Blogg

Hvað er kröfuvakt?

Síðasti liðurinn í innheimtuaðgerðum Motus er kröfuvakt en hún tekur við þegar aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu. Kröfuvaktin vaktar aðila sem eru með ógreiddar kröfur. Fylgst er með breytingum sem eru líklegar til að hafa áhrif á greiðsluhegðun og innheimtuaðgerðum beitt á eins markvissan hátt […]

Síðasti liðurinn í innheimtuaðgerðum Motus er kröfuvakt en hún tekur við þegar aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu.

Kröfuvaktin vaktar aðila sem eru með ógreiddar kröfur. Fylgst er með breytingum sem eru líklegar til að hafa áhrif á greiðsluhegðun og innheimtuaðgerðum beitt á eins markvissan hátt og kostur er.

Í kröfuvakt er vanskilaupplýsingum aflað úr skrám Creditinfo sem getur haft áhrif á lánshæfismat greiðenda og því hagur greiðenda að ganga frá greiðslum kröfunnar.

Viðskiptavinir Motus geta fylgst með stöðu mála í kröfuvaktinni á viðskiptavefnum.