Kröfur geta komið yfir í Kröfuvakt beint úr Milliinnheimtu ef litlar líkur eru á að lögheimtan svari kostnaði og/eða ef krafan er mjög lág. Eftir árangurslausa lögfræðiinnheimtu er […]

Síðasti liðurinn í innheimtuaðgerðum Motus er kröfuvakt en hún tekur við þegar aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu.

Kröfur geta komið yfir í Kröfuvakt beint úr Milliinnheimtu ef litlar líkur eru á að lögheimtan svari kostnaði og/eða ef krafan er mjög lág. Eftir árangurslausa lögfræðiinnheimtu er einnig mælt með Kröfuvakt.

Hjá Motus er notað tölfræðilíkan, sem kallast faglegt mat, sem er lagt til grundvallar við ákvörðunartöku um næstu skref eftir árangurslausa milliinnheimtu. Það er þá hvort löginnheimta sé líkleg til að svara kostnaði sem og að meta greiðslulíkur. Niðurstöður úr faglegu mati mæla annaðhvort með því að setja tiltekna kröfu í Málshöfðun í Löginnheimtu eða í Kröfuvakt.

Kröfuvaktarþjónustan getur verið að fullu sjálfvirk sem þýðir að krafan flyst sjálfkrafa yfir í Kröfuvakt, ef kröfuvakt er innifalin í samningi viðskiptavinar við Motus, og ef hún er enn ógreidd eftir að milliinnheimtu eða Löginnheimtu er lokið.

Hægt er að stilla sjálfvirkni eftir fjárhæð kröfunnar eins og hentar viðskiptavinum best en við hjá Motus mælum helst með fullri sjálfvirkni óháð fjárhæð en þannig virkar flæðið á milli innheimtustiga best.

Á viðskiptavef er hægt fylgjast með stöðu mála í Kröfuvakt og ef ekki er um sjálfvirka tilfærslu að ræða þá geta viðskiptavinir handvirkt fært þær kröfur sem þeir vilja yfir í Kröfuvakt. Þá er sýnilegt á viðskiptavef þær kröfur sem Motus mælir með að verði færða yfir í Kröfuvakt samkvæmt niðurstöðum úr Faglegu mati.